Morgunblaðið - 05.10.2009, Side 18
18 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
PÁLL G. PÁLSSON,
Arnarhrauni 5,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 6. október kl. 15.00.
Vilhelmína S. Jónsdóttir,
Anna Pálsdóttir, Ólafur Ingi Tómasson,
Jónína Steiney Steingrímsdóttir, Helgi Ívarsson,
Þórarinn Smári Steingrímsson, Elínbjörg Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuð eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
HERDÍS HERGEIRSDÓTTIR,
Móaflöt 49,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn
26. september.
Útför Herdísar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
miðvikudaginn 7. október kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Umhyggju, félag til stuðnings
langveikum börnum.
Einar H. Ágústsson,
Davíð Einarsson, Ragnhildur Óskarsdóttir,
Hergeir Einarsson, Pálína G. Hallgrímsdóttir,
Hafsteinn Már Einarsson, Kristín Jóna Kristjánsdóttir,
Einar Örn Einarsson, María Erla Marelsdóttir,
Valur Freyr Einarsson, Ilmur María Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝ Lárus L. Sigurðs-son rafvirkja-
meistari fæddist á
Kvennabrekku í Mið-
dölum í Dalasýslu 2.
júní 1931. Hann lést á
heimili sínu, Skúlagötu
20 í Reykjavík, 24.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Sigurður Ólafs-
son, bóndi á Kvenna-
brekku, f. 17. sept-
ember 1889, d.
14.janúar 1968, og
kona hans Ágústína
Sigurðardóttir, f. 16. nóvember 1895,
d. 12. apríl 1988. Systur Lárusar
voru Ingibjörg Þóra, f. 6. desember
1917, d. 16. febrúar 2007, Valgerður
Guðrún, f. 31. maí 1919, d. 13. maí
2000, og uppeldisbróðir Haraldur
Ragnarsson, f.13. júní 1928, d. 30.
maí 1972.
Lárus kvæntist 27. nóvember 1954
Jónínu Þorsteinsdóttur leikskóla-
1960. Börn þeirra eru: a) Berglind, f.
24.8. 1982, maki Sævar Þór Rafns-
son, f. 8.9. 1981, b) Eiríkur Örn, f.
13.5. 1988, c) Nína Katrín, f. 15.9.
1991. 4) Sigurður, f. 1.11. 1968, maki
Ásta Björk Ólafsdóttir, f. 28.6. 1972.
Börn Sigurðar eru: a) Daníel Freyr,
f. 3.1. 1992, móðir hans er Svanhildur
Erla Benjamínsdóttir. b) Þórunn
Birta, f. 4.9. 2001, móðir hennar er
Sigríður Mjöll Marinósdóttir. Dóttir
Ástu Bjarkar er Guðrún Ingibjörg
Rósmundsdóttir, f. 28.10. 1994.
Lárus hóf nám í rafvirkjun hjá
Johan Rönning 1950. Hann lauk
burtfararpróf frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1953, sveinspróf 1954,
meistarabréf 1959. Einnig sótti hann
ýmis eftirmenntunarnámskeið. Hann
vann rafvirkjastörf frá 1950-1981 hjá
Johan Rönning, Ljósvirkja og Land-
spítalanum, síðan bankastarfsmaður.
Hann var varamaður í stjórn Félags
íslenskra rafvirkja og starfaði í
skemmtinefnd félagsins. Einnig sat
hann í samninganefnd fyrir rafvirkja
og var trúnaðarmaður á vinnustað.
Útför Lárusar fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 5. október, og hefst at-
höfnin kl. 13.
kennara, f. 12. júní
1936. Foreldrar henn-
ar voru Þorsteinn
Kristjánsson iðnrek-
andi, f. 28. júní 1915, d.
20. ágúst 2006, og Sig-
ríður Ásta Finn-
bogadóttir, f. 4. des-
ember 1913, d. 25. maí
1982. Börn Lárusar og
Jónínu eru: 1) Sigríður
Ásta, f. 28.5. 1955,
maki Runólfur Gunn-
laugsson, f. 29.12.
