Morgunblaðið - 05.10.2009, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.10.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009 Margvíslegar breytingar sem ætlað er að renna styrkari stoðum undir atvinnulífið verða gerðar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss, sem gildir til 2014. Nýtt iðn- aðarsvæði vestan við byggðina í Þorlákshöfn hefur verið skipulagt sem og svæði til iðnaðar og orku- vinnslu á Hellisheiði. Bitra aftur á skipulag Bitruvirkjun er komin aftur inn á skipulag, en reiturinn sem henni er markaður hefur verið minnkaður og færður fjær hverasvæði á Ölkeldu- hálsi. Jafnframt verða virkjunin og lagnir að henni að mestu huldar í jörð. Telja sveitarstjórnarmenn í Ölfusi að með því sé komið til móts við sjónarmið þeirra sem andmælt hafa virkjun. Ekki er þó einhugur um slíkt. Skv. því sem greint var frá í gær verða bæjarstjóranum í Ölfusi í dag afhent andmælabréf vegna skipulagsbreytinganna, þá aðallega vegna Bitrusvæðisins. Við undirbúning að byggingu Bitruvirkjunar hefur, að sögn Ing- ólfs Hrófssonar sviðsstjóra nýrra virkjana hjá Orkuveitu Reykjavíkur, verið kappkostað að virkjunin og tengd mannvirki falli sem best inn í landslagið. „Á Hellisheiði var stefnt að glæsilegri byggingu, en í Bitru verður allt kapp lagt á að fella mann- virki sem best að landi til að draga úr sýnileika þeirra,“ segir Ingólfur. Skipulagt og tilbúið „Hér bjóðast margir möguleikar fyrir atvinnustarfsemi,“ sagði Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi þegar hann kynnti skipulagsbreyt- ingarnar. Hann segir fleira hanga á spýtunni. Í Ölfusi séu góðir skólar, íþróttaaðstaða og fleira sem séu veigamiklir áhrifaþættir í staðarvali fyrirtækja enda vilji stjórnendur að þeirra fólk hafi sem bestar aðstæður til tómstundaiðkunar. Sé slíkt ein- faldlega forsenda þess að fólk njóti sín í starfi. Vestan við byggðina í Þorláks- höfn, við nýja Suðurstrandarveginn sem kemst í gagnið innan tíðar, hef- ur verið skipulagt iðnaðarsvæði, alls 535 ha. Þar er gert er ráð fyrir ým- iskonar starfsemi. Mikilvægt er, að sögn bæjarstjórans, að hafa svæði fyrir atvinnustarfsemi skipulagt og tilbúið. Slíkt sé í raun forsenda þess að hlutir geti gengið greitt fyrir sig. Iðnaður þarf góða höfn Á síðustu árum hafi á þriðja tug erlendra aðila kynnt sér staðhætti í Ölfusi með uppbyggingu þar í huga; fyrirtæki í álframleiðslu, sólarkísil- vinnslu og fleiri. Slíkur stóriðnaður kallar á góða hafnaraðstöðu. „Höfnin er lífæð okkar,“ segir Ólafur Áki. Fyrir nokkrum misser- um var lokið við stækkun hafnarinn- ar sem nú getur tekið á móti allt að 130 tonna skipum. Þá hafa verið gerðar áætlanir um byggingu enn stærri hafnar, þar sem skip allt að 220 metrar á lengd gætu lagst að bryggju. Kostnaður við þá fram- kvæmd er áætlaður á bilinu fimm til sjö milljarðar króna. Sjávarútvegur hryggjarstykkið En hvað sem iðnaðaruppbyggingu líður er sjávarútvegurinn þó jafnan hryggjarstykkið í atvinnulífi í Þor- lákshöfn. Sú starfsemi hefur verið í sókn að undanförnu og fiskvinnslu- fyrirtækin hafa verið að bæta við sig starfsfólki, segir bæjarstjórinn. Skipuleggja 535 hektara iðnaðarsvæði í Þorlákshöfn Í HNOTSKURN » Reiturinn sem Bitruvirkj-un er markaður minnkar og færist fjær hverasvæðinu á Ölkelduhálsi. »Vestan við byggðina í Þor-lákshöfn, við nýja Suður- strandarveginn, verður alls 535 ha. iðnaðarsvæði. »Sjávarútvegurinn erhryggjarstykkið í atvinnu- lífi í Þorlákshöfn. Sú starfsemi hefur verið í sókn. »Áætlanir um bygginguhafnar, þar sem skip allt að 220 metrar á lengd gætu lagst að bryggju. Kostnaður gæti orðið fimm til sjö millj- arðar.Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bitra Ingólfur Hrólfsson kynnti staðhætti á virkjunarslóðum á Hellisheið- inni. Stöðvarhús verður niðurgrafið og umhverfisáhrifum haldið í lágmarki. Því er mótmælt að Bitruvirkjun sé aftur komin inn á skipulag Breytingar á aðalskipulagi Ölfuss 2002-2014 Nýtt iðnaðarsvæði vestan Þorlákshafnar Skipulögð hefur verið breytt landnotkun vestan Þorlákshafnar úr opnu óbyggðu vatnsverndar- svæði í iðnaðarsvæði. Til verða þrjú ný svæði fyrir orkufrekan iðnað og matvælaiðnað, samtals 535 ha. Bitruvirkjun Skipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis fyir Bitruvirkjun sem var frestað, er nú tekið aftur inn í aðalskipulag. Framkvæmdasvæði Bitruvirkjunar hefur verið minnkað úr 675 ha í 285 ha eða um tvo þriðju, um leið og svæðið er fræt fjær hverasvæðinu á Ölkelduhálsi. Stækkun iðnaðarsvæðis á Hellisheiði Framkvæmdasvæði á Hellisheiði stækkar um 50 ha annars vegar vegna færslu á núverandi svæði rétt vestan við tengivirki Landsnets og hins vegar vegna stækkunar til suðurs þar sem skilgreind er lagnaleið. Dæmi um breytingar Ólafur Áki Ragnarsson Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is GJÖFULAR náttúruauðlindir eru upplegg stóriðju. Fyrir rúmu ári tók vatnsverksmiðja fyrirtækisins Icelandic Water Holding til starfa en hún er undir heiðarbrún við Hlíðarenda í Ölfusi. Starfsemin hef- ur dafnað vel, að sögn eiganda verksmiðjunnar, Jóns Ólafssonar athafnamanns. Í dag er framleiðslan um 10 millj- ónir lítra af vatni á ári, sem fer að stærstum hluta á Bandaríkjamark- að. Hefur fyrirtækinu gengið von- um framar að ná stöðu í verslunum þar. „Vatnið hér er gott, til dæmis er steinefnagildið mjög lágt,“ segir Jón Ólafsson. Hann segir stefnt að því að framleiðslan fari í 20 millj- ónir lítra innan ekki langs tíma. „Það vatn sem rennur hér fram er meira en öll heimsneyslan í flösku- vatni. Þegar framleiðslan hér verð- ur komin í full afköst erum við að- eins að taka 0,003% af því vatni sem fellur hér fram og niður í sjó. Það ætti því enginn að þurfa að verða þyrstur niðri í Þorlákshöfn.“ Vatnið geng- ið framar vonum Vatn Jón Ólafsson með Ölfusvatn. Vonum framar hefur gengið að ná stöðu á Bandaríkjamarkaði. FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is M eira en þriðjungur af öllum starfandi líf- eyrissjóðum lands- ins eru með þá reglu að stjórnarmenn séu annað hvort allir eða að hluta kosnir af sjóðsfélögum á ársfundum. Tillaga verður lögð fram á næsta ársfundi ASÍ um að sjóðsfélagar kjósi alla stjórnarmenn og að at- vinnurekendur hætti að tilnefna stjórnarmenn í sjóðunum. Núverandi lífeyrissjóðakerfi varð til með samkomulagi verkalýðs- hreyfingarinnar og atvinnurekenda árið 1969. Þá varð