Morgunblaðið - 05.10.2009, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009
08:00 Morgunverður
08:30 Fundur hefst
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
framkvæmdastjóri ALS, kynnir skýrslu
Jón Þorvaldur Heiðarsson,
lektor við viðskipta- og raunvísindadeild
Háskólans á Akureyri, fjallar um málefnið.
Umræður
09:30 Fundarlok
Fundarstjóri:
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður
Dagskrá:
Í nýrri skýrslu AtvinnuLífsins Skóla er fjallað um raforku-
verð á Íslandi 1997 – 2008 og áhrif aukinnar raforkusölu
til orkufreks iðnaðar á raforkuverð á almennum markaði.
Skýrslan verður kynnt og rædd á fundinum.
Morgunverðarfundur
miðvikudaginn 7. október
Háteig, Grand Hótel Reykjavík
Raforkuverð
til stóriðju og til almennings
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis, en
nauðsynlegt er að skrá þátttöku í síma 588 4430 eða
með tölvupósti til the@samorka.is
Jóhannes Geir
Sigurgeirsson
Jón Þorvaldur
Heiðarsson
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
KVIKMYNDATÓNLIST
JOHN WILLIAMS
John Williams hefur samið tónlist við fleiri
ódauðlegar bíómyndir en nokkur annar fyrr eða
síðar og hefur hann verið tilnefndur til alls
45 Óskarsverðlauna. Tónlist hans er oft samin
fyrir stóra og glæsilega sinfóníuhljómsveit þar
sem spennan nýtur sín til fulls.
Þetta eru tónleikar sem engir áhugamenn um
kvikmyndir og góða tónlist mega láta fram hjá
sér fara!
Tryggðu þér miða í síma 545 2500 eða
á www.sinfonia.is
22.10.09
„Megi mátturinn vera með þér“
Obi-Wan Kenobi, Star Wars
Fim. 22.10.09 » 19:30
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
FLUGFÉLAGIÐ Ernir hefur fjölg-
að ferðum á Sauðárkrók í vetur
vegna aukinnar eftirspurnar. Þó að
einhver fækkun sé jafnan á farþeg-
um yfir sumartímann þá eykst eft-
irspurnin verulega yfir veturinn.
Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og
markaðsstjóri félagsins, segir að síð-
asta vetur hafi margsinnis myndast
biðlistar eftir flugi kringum helgar,
en Ernir hafa bætt við ferðum á
föstudegi og mánudegi. Er nú flogið
alla daga norður nema á laug-
ardögum.
Þá hefur félagið einnig ákveðið að
bjóða upp á fríar rútuferðir á milli
Siglufjarðar og Sauðárkróks í
tengslum við áætlunarflugið. Ásgeir
segir að með þessu sé verið að gera
Siglfirðingum kleift að fljúga á sama
verði og Sauðárkróksbúar og nær-
sveitamenn, án þess að þurfa að
leggja út í kostnað við ferðir á flug-
völlinn, sem taka um klukkutíma. Að
sögn Ásgeirs hafa Siglfirðingar ver-
ið 7-8% farþega á Sauðárkrók, en
Ernir flytja þangað um 700 manns á
mánuði yfir vetrartímann. Áætl-
unarflug þangað hófst í byrjun árs
2007 og hefur aukist jafnt og þétt
síðan.
Félagið sinnir einnig áætl-
unarflugi á Höfn í Hornafirði, Bíldu-
dal og Gjögur og segir Ásgeir Örn að
farþegum á þessa staði hafi einnig
fjölgað, sér í lagi á Hornafjörð og
Bíldudal, en að mestu leyti er flogið
með vörur til Gjögurs.
Ríkissjóður styrkir áætlunarflug
á þessa staði, með samningi sem
gerður var til þriggja ára árið 2007,
með möguleika á framlengingu í tví-
gang til tveggja ára. Ásgeir Örn seg-
ist reikna með að þessi samningur
verði framlengdur.
Auk áætlunarflugsins sinna Ernir
leiguflugi hér innanlands og milli
landa, ásamt útsýnis- og ljósmynda-
flugi með ferðamenn. Þá er félagið
með samning við ríkið um sjúkraflug
til Norðurlanda með sjúklinga sem
þurfa að fara í bráðaaðgerðir.
Umsvifin hafa aukist
Ernir eru með sex flugvélar í
rekstri, þar af tvær 19 sæta skrúfu-
þotur. Starfsmenn félagsins eru um
40 yfir sumartímann en kringum 35
yfir veturinn. Hafa umsvifin aukist
töluvert eftir að félagið fór út í áætl-
unarflugið.
„Við horfum bjartsýn fram á veg-
inn og látum kreppuna ekkert á okk-
ur fá, það þýðir ekkert annað,“ segir
Ásgeir Örn.
Ernir hækka flugið
Fjölga flugferðum á Sauðárkrók til að mæta stóraukinni
eftirspurn yfir veturinn Fríar rútuferðir frá Siglufirði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ernir Flugfélagið hefur yfir sex vélum að ráða, þar á meðal tveimur 19 sæta
skrúfuþotum. Farþegum hefur fjölgað á alla áfangastaði félagsins.
Í HNOTSKURN
»Flugfélagið Ernir varstofnað árið 1970 af Herði
Guðmundssyni flugstjóra, sem
enn stýrir félaginu.
»Vegna breytinga í innan-landsfluginu ákváðu
stjórnendur félagsins að hætta
rekstri árið 1995 og flugvél-
arnar voru seldar. Starfsemin
hófst svo að nýju árið 2003
með nýjum áherslum.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn