Nýtt kvennablað - 01.03.1967, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.03.1967, Blaðsíða 14
var ofurliði borin. Og aldrei brást það, að þegar baráttan var hörðust sá hún Sören. Ýmist á labbi með hendur í vösum, ósnortinn af því, sem var að gerast, eða hann stóð álengdar, hreyfingarlaus og horfði á líkt og þetta væru meinlaus slagsmál milli tveggja jafnvígra stráka, sem rétt- ast væri að láta þá útkljá sjálfa. Kannski var honum skemmt. Lísu virtist glott hans illyrmislegt eins og honum fyndist þetta mátulegt á hana og gæti með köldu blóði horft á það, að henni væri misþyrmt, jafnvel séð hana drepna. Sú sálarkvöl, sem þetta olli hermi í draumnum, var jafnvel enn sárari en níðingstök árásarmannanna, sem voru alveg að yfirbuga hana, og í sumum draumum tókst það, svo að hún lá rænd og vamarlaus fyrir fótum þeirra, og þeir áttu þess alls kostar að gera henni ennþá meira illt en ræna hana — en Sören, sem stóð álengdar og sá hverju fram fór glotti aðeins og hafðist ekki að. — Sören hefði getað hafzt eitthvað að. Aldrei hefði þetta komið fyrir, ef hann hefði látið sér nokkurn skapaðan hlut annt um hana, eða nennt að gera henni til geðs. (Framh.) LÍTIL SAGA AF LITLUM DRENG (Framh. af bls. 7.) Drengurinn: „Af hverju em sumir menn þá vondir og em að hrekkja, fyrst guð er í þeim?“ Amman: „Þú spyrð um svo margt, sem ég get ekki svarað eins og vera bæri.“ Drengurinn: „Æ, litla amma mín, nú er ég búinn að reka þig á stampinn." Amman: „Ekki er það nú, góði minn, ég sé ennþá við þér, þó þú sért 7 ára. Það er hugurinn, sem stjórnar at- höfnum okkar, sálin í okkur. Ég skal sýna þér það á ein- faldan hátt, sem þú skilur vel. Þú ætlar að fara að byggja þér hús úr kubbunum þínum. Fyrst hugsar þú um, hvernig þú ætlar að hafa húsið, svo segir hugurinn hönd- unum hvernig það á að vera, annars yrði ekkert hús, að- eins skýjaborgir. Svona er það með allt sem gert er, og allt sem við lærum, því stjómar hugurinn, það er að segja sálin í okkur.“ Drengurinn: „En er guð bara ekki uppi f himninum?" Amman: „Jú, líka þar, hann er alls staðar, í öllu sem lifir.“ Drengurinn: „í öllu, guð? í honum Blesa, hennar Jónu, Blesi sem er slægur." Amman: „Já, líka í honum.“ Drengurinn: „Er guð líka í kúnum, í blómunum, í ána- maðkinum og flugunni?" Amman: „Já, alls staðar, í öllu sem lifir.“ Drengurinn: „Hvað á ég að gera, fyrst guð er alls staðar, sér allt og heyrir allt og veit víst allt líka?“ Amman: „Þú átt að vera góður drengur, þá verður þér allt til góðs, sem þú hugsar og gerir.“ Drengurinn: „Amma mín, er ekki nóg að ég lesi versin mín kvölds og morgna?“ Amman: „Jú, ef við breytum eins og stendur í versun- um, að maður eigi að gera.“ Drengurinn: „Nú hefur þú rekið mig á stampinn, amma ~ mín, án þess að kalla mig skýjaglóp,*1 Guðrún H. Hilmarsdóttir, húsmæðrakennari FISKKÖKUR MEÐ 500—600 g beinlaus fiskur 100 g bcinlaust, feitt saltkjöt 2—3 kartöflur 1 egg 1 dl mjólk SALTKJÖTI 1 tsk salt, y.\ tsk pipar brauðmylsna, smjörlíki 2 dl fisksoð 1 dl mjólk eða rjómabland 2 msk tómatkraftur. Fiskur, kjöt, salt og pipar er saxað tvisvar í söxunarvél. Kartöflumar em saxaðar með í síðara skiptið. Egginu er hrært saman við, og síðan mjólkinni smátt og smátt. — Úr dciginu em mótaðar kringlóttar, flatar kökur, sem velt er upp úr brauðmylsnu og brúnaðar í smjörlíki, ca. 5 mín. á hvorri hlið. Rjómablandi, fisksoði og tómatkrafti er hellt á pönnuna og bollurnar soðnar við hægan hita í nokkrar mínútur. Bornar fram með soðnum kartöflum og ■hráu grænmetissalati. Sósuna má þykkja með dálitlum hveitijafningi eða kartöflumjölsjafningi ef vill. FISKDEIG J/2 kg saxaður fiskur salt, pipar, lauksalt 1 kúfuð msk kartöflumjöl 4—5 dl mjólk. 1 kúfuð msk hveiti Ef fiskurinn er saxaður heima, er bezt að saxa hann 2—3 sinnum og saxa 1 lauk með honum. Ef keyptur er saxaður fiskur má krydda hann með lauksalti. Nú er hægt að fá ýmsar þurrkaðar kryddjurtir á glösum, og eru t d. merian og bazilkum mjög góðar í fiskdeig. Notið aðeins lítið af þeim meðan hcimilisfólkið er óvant bragð- inu O/2—1 tsk). — Hveiti og kartöflumjöli er blandað saman við fiskinn og síðan er mjólkinni hrært í smátt og smátt. Gætið þess að bæta mjólkinni ekki of hratt út í, því þá vcrður deigið ósamfellt og sundurlaust. Úr þessu deigi má búa til hvort heldur er soðnar eða steiktar fisk- bollur, eða fiskrönd, sem soðin er í bökunarmóti í vatns- baði. En deigið má hafa misþykkt eftir því í hvað á að nota það, þynnst í fiskröndina og þéttast í soðnar fisk- bollur. Ú R B R É F I Ég kæri mig ekki um að rekja raunir mínar — sem ef til vill veiktu hugrekki hinna. Okkur verður að skiljast, að okkur er ekki ætlað lánið eitt. Við búum á brimóttri strönd. En við megum ekki leggja hendur í skaut og segja sem svo: „Nú get ég ekki meir.“ Án starfs og viðfangsefna er lífið óþolandi. „— Saumaðu hönd þína haga, syng huga þinn ríkan með Ijóð. Þá áttu þann flugham, sem fellir ei fjaðrir á ísi né glóð.“ „Sigurlaun lífsins eru ekki hvíld, heldur aðeins kostur á að halda vörninni áfram.“ Björg. 12 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.