Morgunblaðið - 05.10.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kan-
aríeyjum 25. október í 30 nætur á frábæru til-
boði. Þú bókar flugsæti og færð að vita 4
dögum fyrir brottför hvar þú gistir. Gríptu
tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla
áfangastað á ótrúlegum kjörum.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt
til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð frá kr. 149.900
Netverð á mann, m.v. 2-4
í herbergi / stúdíó / íbúð í
30 nætur.
Frábær ferð - 30 nætur
Stökktu til
Kanarí
25. október
frá kr. 149.900
Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur
sigrunrosa@mbl.is
„VIÐ vorum boðaðir á almennan
fund í heilbrigðisráðuneytinu fyrir
nokkrum vikum og þar var okkur
tilkynnt að stefnan væri að skera
almennt niður á bilinu 5%-8%. Stað-
an hjá okkur er þannig að samn-
ingar okkar eru að renna út núna
um áramótin,“ segir Jón Viðar
Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
(SHS), sem hefur óskað eftir við-
ræðum við heilbrigðisráðuneytið til
að fá úr því skorið hvað verður.
Jón Viðar segir erfitt að fara í
niðurskurð án þess að það bitni á
þjónustunni. Þá sé það þeirra skoð-
un að hlutur sveitarfélaga sé mun
stærri en hann ætti að vera í
rekstri slökkviliðs og sjúkraflutn-
inga og ríkið ætti að koma meira
inn í.
Jón Viðar segir að stóra spurn-
ingin sé hvort það takist samningar
fyrir næsta ár. Tíðni sjúkraflutn-
inga hefur aukist um 2%-4% á ári
og það sé orðið meira álag. Það
undirstriki að það sé hagkvæmt
fyrir alla aðila að samreka þjón-
ustuna.
„Það er okkar skoðun að það sé
besta úrræðið fyrir ríkið og sveit-
arfélögin að samreka slökkviliðið og
sjúkraflutninga. Mörg dæmi sanna
að mannafli sem nýtist á milli er
rekstrarlega hagkvæmur. Geta
hvors aðila fyrir sig til að glíma við
stór verkefni er líka meiri.“
Helstu tekjur SHS hafa komið
frá Flugstoðum auk ríkis og sveit-
arfélaga. Flugstoðir sögðu upp
samningi sínum við SHS í febrúar
og rennur hann út 1. mars á næsta
ári. Jón segir að með hliðsjón af
bæði niðurskurðinum og uppsögn
samningsins verði reynt að leggja
áherslu á að tryggja atvinnu hans
manna og reyna að finna nýjar leið-
ir til að fá aukið fé í reksturinn.
Með dýrari einingum
„Ég sé ekki annað en að það sé
verið að skera niður hjá þeim sem
eru með beina samninga við heil-
brigðisráðuneytið, þ.e. höfuðborgar-
svæðið, Akureyri og Keflavík. Það
eru þeir sem eru að vinna þetta
með lægsta einingaverðið,“ segir
Sverrir Björn Björnsson, formaður
Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna. „Heilbrigð-
isráðuneytið er með heilbrigðis-
stofnanir sem vinna þetta sjálfar
með miklu hærra einingaverði.“
Óvissa um sjúkraflutninga
Í HNOTSKURN
»Sjúkraflutningar vorufluttir yfir til ríkis frá
sveitarfélögum árið 1990.
»Þá var hlutur ríkisins íkostnaði SHS um 42% en
er í dag kominn niður í 23% á
kostnað sveitarfélaga.
»Allir starfsmenn SHS erumenntaðir bæði sem
sjúkraflutningamenn og
slökkviliðsmenn.
Sjúkraflutningar skornir mest niður þar sem þjónustan er hagkvæmust
Slökkviliðsstjóri SHS óskar eftir viðræðum Samningar renna út um áramót
Morgunblaðið/Jim Smart
Slys Að störfum í sjúkrabíl.
BANDARÍKJAMAÐUR áði sína fyrstu Íslandsnótt í
tjaldi á Arnarhóli eftir að hafa gengið sunnan úr Leifs-
stöð. Hann vildi tjalda í miðbænum og spurði um Arn-
arhól. Í upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn fékk hann
þau svör að strangt til tekið væri ekki bannað að tjalda
þar, þó slíkt tíðkaðist ekki. Aðspurður sagði Bandaríkja-
maðurinn að hávaðasamt hefði verið á Arnarhóli í fyrri-
nótt, enda þótt enginn hefði þó ónáðað hann sérstaklega.
Morgunblaðið/Golli
Áði sína fyrstu Íslandsnótt á Arnarhóli
Tjaldaði í miðborginni
BRYNDÍS Ísfold
Hlöðversdóttir
hefur ákveðið að
hætta sem vara-
borgarfulltrúi
Samfylking-
arinnar. Hún seg-
ist hætta í fullri
sátt við borg-
arstjórnarflokk-
inn. Nýverið
sagði Bryndís af
sér sem formaður Jafnréttisvakt-
arinnar, að eigin sögn vegna
óánægju með seinagang núverandi
félagsmálaráðherra, Árna Páls
Árnasonar, við ákvörðunartöku um
starfsemi hópsins. Bryndís segir
málin ekki tengjast. Hún hafi tekið
ákvörðun um að bjóða sig ekki fram
í næsta prófkjöri borgarstjórn-
arflokksins, þar sem hún ætli að
hverfa til annarra verkefna.