að samkomulagi að samtök launþega myndu tilnefna helming stjórnarmanna og samtök vinnuveitenda hinn helminginn. Það að lífeyrissjóðirnir urðu til vegna frumkvæðis aðila vinnumark- aðarins en ekki stjórnvalda hefur leitt til þess að forystumenn á vinnu- markaði hafa verið tregir í til að gera breytingar á kerfinu. Fram að þessu hefur verkalýðshreyfingin ekki tekið undir kröfur um að at- vinnurekendur hætti að tilnefna menn í stjórnir sjóðanna. Þeir hafa ekki „viljað rugga bátnum“. Rök vinnuveitenda fyrir því að þeir eigi að tilnefna menn í stjórn líf- eyrissjóðanna eru að þeir hafi tekið þátt í að stofna sjóðina, þeir greiði hluta iðgjaldsins og að samstarfið hafi verið farsælt. Rök þeirra sem telja að sjóðs- félagar eigi að kjósa alla stjórn- armenn eru að lífeyrissjóðirnir séu í eigu sjóðfélaga, en ekki vinnuveit- enda hvað sem líður tilurð sjóðanna. Einnig hefur verið bent á að seta vinnuveitenda í stjórn lífeyrissjóð- anna geti leitt til þess að þeir hafi áhrif á fjárfestingastefnu sjóðanna þar sem hagsmunir sjóðsfélaga séu ekki endilega í forgrunni. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er ekki í vafa um að traust og trúverðugleiki lífeyrissjóðakerfisins hafi beðið hnekki með hruni efnahagslífsins. Einn liður í að endurheimta traustið sé að sjóðsfélagar kjósi stjórnina. Verkalýðsfélag Akraness hefur lagt fram tillögu þessa efnis fyrir ársfund ASÍ sem haldinn verður í lok október. Miðstjórn ASÍ á lögum samkvæmt að veita umsögn um til- löguna. Vilhjálmur segir að tillaga félagsins hafi valdið titringi meðal forystumanna verkalýðshreyfing- arinnar en hins vegar hafi hann fengið eindreginn stuðning við hana frá almennum launamönnum. Mið- stjórn ASÍ hefur rætt um að setja málið í þann farveg að óska eftir við- ræðum við SA um endurskoðun á samningi samtakanna um lífeyr- issjóði í heild sinni. Vilhjálmur segir að slík tillaga hafi þann eina tilgang að drepa málinu á dreif. Fleiri sjóðir kjósa á ársfundum Á síðustu árum hafa margir líf- eyrissjóðir sameinast sem hefur kallað á endurskoðun samþykkta sjóðanna. Nokkrir sjóðir hafa notað tækifærið og breytt reglum þannig að fulltrúar launþega séu kosnir á ársfundum. Þetta á t.d. við lífeyr- issjóðina Stapa og Festu. Ragna Larsen, sem situr í stjórn Festa, segir að þrír lífeyrissjóðir hafi sam- einast við stofnun Festa, þ.e. lífeyr- issjóðir á Vesturlandi, Suðurnesjum og Suðurlandi. Lífeyrissjóður Suð- urlands hafi alltaf kosið fulltrúa launþega beinni kosningu á árs- fundum. Þetta hafi gefist vel. Fleiri kjósa fulltrúa sína beint Morgunblaðið/Golli Ársfundur Stjórn VR og Samtök atvinnulífsins tilnefna stjórnarmenn Líf- eyrissjóðs verslunarmanna. Víða eru stjórnarmenn þó kosnir á ársfundum. Ársfundur ASÍ mun taka til um- ræðu tillögu um að allir stjórn- armenn í lífeyrissjóðum séu kosnir beinni kosningu á árs- fundum.        $ <   '    < = <    <! 0 <   !<    <    <    <&    <&!$ 8(<    <>   < $<  ?  < !   <0(  <+     + $  <   $ 8  <  8$ <  8   <  ?    $< !  <)!   5 @ @ @ @ @ 9 9 @ @ @ 3         <A <<  $ < <      <<    <A <<  $ < <!  <  ? $<<   $ <$ !<  <  $< $< !  < <  

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.