Morgunblaðið - 05.10.2009, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009
Páll Vilhjálmsson blaðamaðurskrifar í pistli sínum: „Nú-
verandi ríkisstjórn getur ekki
beðið um nýjar viðræður við
stjórnvöld í London og Haag.
Það verður að vera ný rík-
isstjórn sem gerir það.
Steingrímur J. kemur eftirhelgi úr leið-
angri til Tyrk-
lands þar sem
hann hittir m.a.
fjármálaráð-
herra Breta og
Hollendinga.
Áður hefur Öss-
ur hitt
utanríkis-
ráðherra sömu
þjóða.
Komi Steingrímur J. tóm-
hentur heim, eins og Össur, er
morgunljóst að Icesave-
samningurinn er fallinn.
Meginrök talsmanna rík-isstjórnarinnar fyrir því
að hún skuli sitja áfram eru
þau að enginn valkostur sé við
sitjandi stjórn.
Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur eiga að búa til
þennan valkost með því að
bjóða Vinstri grænum að verja
minnihlutastjórn þeirra falli.
Minnihlutastjórn VG yrði umlágmarksverkefni; ganga
frá fjárlögum ársins 2010, fá
nýja samninga við Breta og
Hollendinga um Icesave, end-
urskoða samstarfið við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn, ganga
á milli bols og höfuðs á afgangi
útrásarinnar og sjá um fram-
kvæmd á skuldaaðlögun heim-
ilanna.
Verkefnin yrðu unnin af
ríkisstjórn Vinstri grænna sem
fengi umboð til næsta vors en
þá yrðu kosningar.“
Þetta eru athyglisverð sjón-armið hjá blaðamanninum.
Páll Vilhjálmsson
Mælt með minnihlutastjórn
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 2 léttskýjað Lúxemborg 14 skýjað Algarve 25 heiðskírt
Bolungarvík 1 skýjað Brussel 14 léttskýjað Madríd 26 heiðskírt
Akureyri -1 skýjað Dublin 12 skýjað Barcelona 23 léttskýjað
Egilsstaðir -2 skýjað Glasgow 11 skúrir Mallorca 23 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 1 snjókoma London 16 heiðskírt Róm 25 heiðskírt
Nuuk -1 léttskýjað París 18 skýjað Aþena 25 heiðskírt
Þórshöfn 7 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Winnipeg 6 súld
Ósló 7 skýjað Hamborg 11 skúrir Montreal 14 alskýjað
Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Berlín 14 heiðskírt New York 21 heiðskírt
Stokkhólmur 7 skýjað Vín 20 léttskýjað Chicago 11 skýjað
Helsinki 9 skúrir Moskva 12 alskýjað Orlando 29 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
5. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 0.40 0,3 6.43 4,1 12.56 0,3 18.57 4,0 7:50 18:44
ÍSAFJÖRÐUR 2.48 0,1 8.41 2,1 15.02 0,2 20.52 2,1 7:58 18:45
SIGLUFJÖRÐUR 4.57 0,1 11.10 1,3 17.08 0,2 23.29 1,3 7:41 18:28
DJÚPIVOGUR 3.58 2,2 10.11 0,3 16.13 2,0 22.18 0,4 7:20 18:12
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á þriðjudag
Vaxandi norðaustanátt og víða
10-15 m/s síðdegis. Slydda
með köflum, en úrkomulítið
suðaustanlands. Frost 0 til 8
stig, en hiti um eða yfir frost-
marki að deginum.
Á miðvikudag
Norðanátt og él fyrir norðan og
austan, en bjartviðri á S- og V-
landi. Frost 0 til 8 stig, kaldast í
innsveitum.
Á fimmtudag, föstudag og
laugardag
Austlæg átt og fremur úrkomu-
samt. Heldur hlýnandi veður í
bili.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Austlæg eða breytileg átt, 3-8
m/s. Dálítil él norðan- og aust-
anlands, en annars skýjað með
köflum og slydda með köflum
eða él sunnantil. Frost 0 til 7
stig, mest inn til landsins, en
frostlaust við suður- og vest-
urströndina að deginum.