Bryndís Ísfold
Hlöðversdóttir
Bryndís Ísfold
hættir í pólitík
DAGNÝ Ósk
Aradóttir Pind
var kosin for-
maður Ungra
jafnaðarmanna á
landsþingi sam-
takanna í Iðnó
um helgina. Tek-
ur hún við af
Önnu Pálu
Sverrisdóttur
sem gaf ekki kost
á sér áfram. Dagný er 24 ára meist-
aranemi í lögfræði við Háskóla Ís-
lands og starfar einnig í hlutastarfi
á markaðs- og samskiptasviði skól-
ans. Sat hún m.a. í stjórn Röskvu og
stúdentaráði.
Dagný formaður UJ
í stað Önnu Pálu
Dagný Ósk
Aradóttir Pind
JÖRÐ hefur skolfið undanfarna sól-
arhringa í nágrenni Herðubreiðar
norður af Vatnajökli. Öflugasti
skjálftinn mældist 3,1 stig á Ricther
laust eftir miðnætti í fyrrinótt en
upptökin voru í Herðubreið-
artöglum, suðvestur af fjallinu
fræga.
Tveir skjálftar, sem mældust 2,7
og 2,8 stig, urðu á svipuðum tíma á
sömu slóðum. Alls höfðu á áttunda
tug skjálfta mælst á svæðinu síð-
degis í gær.
„Þetta er ekki óvenjulegt og
svona hrinur hafa oft komið áður.
Snörpustu skjálftarnir í þessari lotu
voru rétt rúm þrjú stig, áttu upptök
sín á allt að tveggja kílómetra dýpi
og ég býst ekki við að fólk hafi al-
mennt fundið þá,“ sagði Guðjón
Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í
samtali við Morgunblaðið.
Jarðskjálftar
við Herðubreið
FRAMLÖG til kvikmyndasjóða
verða skorin niður um 200 milljónir
króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi
fyrir árið 2010.
Stjórn Sambands íslenskra kvik-
myndaframleiðenda segir þetta
beina aðför að mannaflsfrekri
sprotagrein sem hafi verið í miklum
vexti og að með niðurskurðinum tap-
ist um hundrað ársverk.
Segir stjórn SÍK á vefsíðu sinni
niðurskurðinn undarlegan, enda
staðreynd að þeir sem fá framlög úr
sjóðnum nái vanalega að sexfalda
framlögin með annarri fjármögnun
til kvikmyndagerðar.
Er bent á að bein áhrif af niður-
skurði þýði að ekki verði af fram-
leiðslu tveggja kvikmynda, tveggja
sjónvarpsþáttaraða og að minnsta
kosta fjögurra til fimm heimilda- og
stuttmynda.
Hefur stjórn SÍK þegar fengið
fund með menntamálaráðherra til að
„komast til botns í því hvernig standi
á því að þessi stórfelldi niðurskurður
bitni eingöngu á einni menningar-
tengdri grein“.
Kvik-
myndagerð
klippt niður
100 ársverk tapast
BORGARÍSJAKA rak inn á Ön-
unarfjörð í gærmorgun. Þetta er
ekki einsdæmi en algengra er þó að
til stakra jaka sjáist út af Norður-
landi en á innfjörðum vestra. Í flest-
um tilvikum er hafís á þessum tíma
árs rekís sem kemur úr Grænlands-
jökli. Jakarnir, sem sáust vel frá
Flateyri, lónuðu út af Ingjalds-
sandi.
„Þetta eru stórir jakar sem var
mjög óvænt að sjá þegar ég kom á
stjá í morgun. Ég lét veðurstofuna
strax vita og í dag hef ég séð báta
frá Flateyri sigla þarna í kring.
Núna er útfall hér í firðinum en jak-
arnir, sem eru að brotna í tvennt,
hreyfast hvergi, sem bendir til að
þeir hafi strandað,“ sagði Elísabet
Kristjánsdóttir, bóndi á Sæbóli á
Ingjaldssandi, í samtali við Morg-
unblaðið síðdegis í gær.
Guðjón Guðmundsson á Flateyri
sigldi út að jökunum og sagði ann-
an jakann á ellefu faðma dýpi en
hinn á sextán. Þeir væru greinilega
fastir en dýptin segði nokkuð um
stærð. Ofan sjávar væru jakarnir
um það bil fjórir metrar á hæð.
sbs@mbl.is
Hafís rak
inn á Ön-
undarfjörð
Ljósmynd/Katrín Björk Guðjónsdóttir
Hafís Jakarnir eru um það bil fjórir metrar á hæð að mati sjómanna sem
sigldu að þeim. Síðdegis í gær voru jakarnir að brotna í sundur.