Morgunblaðið - 05.10.2009, Síða 23
Menning 23FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009
ALÞJÓÐLEGUR dagur bygg-
ingarlistar er í dag. Í kvöld
bjóða Arkitektafélag Íslands
og hönnunar- og arkitekt-
úrdeild Listaháskóla Íslands til
fyrirlestrar Péturs Ármanns-
sonar um ævi og verk Gunn-
laugs Halldórssonar arkitekts,
en öld var liðin frá fæðingu
hans í ágúst. Gunnlaugur er í
hópi merkustu frumherja ís-
lenskrar byggingarlistar.
Snemma á 4. áratugnum gerðist hann helsti boð-
beri nýrra viðhorfa í húsagerð. Meðal verka hans
eru verkamannabústaðir við Hringbraut austan
Hofsvallagötu, Háskólabíó og íbúðarháhýsi við
Sólheima 25-27. Aðgangur er ókeypis.
Arkitektúr
Minnast Gunnlaugs
Halldórssonar
Gunnlaugur
Halldórsson
BÓKMENNTANÁMSKEIÐ
um verk Kristínar Marju Bald-
ursdóttur hefst í Gerðubergi í
kvöld, í tengslum við Ritþing
um skáldið sem haldið verður í
Gerðubergi 31. október. Nám-
skeiðskvöldin verða fjögur, á
mánudagskvöldum frá 20 - 22,
en kennari er Sigfríður Gunn-
laugsdóttir. Á námskeiðinu
verður skyggnst inn í sögu-
heim Karitasarbóka Kristínar
Marju; saga Karitasar er ekki einungis saga af
langri og viðburðaríkri ævi einnar manneskju
heldur saga íslenskrar þjóðar í öld einsog hún
hljómar af vörum konu sem valdi sér það hlut-
skipti að verða listakona. Skráning í s. 5757700.
Bókmenntir
Aldarvegferð Karit-
asar í Gerðubergi
Kristín Marja
Baldursdóttir
BLÚSKVÖLD Blúsfélags
Reykjavíkur eru haldin á Rós-
enberg fyrsta mánudagskvöld í
hverjum mánuði. Í kvöld leikur
heimsfrægt Blúsband Jóns
Ólafssonar; R.B. Blúsbandið úr
Rangárþingi og hljómsveitin
Klassart úr Sandgerði. Gest-
gjafi og kynnir á Blúskvöldum
Blúsfélagsins er Halldór
Bragason gítarleikari. Þetta er
annar veturinn í röð sem Blús-
félag Reykjavíkur stendur fyrir föstu tónleika-
haldi á Rósenberg, en fyrstu tónleikarnir í fyrra
voru blúsdaginn mikla 6. október. Markmið Blús-
félags Reykjavíkur og tilgangur er að auka hróð-
ur blústónlistarinnar á Íslandi.
Tónlist
Klassart og fleiri á
Blúskvöldi í kvöld
Halldór
Bragason
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
„ÞÓTT bilið milli skáldskapar og
svokallaðs veruleika sé stutt og
stundum eiginlega ekkert þykir
mér rétt að taka fram að þessar
sögur eru skáldskapur,“ segir í
upphafi smásagnasafnsins Prívat
og persónulega eftir Birgi Sigurðs-
son sem geymir sjö sögur.
Maður þarf ekki að lesa lengi í
þessari bók til að fá sterkt á til-
finninguna að sögurnar séu byggð-
ar á ævi þinni. Hversu mikið af þér
og þínu lífi er í þessum sögum?
„Viltu að ég reikni það í prósent-
um? Ætli það sé ekki svona frá
fimm upp í sjötíu og sex og hálft
prósent! Þegar Dagur vonar var
sýndur var ég spurður hvort hann
væri byggður á mínu eigin lífi. Þá
svaraði ég: Já og nei og nei og já
og þó aðallega nei. Það þýddi að
hann væri fyrst og fremst skáld-
skapur. Sama gildir um þessar sög-
ur. Sá veruleiki sem er þarna á
bak við hefur verið ummyndaður í
skáldskap.“
Varð að vera í fyrstu persónu
Sögurnar eru allar sagðar í
fyrstu persónu. Af hverju fórstu þá
leið?
„Mér fannst að í þetta sinn yrði
það að vera þannig. Ég hef ákaf-
lega litla heilagleikatilfinningu fyrir
smásagnaforminu svokallaða. Mað-
ur á ekki að hella hugsunum sínum
og tilfinningum eins og deigi ofan í
eitthvert fyrirfram tilbúið form.
