Nýtt kvennablað - 01.03.1967, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.03.1967, Blaðsíða 9
HELGA Þ. SMÁRI: Lítil saga af litlum dreng Drengurinn: „Hvar geymir þú versin þín, amma mín?“ Amman: „Um allt spyrðu, blessað barn.“ Drengurinn: „Var þetta nokkuð ljótt?“ Amman: „Nei, en það er erfitt að svara öllum þínum spurningum.“ Drengurinn,: „Amma, veiztu að mig langar til að reka þig á stampinn?" Amman: „Því þá það?“ Drengurinn: „Mig langar að vita, hvort þú verðir vond, eins og krakkarnir, og kallir mig asna eða skýjaglóp." Amman: „Það mun ég ekki gera.“ Drengurinn: „En hvað ætlarðu þá að gera?“ Amman: „Það get ég ekki sagt þér svona fyrir fram. Þú ert að vísu aðeins 7 ára, en þú veizt samt, að þú átt ekki að vera hortugur.“ Drengurinn: „Já, ég veit það, en viltu ekki segja mér, hvar þú geymir versin þín?“ Amman: „Ég geymi þau í huga mínum, auðvitað, eins og þú.“ Drengurinn: „Ég geymi þau ekki á einum stað, eins og ' þú, ég geymi þau víða, svo þau ruglist ekki saman. Ég geymi: Láttu guð ljósið þitt . „ .hjá lampanum mínum, og Vertu yfir og allt um kring ... á koddanum mínum. Drottinn láttu mig dreyma vel ... hjá stóra steininum efst í túninu hjá bænum hennar Jónu, sem við vorum hjá í sumar. Og svo geymi ég löngu morgunbænina, þú manst? Nú er ég vaknaður, Jesú minn ... á stóra gnúpn- um, sem var á móti bæjardyrunum, en það nær alla leið upp í skýin, og svo er Vertu guð faðir, faðir minn ... í götunni, sem við rákum kýrnar eftir á morgnana." Amman: „Hvað ertu að segja, bam? Lætur þú kýrnar traðka á versunum þínum? Guð hjálpi þér, barn.“ Drengurinn: „Nei, amma mín, versin eru langt fyrir ofan kýrnar, þau eru í hlykkjum, eins og gatan.“ Amman: „Hvað skyldi koma næst hjá þér? Hvar hef- urðu „Faðirvorið“?“ Drengurinn: „Það hef ég hérna á þilinu, frá glugganum og alla leið út að hurð. Það er svo langt, eins og þú veizt.“ Amman: „Þú ert sannarlega ekki kyrr með hugann, þegar þú ert að lesa versin þín. Þarftu að hafa þau svona út um allar jarðir?“ Drengurinn: „Ég veit ekki, af hverju þau eru þarna, þau vilja bara vera þarna, og ég lofa þeim það, ég veit þá líka að þau ruglast ekki. Líka hef ég gaman af að ferðast með þeim. Ef ég læri fleiri vers, þá finna þau sér nýjan stað. En þú ruglar öllum versunum þínum í einn poka í huganum, amma mín, þú kannt svo mörg, þú átt að hafa þau á vísum stað eins og ég.“ Amman: „Hugurinn er ekki neinn sérstakur hlutur, væni minn, ég veit ekki hvort ég get gert þér það skiljan- legt, þú ert svo ungur ennþá. En hugurinn er ekki neinn sérstakur hlutur, hann er sálin í okkur og guð er í sál- inni, hann er í öllu sem lifir. Guð er alls staðar.“ Drengurinn: „Er guð alls staðar? f sálinni? Sér hann allt? Heyrir hann allt?“ Amman: „Já, allt.“ framh. á bls. 12 7

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.