Morgunblaðið - 05.10.2009, Síða 1
Hulda Gunn-
laugsdóttir
stýrði hópi sem
skilaði aðgerða-
áætlun um nið-
urskurð í heil-
brigðiskerfinu til
heilbrigðisráðuneytisins. Hún er
forstjóri Landspítalans og fór í
ársleyfi 1. október. Starfar þann
tíma sem verkefnastjóri fyrir
Óslóarsjúkrahúsið. Björn Zoëga
er forstjóri í hennar stað.
Skilaði inn áætlun
M Á N U D A G U R 5. O K T Ó B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
270. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«BIRGIR SIGURÐSSON
VERKIN TALA SJÁLF FYRIR
HANN ÞEGAR ÞAU BIRTAST
«TÍSKUVIKAN Í PARÍS
Stálskálar á höfði
næsta vor og sumar
Arnar Grétarsson segir að sigur
Breiðabliks á Fram í úrslitaleik bik-
arkeppninnar á laugardaginn sé sín
langstærsta stund á löngum ferli í
fótboltanum.
ÍÞRÓTTIR
Langstærsta
stund Arnars
Akureyringar mæta með hörkulið
til leiks á Íslandsmóti karla í hand-
bolta í vetur. Þeir hafa fengið tvo
reynda jaxla í hópinn sem er bara
skipaður leikmönnum að norðan.
Eintómir norðan-
menn í liðinu
Kvennalið KR og karlalið Grinda-
víkur kræktu í fyrstu bikarana á
nýju keppnistímabili í körfubolt-
anum með því að vinna úrslitaleiki í
Laugardalshöllinni í gær.
KR og Grindavík
kræktu í bikarana
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
SÁ flati niðurskurður sem stefnt er
að á Landspítalanum er hættulegur,
að mati Huldu Gunnlaugsdóttur, for-
stjóra Landspítalans. „Við höfum að-
eins einn slíkan spítala á Íslandi, sem
er öryggisnet fyrir allt landið. Þess
vegna verður fyrst að leita allra leiða
til að ná heildarhagræðingu í heil-
brigðiskerfinu.“
Hún segist alltaf hafa verið á móti
flötum niðurskurði. „Það er auðveld-
asta leiðin, en þá er ekki tekið á
vandanum. Það þarf að gera stærri
breytingar á þjónustu spítalanna og
auðvitað er Landspítalinn þar ekki
undanskilinn. En ef ráðist er í upp-
sagnir á 450-500 manns á Landspít-
alanum, þá hefur það áhrif á örygg-
isnetið. Samkvæmt nýlegri úttekt
erum við með þriðju mestu gæðin í
heilbrigðisþjónustu á OECD-svæð-
inu, og eflaust höldum við því ekki,
en ég vil að þjónustan sé nógu góð.
Við vitum að það verður ekki bara
niðurskurður á næsta ári, heldur líka
árin 2011 og 2012. Þess vegna verður
að gera það sem rétt er og hag-
kvæmt.“
Hulda hefur skilað af sér aðgerða-
áætlun til heilbrigðisráðuneytisins,
sem hún vann ásamt fleiri sérfræð-
ingum. „Þar er nákvæm heildarverk-
efnaáætlun fyrir árið 2010 með aðal-
áherslu á Kragasjúkrahúsin, sem
unnin var í samráði við stjórnendur
þar. En það þarf að fara yfir alla
starfsemina, spítala og heilsugæslu-
stöðvar, og einnig stjórnsýsluna,
heilbrigðisráðuneytið, landlæknis-
embættið, lýðheilsustöð og sérfræði-
þjónustuna. Það þarf að búa til að-
gerðaáætlun til þriggja ára um það
hvernig mæta má þeim fjárhagslega
niðurskurði sem ráðast þarf í vegna
kreppunnar,“ segir Hulda.
Í áætluninni sem verkefnahópur-
inn hefur skilað af sér, og bar yf-
irskriftina „Frá orði til athafna“, var
miðað við að ráðherra gæti tekið
ákvarðanir strax 9. október. | 11
Flatur niðurskurður á
Landspítala hættulegur
Telur uppsagnir á 450-500 manns á Landspítalanum skerða öryggisnetið
VALUR sigraði Breiðablik í úrslitaleiknum í bikarkeppni kvenna í fótbolta
í gær, 5:1, en staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma. Valskonur skoruðu
fjögur mörk í framlengingunni og hetja þeirra var Laufey Ólafsdóttir sem
tók fram skóna á ný á miðju sumri eftir fjögurra ára hlé. | Íþróttir
VALSKONUR BIKARMEISTARAR Í ELLEFTA SINN
Morgunblaðið/Golli
SKRIFAÐ var undir lánssamning
milli Póllands og Íslands í gær.
Lánið nemur 630 milljónum pólskra
slota, eða um 25 milljörðum ís-
lenskra króna. Útborganir lánsins
eru háðar endurskoðun Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins – og fæst því
ekkert greitt fyrr en lausn finnst á
Icesave-deilunni. Íslensk sendi-
nefnd fundaði jafnframt með Rúss-
um í gær um mögulegt lán, og
munu fundir halda áfram í dag. Þá
hitti Steingrímur J. Sigfússon Alist-
air Darling, fjármálaráðherra
Breta, og ræddi óformlega við hann
um Icesave-málið. Hann hittir fjár-
málaráðherra Hollands í dag vegna
sama máls. »2
Fáum lán frá Póllandi og
rætt um lán frá Rússum
BÆTA þarf við
15-20 störfum í
þörungaverk-
smiðjunni á
Reykhólum
gangi áætlanir
um vinnslu mjöls
úr þara og þangi
eftir. Þör-
ungaverk-
smiðjan hefur nú keypt nýtt skip,
Fossá ÞH, sem mun leysa gömlu
Karlseyna af hólmi.
Tilraunasending fer fljótlega ut-
an til Frakklands, en Frakkar eru
langt komnir með að vinna nátt-
úrulegt sýklalyf úr þara. »7
Frakkar vinna sýklalyf
úr þara frá Reykhólum
INDRIÐI H. Þorláksson, aðstoð-
armaður fjármálaráðherra, lagði
fram minnisblað á fundi efnahags-
og skattanefndar Alþingis í mars sl.
sem þáverandi ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu.
Á minnisblaðinu lagði hann til að
frumvarp um fjárfestingarsamning
við álver Norðuráls í Helguvík, yrði
endurskoðað og skattur á fyr-
irtækið aukinn. Samningar vegna
Alcoa-Fjarðaráls yrðu einnig end-
urskoðaðir í sama tilgangi. »2
Indriði lagði til skatta-
hækkun á álver í mars