Eiga þetta að vera einhverjar smá-
sagna-formkökur? Það má skrifa
smásögur á milljón vegu í alls kon-
ar formi. Í rauninni er ekkert smá-
sagnaform til. Það er ímyndun,
uppfinning bókmenntafólks og rit-
höfunda sem vilja algilda sjálfa sig
og sín viðhorf. Slík algildisviðhorf
koma alltaf upp öðru hvoru í um-
fjöllun um skáldskap og listir.
Í þessari bók minni er einn sögu-
maður í öllum sögunum og sömu
persónur koma fyrir í fleiri en
einni sögu. Samt eru sögurnar
sjálfstæðar og fullgildar smásög-
ur.“
Áhugi á fólki
Endurtekningar eru notaðar
nokkuð í þessum sögum og setja
mark sitt á stílinn. Gerirðu þetta
algjörlega markvisst?
„Þær verða til bæði sjálfrátt og
ósjálfrátt. Ég hef lært að nota þær
og líka lært að forðast þær. Þetta
er spurning um jafnvægi. En ég
hef aldrei hugsað mikið um stíl. Þá
getur maður hæglega lent út á til-
gerðar-galeiðu. Ég hef fyrst og
fremst hugsað um að segja hlutina
eins og ég vil segja þá. Síðan hef
ég þaulunnið allt sem ég hef gert.
Þá verður til það sem kalla má
stíl.“
Persónur þessarar bókar eru
minnisstæðar og stundum finnst
manni þú sýna þær í nokkuð mis-
kunnarlausu ljósi en samt með
væntumþykju.
„Alveg frá því að ég var lítill hef
ég haft mikinn áhuga á fólki. Kon-
ur leituðu mikið til móður minnar
með vandamál sín. Þá var ég oft
hjá, reyndi að svelgja hvert orð í
mig og starði á þær, skoðaði þær.
Þetta hefur kannski þróast upp í
afhjúpunarþörf sem leitar útrásar í
skáldskap. Þessi þörf verður líka
oft til þess að ég sé fólk í spaugi-
legu ljósi og sjálfan mig líka. Ég
vona að það skili sér í þessum sög-
um. Ég er enn að skoða fólk og
mér hættir enn til að stara á það.
Konan mín er alltaf að reyna að
venja mig af því.“
Er hún þessi skemmtilega kona í
síðustu sögunni í bókinni?
„Hún er að minnsta kosti
skemmtilegasta manneskja sem ég
hef kynnst.“
Verkin tala
Af hverju gefurðu bókina sjálfur
út?
„Ég var of seinn með hana til
Forlagsins þar sem flest verk mín
hafa verið gefin út. Ég hefði getað
fengið hana útgefna á næsta ári en
þá býst ég við að vera á kafi í öðru
verki, þannig að ég ákvað að leita
til annars útgefanda; Birgis Sig-
urðssonar. Það má ekki á milli sjá
hvor fer meira í taugarnar á hin-
um, Birgir Sigurðsson útgefandi
eða Birgir Sigurðsson rithöfundur.“
Að hvaða verki ertu að vinna
núna?
„Ég tala aldrei um verk sem ég
er að vinna að. Ég fann snemma á
mínum ferli að ef ég talaði um efni
sem ég var að fást við þá dó það
fyrir mér. Menn eru ólíkir hvað
þetta varðar. Ég átti vin, mikinn
listamann, sem nú er dáinn. Hann
hafði unun af að tala um það sem
hann var að fást við þá stundina.
Það var honum algjör nauðsyn.
Mín nauðsyn er hins vegar að
steinþegja yfir því sem ég er að
fást við. Það talar fyrir mig þegar
það birtist.“
Morgunblaðið/Ómar
Birgir Sigurðsson „Ég hef fyrst og fremst hugsað um að segja hlutina eins og ég vil segja þá.“
Ekki smásagnaformkökur
Birgir Sigurðsson gef-
ur út eigið smásagnasafn
Ekkert smásagnaform
til, segir höfundurinn
Hefur þaulunnið allt
sem hann hefur gert
Birgir Sigurðsson fæddist 28.
ágúst 1937 í Reykjavík. Hann hefur
skrifað ljóð, skáldsögur, leikrit og
rit almenns eðlis. Hann hefur auk
þess fengist við þýðingar og gerð
heimildarmynda.
Leikritið Dagur vonar vakti mikla
athygli þegar það var sýnt í Iðnó en
það var gefið út á bók árið 1987.