1953. Dætur þeirra
eru: a) Elva Björk, f.
19.3. 1979, b) Ásta María, f. 1.2. 1985,
c) Sunna Ösp, f. 26.4. 1991. 2) Ágústa,
f. 23.7. 1958, maki Sigurður Þór
Kristjánsson, f. 30.1. 1956. Börn
þeirra eru: a) Atli Þór, f. 16.12. 1979,
maki Sara Valný Sigurjónsdóttir, f.
8.8. 1981. Sonur þeirra er Sigurjón
Þór, f. 24.5. 2006, b) Hrefna Lára, f.
14.2. 1987. 3) Þorsteinn, f. 31.1. 1960,
maki Steinunn Eiríksdóttir, f. 15.5.
Nú er lífsljósið slokknað hjá Lár-
usi, tengdaföður mínum, eftir stutta
og snarpa baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Margs er að minnast á langri
ævi. Ég held að við höfum sést fyrst í
dyragættinni á Ásveginum, þegar ég
hafði afráðið að bjóða heimasætunni í
bíó. Þannig varð upphafið að áratuga
vináttu og fjölskylduböndum. Lárus
hafði það sem kallað er góða nær-
veru, var hvers manns hugljúfi og
gerði aldrei á hlut nokkurs manns.
„Hann er valmenni, hann Lárus
tengdafaðir þinn,“ sagði einn sam-
ferðamanna hans eitt sinn við mig.
Það eru orð að sönnu. Lárusi var í
blóð borið að gera hlutina vel og taka
ekki óþarfa áhættu í lífi og starfi, eig-
inleiki sem fleiri hefðu betur tileinkað
sér í óðagoti íslensks viðskiptalífs.
Óneitanlega koma upp í hugann
skemmtileg atvik sem tengjast ná-
kvæmni hans og öryggissjónarmið-
um sem einkenndu lífsviðhorf hans.
Mér er minnisstætt að þegar
fyrsta barnabarnið fæddist athugaði
hann sérstaklega allar rafmagns-
tengingar og tæki í íbúðinni. Það átti
hvergi að vera slysagildra fyrir litla
fingur. Ekki leist honum heldur á
festingar hopprólunnar sem frum-
burður okkar og fyrsta afabarn hans,
hékk í. Framleiðandi rólunnar fékk
ekki háa einkunn hjá Lárusi fyrir ör-
yggisstaðla sína því daginn eftir var
hann mættur með verkfærakassann
og festi róluna í eldhúsgættina með
krókum sem hæglega hefðu borið
meðalhest. Það var öruggara að hafa
þetta svona.
Lárus var vel lesinn í mannkyns-
sögunni og fylgdist ætíð vel með mál-
efnum líðandi stundar. Ekki skyldi
maður deila við hann um ártöl eða at-
burði úr samtímasögunni. Slíkt
mundi hann upp á hár. Hann kunni
góð skil á öllu um heimsstyrjaldirnar
fyrri og síðari og nutu barnabörnin
góðs af þessum viskubrunni hans við
ritgerðarsmíð í menntaskóla. Hann
hafði góða kímnigáfu og átti auðvelt
með að sjá spaugilegar hlíðar mann-
lífsins. Margar stundir áttum við
saman þar sem hann rifjaði upp
skemmtileg atvik úr fortíðinni, ekki
síst sögur um mannlíf og móra í Döl-
um vestur frá uppvaxtarárum hans
þar. Þá var oft mikið hlegið.
Hann átti það til að leggja okkur
lífsreglurnar með einföldum og skýr-
um hætti, t.d. hvernig ætti að skoða
notaðan bíl. Þá skyldi byrjað á því að
skoða skottið á bílnum, ef það var
snyrtilegt þá var bíllinn vel með far-
inn. Einfalt mál. „Ég get haft jakka-
fötin í skottinu á mínum bíl,“ sagði
hann svo í fúlustu alvöru, enda ann-
álað snyrtimenni. Ég held að sérhver
einstaklingur geti valið sér eftirmæli
með framkomu sinni og framgöngu í
lifanda lífi. Lífshlaup Lárusar var
eins og lygn á sem rennur spegilslétt
til sjávar án þess að steyta nokkurs
staðar á steini.