STÓRRIDDARAKROSS með
stjörnu, þriðja stig hinnar íslensku
Fálkaorðu seldist á 2.600 evrur,
jafnvirði nær 475.000 króna, á þýsku
uppboði fyrir safnara á föstudag.
Upphafsboð var 1.500 evrur.
Hinn landsþekkti safnari Magni
R. Magnússon, fyrrum Hjá Magna,
segir þetta vitni um að það sé greini-
lega áhugi fyrir íslenskum orðum.
Stórriddarakrossinn var þó ekki
eina íslenska orðan sem seldist á
uppboðinu. Einnig seldist stórridd-
arakross á 2.000 evrur, rúmar
360.000 krónur. Upphafsboð var
1.000 evrur. Þá seldist riddararkross
á 440 evrur, rétt um 80.000 krónur
en upphafsboð var 250 evrur.
Samkvæmt upplýsingum frá for-
setaembættinu eru orðustigin nú
fimm. Riddarakross er fyrsta stig
orðunnar, það sem flestir eru sæmd-
ir. Stórriddarakross er annað stig,
og þá stórriddarakross með stjörnu.
sigrunrosa@mbl.is
Fálkaorða seld fyr-
ir nær hálfa milljón
Fálkaorðan Stórriddarakross með
stjörnu er þriðja stig orðunnar.
Áhugi erlendis fyrir
íslensku orðunni
LÖGREGLAN á Suðurnesjum kom
í gærmorgun að manni sem var að
reyna að stela bíl í Reykjanesbæ.
Maðurinn, sem er sagður góðkunn-
ingi lögreglunnar, var búinn að rífa
víra og fleira undan mælaborði bif-
reiðarinnar og var að reyna að gang-
setja hana þegar lögreglan kom að
honum. Maðurinn gisti fanga-
geymslur og var sleppt að loknum
yfirheyrslum í gær.
Þá voru sex ökumenn teknir grun-
aðir um ölvun við akstur á Suð-
urnesjum í fyrrinótt, eða undir áhrif-
um ávana- og fíkniefna. Einn
ökumannanna var án réttinda.
Tókst ekki að stela bílnum
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
MIKIL umferð var um íslenska flug-
stjórnarsvæðið á laugardag. Bilun
kom upp í tölvukerfi í flugstjórnar-
miðstöð í Prestwick í Skotlandi og
þurfti því að breyta loftleiðum véla
sem voru á leiðinni frá Evrópu og
vestur um haf, inn á íslenska svæðið.
Alls fóru 363 vélar um íslenska svæð-
ið, sem er með því meira sem gerist.
Metið er hins vegar í kringum 500
flugvélar, en íslenska flugstjórnar-
svæðið er eitt það stærsta í heimi.
Fjölga þurfti um átta flugumferð-
arstjóra á vakt þegar mest var. Úr
álaginu dró síðan um miðjan daginn,
enda var kerfið í Prestwick þá komið
í samt lag svo allt gat gengið snurðu-
lítið fyrir sig og með eðlilegum hætti.
„Öll okkar plön höfðu gert ráð fyr-
ir næsta lítilli flugumferð og sam-
kvæmt því var vaktin mönnuð. Svo
tóku mál nýja stefnu. Við kölluðum í
allan þann mannskap sem þurfti til
og þannig tókst okkur að vinna úr
þessu. Okkar fólk stóð sig alveg frá-
bærlega. Atvik lík þessu eru vissu-
lega ekki algeng en koma einstaka
sinnum upp. Alltaf tekst þó að vinna
úr þeim, sem sýnir best hversu góð
samvinna flugstjórnarmiðstöðvanna
hér við norðanvert Atlantshafið í
rauninni er,“ sagði Hjördís Guð-
mundsdóttir, upplýsingafulltrúi
Flugstoða, í samtali við Morgunblað-
ið í gærkvöldi.
Umferðin var mikil en snurðulaus.
Bilun í Skotlandi jók flugumferðina