Leikrit Birgis hafa verið sýnd hjá
Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleikhús-
inu og Leikfélagi Akureyrar. Þau
hafa einnig verið flutt í Ríkisútvarp-
inu. Erlendis hafa þau verið sýnd í
Los Angeles, London, Kaupmanna-
höfn, Álaborg, Þórshöfn, Vaasa og
Stokkhólmi.
Fyrsta skáldsaga Birgis, Hengi-
flugið, kom út 1993 en hann hefur
síðan sent frá sér skáldsöguna
Ljósið í vatninu.
Fjölhæfur rithöfundur og leikskáld
SÖGUR tékkneska rithöfundarins
Franz Kafka taka iðulega óvænta
stefnu og sama má segja um deilur
og úrskurði um handrit Kafka og
pappíra hans suður í Ísrael.
Franz Kafka lést árið 1924 og
höfnuðu handritin hjá vini hans í
Prag, Max Brod,
sem óhlýðnaðist
fyrirmælum
Kafka um að
brenna þau; í dag
er Kafka talinn til
mestu höfunda
20. aldar.
Brod náði síð-
ustu lestinni frá
Prag, með papp-
íra Kafka, áður
en nasistar náðu þar völdum árið
1939 og settist að í Ísrael. Hann lést
árið 1968 og allar götur síðan varðist
ritari hans, Esther Hoffe, öllum ósk-
um fræðimanna um að fá aðgang að
skjölunum. Fræðimenn hafa ætíð
haldið því fram að Brod hafi ætlað að
hafa þau aðgengileg. Hoffe hunsaði
þær óskir og seldi hluta skjalanna
fyrir milljónir dala, þar á meðal
handrit Réttarhaldanna, frá 1914.
Hoffe lést fyrir tveimur árum og
tók Eva dóttir hennar að sér vörslu
pappíranna. Írsaelska dagblaðið
Haaretz stefndi henni fyrir að meina
aðgang að skjölunum og fyrir helgi
skipaði ísraelskur dómstóll Evu
Hoffe að opna fyrir aðgang að þeim.
Samkvæmt fréttum Haaretz um
réttarhöldin er ólíklegt að fjölskylda
Hoffe hleypi neinum að skjölunum í
bráð. Úskurðinum hefur verið áfrýj-
að og mun Eva Hoffe hafa hlegið að
þeim fullyrðingum að skjölin liggi
undir skemmdum í íbúð móður
hennar, sem var víst full af köttum.
„Ég er ekki vitlaus,“ mun hún
hafa sagt. „Skjölin eru í örygg-
ishólfi.“
Skjölin
eru í ör-
yggishólfi
Enn er tekist á um
handrit Franz Kafka
Franz Kafka
SUÐUR-AFRÍSKI rithöfundurinn
J.M. Coetzee gæti orðið fyrsti rithöf-
undurinn til að hljóta hin eftirsóttu
Man Booker-verðlaun í þriðja sinn
en á morgun verður tilkynnt hver
fimm tilnefndra höfunda hlýtur þau.
Hann er tilnefndur nú fyrir bókina
Summertime, um ungan ævisagna-
höfund sem vinnur að ævisögu látins
höfundar sem hét John Coetzee.
Veðbankar telja þó yfirgnæfandi
lýkur á því að Hilary Mantel, 57 ára
gamall Breti, hljóti verðlaunin fyrir
söguna Wolf Hall, um líf og samtíma
Thomas Cromwells.
Aðrir tilnefndir höfundar eru A.S.
Byatt, sem er tilnefnd fyrir The
Cildren’s Book, en hún hlaut verð-
launin árið 1990; Adam Foulds, sem
er 35 ára gamall er tilnefndur fyrir
The Quickening Maze, sannsögulega
skáldsögu sem gerist á geðveikra-
hæli nærri London um miðja 19. öld,
og Sarah Waters er tilnefnd fyrir
skáldsöguna The Little Stranger.
Tilnefningu til Man Booker-
verðlaunanna geta hlotið enskumæl-
andi höfundar frá Samveldislönd-
unum og Írlandi. Verðlaunaféð er
um tíu milljónir króna.
Talsmenn veðbanka segja enga
tilnefnda bók hafa verið jafn líkleg
til að sigra og Wolf Hall Mantels.
Coetzee eða
Mantel verð-
launaður?
Gylfi er hjartastór
maður og hefur
mikla frásagnargáfu eins
og heyrist. 28
»