Þannig skildi hann við lífið þó að
lokaskrefin hafi verið þungbær og
kveðjustundin erfið. Ég kveð hann að
lokum með virðingu og þökk með
þessum ljóðlínum sem komu í huga
mér á dánarbeði hans.
Þú farinn ert burtu í fegurri heim
og frjáls ert af böli og pínu.
Nú englarnir taka þig örmunum tveim
og umvefja hjarta sínu.
Þannig geymist minningin um
mætan mann.
Runólfur V. Gunnlaugsson.
Elsku Lalli, afi minn, Á svona
stundu eru margar minningar sem
koma upp, margar hugsanir sem leita
á hugann og ég kýs að muna þig eins
og þú varst áður en þessi ömurlegi
sjúkdómur festi rætur í líkama þínum
og dró frá þér allan mátt. Það er svo
margt sem mig langar til að segja
þér, svo margt sem mér fannst við
eiga eftir að gera, en eftir sit ég með
minningar um allar þær stundir sem
við áttum saman í gegnum árin. Sú
minning sem ég held þó hvað mest í
og hefur einna helst yljað mér síðustu
daga er stríðnislega brosið þitt og
smitandi hláturinn. Öll þau skipti
þegar þú hnipptir í mig og byrjaðir að
tísta af hlátri þegar þér fannst
minnsta tilefni til að stríða mér að-
eins. Þannig varstu og þannig vil ég
muna þig, alltaf glaður, alltaf stutt í
þennan smitandi hlátur sem mér
fannst vera einkenni þitt. Þú hafðir
svo gaman af lífinu og öllu sem það
hafði upp á að bjóða, öllu sem þið
amma gerðuð og áttuð saman eins og
öllum utanlandsferðunum, dansinum,
golfinu og mörgu fleira, í mínum aug-
um voruð þið hin fullkomnu hjón sem
lifðuð saman gegnum súrt og sætt,
alltaf jafn krúttleg.
Missir okkar allra er mikill, enda
alveg einstakur maður þarna á ferð,
en missir ömmu er þó allra mestur,
hins vegar veit ég og trúi því að þú
munir áfram fylgja henni og vera
henni við hlið, þó að kominn sért á
annan stað. Að lokum langaði mig að
segja þér að þó að sagt sé að maður
velji sér vini en geti ekki valið sér fjöl-
skyldu, þá er í mínum huga engin
spurning að ég hefði valið þig í afa-
hlutverkið, enda hefði ég ekki getað
hugsað mér neinn betri en þig. Ég
vona af öllu mínu hjarta að þér líði vel
á nýjum stað og að þjáningum þínum
sé nú lokið. Guð geymi þig, elsku afi
minn.
Þín,
Elva.
Í dag er dagurinn sem ég kveð afa
minn hinstu kveðju. Afa minn sem
átti nóg af hlýju, vinarþeli og um-
hyggju í minn garð og annarra.
Drengskaparmaður sem taldi það
ekki til siðs að tala illa um annað fólk.
Ég ætlaði honum að vera svo miklu
lengur hjá okkur, en ég hugga mig
við það að ég var einstaklega lánsam-
ur að eiga hann að í tæp þrjátíu ár.
Afi sem alltaf hefur verið til staðar
fyrir mig er horfinn á braut, en ég á
fjöldann allan af frábærum minning-
um um hann sem ég geymi hjá mér
og miðla áfram um ókomna tíð.
Afi sem var nánast fyrsti fjöl-
skyldumeðlimurinn til að líta mig al-
mennilega augum fyrsta sinn. Ég á
vökudeild Landspítalans en aðrar
reglur giltu í þá daga um heimsóknir,
afi var rafvirki á spítalanum og fékk
fyrir „klíkuskap“ að kíkja eftir með
stráknum. „Ég hef hvorki fyrr né síð-
ar séð jafn lítið barn og þú varst, Atli
minn“ sagði hann oft við mig og rifj-
aði þetta upp.
