Nýtt kvennablað - 01.03.1967, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.03.1967, Blaðsíða 13
RÓSA B. BLÖNDALS: HIMINTUNGLIN En ég vildi ekki bíða, og ég vildi ekki þreyja, og ég vildi ekki líða, heldur fljúga út í geim. Og ennþá mér það svíður, að sjá þær vonir deyja, og sigla aldrei skipunum og koma aldrei heim. Á himintunglin björtu ég horfði oft svo lengi. Þau höfðu næstum ært mig frá jörðinni burt. Á meðan aðrir kepptu að margvíslegu gengi, ég mændi upp til stjarnanna. Og þannig hef ég spurt: Hvort væru þessar jarðir eins og jarðarinnar blómi, hvort Júpiter og Mars ættu nokkra sólskins hlíð, hvort allt væri þar dautt, eða sami lífsins ljómi. — Þér láttu nægja jörðina, var sagt á minni tíð. Því sá, sem aldrei fer, kemur heldur aldrei aftur, og enginn maður fagnar þeim, sem heima situr kyr. Á meðan æskan bíður, þá eyðist hennar kraftur, en allra verst, ef gamall um nýjar leiðir spyr. í festing ljómar Venus og fegrar nætur mínar. Ég frétti, að enginn maður horfi þar á dagsins brún. En full af lífi jörðin með fjölda stjörnur sínar, svo fögur eru og rík hennar gömlu bernsku tún. Þar flestir hafa skammað mig og skipað mér að þegja, og skipað mér að deyja niðrí mína sælu gröf, og sagt ég væri heimskingi, hvað sem augun eygja, ég ætti að blða og þreyja og líða stundartöf. Ef horft ég þangað fengi frá Himnaríkis engi, og hún er orðin fjarlæg, eins og morgunstjarnan var. Þess ég kynni að minnast, að ég þekkti hana lengi, og þá gæti ég sagt, að ég væri dáin þar. þér að bugast aldrei, vera söm og jöfn í blíðu og stríðu. Núna reynir ekkert á mig, allt er svo hamingjusamlegt, svo rótt og sælt, en getur það haldizt? Getur ekki verið að þetta sé hléið á undan storminum mikla? Hún lét hendurnar falla niður með hliðunum, en horfði andartaki lengur á myndina, sem horfði á móti með al- vísu, óumbreytanlegu brosi sínu, sem var, ef betur var að gáð raunum blandið. Því að myndin hafði einmitt verið tekin eftir að Víóla hafði fengið vitneskju um það, að sjúkdómur hennar, hægfara lömun væri ólæknandi. Ef bezt léti væri aðeins hægt að tefja fyrir því að hún yrði alger. Lömunin náði aldrei hámarki sínu, frú Lindegárd lézt úr lungnabólgu. Það þótti furðulegt, að sjúklingur, sem jafn vel var annazt um og sérhverju kuli bægt frá, skyldi veikjast af lungnabólgu. En hvað, sem því leið var sjúk- dómurinn henni sem af himnum sendur, því hlutu allir, sem unnu henni og vissu hvað framundan var, að fagna þeirri lausn. Úti í einu dagstofuhominu stóð stóll, er frú Lindegárd hafði setið í, þegar hún treysti sér til og vildi hvila sig frá hjólastól og rúmi. Þetta var einkar þægilegur hæginda- stóll, en þó ekki mjög mjúkur, hann var umlykjandi, studdi vel að. Gjörðin, sem í tíð frú Lindegárd hafði verið spennt á milli stólarmanna hafði verið fjarlægð. Karl Áki hafði fundið upp gerð stólsins og smíðað hann sjálfur. Við stólinn var lesborð með lampa á löngum armi, sem hægt var að sveigja á ýmsa vegu. Lísa slökkti loftljós stofunnar, en tendraði ljós á les- lampanum, skin hans var mjög milt. Þegar hún settist í stólinn hugsaði hún: Ég hef setzt í sætið hennar, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Fylli ég líka sætið, sem hún skipaði í hug og hjarta mannsins síns? Brennheitur roði hljóp frem í vanga Lísu, er hún hugsaði um altak- andi ástarfögnuð Karls Áka. Ég vil ekki og skal ekki taka allt frá þér, Víóla, vina mín, en ekki get ég að því gert, þó að það sé ég, sem lifi og hann hefur hjá sér. Þú óskaðir líka eftir þessu sjálf, svo margt, sem þú sagðir benti til þess, hálfkveðið að vísu, en skildist þó. — Hún hrökk við, það var sem ómjúklega hefði verið við henni ýtt, er hún minntist draumsins. Hann, sem ávallt hafði tekið svo mikið á hana, að hún var lengi að jafna sig, hafði nú sem snöggvast liðið henni úr minni. Sama veru- leikamyndin hafði þó komið fram sem fyrr: Mennimir tveir, sem á hana réðust til að ná af henni peningunum, sem hún hafði verið beðin um að taka heim með sér og varðveita til næsta dags, er eigandinn vitjaði þeirra til hennar í sölutuminn. Peningunum varð hún að bjarga, hún hugsaði meira um þá en sjálfa sig. Hún hljóp og hljóp eins og sá hleypur, sem á fótum sínum fjör að launa, en hafði samt hugsun á því að reyna að villa um fyrir mönn- unum með ýmsum útúrkrókum, en hvert, sem hún reyndi að flýja lenti hún alltaf í blindgötu, eða einhverri annars konar torfæru og komst því aldrei út úr hinurrr ægilega vítahring. Mennirnir tveir vom stundum í hvarfi, þó að alltaf vissi hún af þeim á næstu grösum, og oftast voru þeir á hælum hennar unz þeir náðu henni og hún snerist til varnar, viti sínu fjær af skelfingu og albúin að láta fyrr lífið en peningana. Hú klóraði, beit og sparkaði, en NÝTT KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.