Afi minn sem hafði gaman af
hverskyns prakkaraskap og gat verið
hinn mesti grallaraspói. Uppátækja-
samur með afbrigðum og fannst gam-
an að leika og fíflast með barnabörn-
unum. Bóndabeygju, töng og
hverskyns glímubrögðum var oft
beitt í stofunni heima á Ásvegi hjá
þeim ömmu. Hann var líka afi minn
sem sagði mér allar sögurnar af tröll-
um og tröllskessum og öðrum vætt-
um og óvættum. Afi minn, sem kenn-
arinn minn spurði um, þegar hún hitti
okkur, „er þetta afi þinn sem segir
þér sögurnar?“
Hann var fæddur og uppalinn á
Kvennabrekku í Dalasýslu þar sem
að sagan drýpur af hverju strái. Afi
var stoltur af uppruna sínum, gegn-
heill íslenskur sveita- og alþýðumað-
ur sem kom til borgarinnar og iðn-
menntaði sig og varð meistari í sinni
grein og var alla tíð umhugað um iðn-
menntun og störf iðnaðarmanna.
Hann var afi minn sem ekki þótti allt-
af ástæða til að breyta breytinganna
vegna og sló garðinn með orfi og ljá
löngu eftir að orkuknúin tæki komu
til sögunnar. Hann var afi minn sem
sagði alltaf við mig á aðfangadags-
kvöld „nú held ég þurfi að leggja mig
áður en við tökum upp pakkana“ við
mjög litla hrifningu mína áður fyrr.
Lárus L Sigurðsson
✝ Jón Veigar Þórð-arson fæddist í
Reykjavík 6. desem-
ber 1947. Hann lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans 29.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Margrét Krist-
jana Sigurpálsdóttir,
f. 5.2. 1925, og Þórð-
ur Jónsson, f. 10.5.
1927, d. 1.1. 1972.
Fósturfaðir Jóns
Veigars var Jón Sæ-
mundsson, f. 3.6.
1923, d. 17.7. 2005.
Jón Veigar var elstur níu systk-
ina. Sammæðra eru: Jóhanna
María Ingvadóttir, f. 17.9. 1954,
maki Smári Karlsson og eiga þau
tvo syni. Linda Líf Ingvadóttir, f.
28.12. 1957, maki Guðmundur
Helgason og eiga þau fjögur
börn. Auður Rós Ingvadóttir, f.
24.1. 1959, d. 2.5. 1999, lét eftir
sig einn son. Sigurbjörg Katrín
Ingvadóttir, f. 19.2. 1960, d. 5.9.
1978, og Ingibjörg Lovísa Sæunn
Jónsdóttir, f. 4.11. 1966, d. 24.4.
2007. Samfeðra eru: Sólveig
Þórðardóttir, f. 14.5. 1952, d.
17.4. 2001, Einar Marel Þórð-
arson, f. 14.5. 1952, og Arnbjörg
Þórðardóttir, f.
18.10. 1953.
Hinn 17. júní árið
1978 kvæntist Jón
Veigar Ragnhildi
Ernu Þórðardóttur,
f. 1.5. 1955. For-
eldrar hennar voru
Guðríður Svava Vig-
fúsdóttir f. 10.2.
1923, d. 5.8. 2004,
og Þórður Magn-
ússon, f. 20.6. 1927,
d. 6.5. 1987. Börn
Jóns Veigars og
Ragnhildar eru: 1)
Ásvaldur Óskar, f.
16.3. 1973, maki Þorgerður Ósk
Jónsdóttir, f. 4.5. 1977. Börn
þeirra eru: Kristófer Óskar, f.
22.6. 2000, Þórður Tumi, f. 22.3.
2004, og Jón Óskar, f. 24.9. 2009.
2) Margrét Kristjana, f. 2.4. 1983,
maki Simon Schlitz, f. 12.12.
1979. 3) Bjarki Snær, f. 28.2.
1986.
Jón Veigar stundaði nám í raf-
virkjun við Iðnskólann á Akra-
nesi. Jón Veigar vann við bók-
hald og rak eigið fyrirtæki.
Útför Jóns Veigars verður gerð
frá Ríkissal Votta Jehóva,
Hraunbæ 113, í dag og hefst at-
höfnin kl 14.
Ég var frekar stressaður þegar
ég var að fara að hitta foreldra
kærustunnar minnar í fyrsta skipti
sem ég held að reyndar flestir séu.
Hildur, mamma Margrétar, hlý og
opin eins og hún er, tók vel á móti
mér og lét mér strax líða vel. Ekki
var það alveg eins með Jón. Hann
stóð þarna og var að búta niður
lamb. Hávaxinn og axlabreiður
maður í hvítum nærbol sem var
þakinn blóði og með sláturhníf í
hönd en hann heilsaði mér að lok-
um.
Þessi mynd er mér minnisstæð
allt til dagsins í dag. En þegar ég
hugsa til þess geri ég það með bros
á vör. Þegar ég hugsa um Jón
Veigar hugsa ég ekki um mann
sem ber að hræðast heldur góðan
mann. Vel gefinn en hógværan
mann. Mann sem ber umhyggju
fyrir öðrum. Mann sem er handlag-
inn og getur gert hvað sem er sem
hann tekur sér fyrir hendur ólíkt
mér. Mann sem helgar sig trú
sinni. Mann sem segir ekki mikið
en hefur góða kímnigáfu (meira að
segja ég tók eftir því þrátt fyrir
litla íslenskukunnáttu). Mann sem
ég hef alltaf borið virðingu fyrir og
mun alltaf gera. Og að lokum mann
sem ég á sannarlega eftir að sakna.
Simon.
Elsku besti pabbi, við erum svo
þakklát fyrir að hafa átt þig sem
pabba. Þú varst án efa besti pabbi í
heimi og hugsaðir vel um mömmu
og okkur krakkana. Þú spurðir
okkur alltaf hvaðan við værum að
koma, hvert við værum að fara og
hvernig okkur liði. Við vissum allt-
af að við værum þér mikilvægari
en allur heimsins auður.
Þú varst okkar stoð og stytta og
ein besta fyrirmynd sem hægt er
að hafa. Þú kenndir okkur svo
margt og leiðbeindir okkur vel.
Það var alltaf svo gott að koma
með spurningar til þín því alltaf
hafðirðu svör og ráðleggingar
handa okkur. Þú skilur okkur eftir
með góðar minningar og gott vega-
nesti inn í framtíðina. Þú varst svo
nákvæmur og allt sem þú gerðir
var vel gert. Án þín hefði okkur
ekki vegnað svona vel í lífinu og á
okkar skólagöngu því þú hjálpaðir
okkur með allt. Við fengum alltaf
að heyra
„Ég er ekki viss um að ég geti
hjálpað með þetta“. Þú varst alltaf
svo hógvær. Þú lofaðir okkur samt
óspart og sagðir alltaf þegar þú
varst stoltur af okkur: „Þú ert ekki
dóttir mín fyrir ekki neitt“ eða „Þú
ert ekki sonur minn fyrir ekki
neitt“. Við fjölskyldan eyddum svo
miklum tíma saman í ferðalögum
og útivist. Missirinn er mikill og
við söknum þín svo sárt en við vit-
um að við eigum eftir að hittast
aftur. Þín börn,
Margrét og Bjarki.
Jón Veigar Þórðarson
Sigurbjörn Fann-
dal Þorvaldsson
✝ Sigurbjörn Fann-dal Þorvaldsson
fæddist á Blönduósi
5.
október 1969.
Hann lést í Reykjavík
13. ágúst 2000 og fór
útför hans
fram frá Víðistaðakirkju 22. ágúst
2000.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is