Morgunblaðið - 05.10.2009, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009
47.000 manns í
aðsókn!
FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO
KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG
STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA.
SÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI
HHHHH
“ein eftirminnilegasta
mynd ársins og ein
sú skemmtilegasta”
S.V. - MBL
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Ekki fyrir viðkvæma
„Afskaplega undarleg, gríðarlega
óvenjuleg og skringilega fullkomin!“
- Damon Wise, Empire
„Frammistaða Dafoe og Gainsbourg er
óttalaus og flokkast sem hetjudáð....
Ég get ekki hætt að hugsa um þessa
mynd. Þetta er alvöru kvikmynd og
hún yfirgefur huga minn ekki. Von
Trier hefur náð til mín og komið mér
úr jafnvægi.“
- Roger Ebert
HHHH
„Verður vafalaust
titluð meistarverk...“
– H.S., Mbl
Sýnd kl. 4, 7 og 10
650kr.
Uppáhalds
BIONICLE®-hetjurnar
vakna til lífsins
í þessari nýju
og spennandi mynd
Íslens
kt
talHHHH– S.V. MBL
Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins
Sýnd m/ ísl. tali kl. 4 (650 kr.)
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 7 og 10
HHH
„Ef þú sást fyrstu myndina
og fílaðir hana, þá máttu
alls ekki sleppa þessari!“
T.V. – Kvikmyndir.is
Mikil grimmd og logandi
frásögn. Lisbeth Salander
er orðin klassísk og ein
eftirminnilegasta persóna
glæpabókmenntana.
F.E. Rás 2
HHH
„Skylduáhorf fyrir alla
aðdáendur Larssons,
– sannarlega eldfim
spennumynd.”
MMJ – kvikmyndir.com
HHHH
„Öllu því svalasta,
magnaðasta og flottasta
úr þykkri spennusögu er
þjappað saman í alveg
hreint frábæra
spennumynd.“
– ÞÞ, DV
HHHH
„Stúlkan sem lék sér að
eldinum er ekki síðri en
forveri hennar ... afar
spennandi, takturinn
betri... Michael Nykvist og
Noomi Rapace eru frábær í
hlutverkum sínum“
– VJV, FBL
Uppgötvaðu
ískaldan
sannleikann
um karla
og konur
Fyndnasta rómantíska
gamanmynd ársins
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI,
REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
Stúlkan sem lék sér að eld. kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára
Stúlkan sem lék sér að eld. kl. 5:20 - 8 - 10:40 Lúxus Inglorious Bastards kl. 6 - 9 B.i.16 ára
Jennifer‘s Body kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:45 LEYFÐ
Bionicles kl. 4 LEYFÐ
Þú færð 5%
endurgreitt
í Smárabíó
ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
-bara lúxus
Sími 553 2075
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is
Það er langt um liðið síðanþau stórmerki hafa gerstað mynd frá Norðurlönd-unum hefur slegið jafn
rækilega í gegn og Karlar sem hata
konur, sem er fyrsti hluti þrennu
sem kenndur er við Millennium, eft-
ir Svíann Stieg Larsson. Þá sögu
þekkja flestir og nú er röðin komin
að mynd 2, Stúlkunni sem lék sér að
eldinum. Hún segir frá áframhald-
andi baráttu þeirra tölvuhakkarans,
pönkarans og hins eldsnjalla rann-
sóknarmanns Lisbeth Salander
(Rapace) og blaðamannsins og að-
stoðarritstjóra tímaritsins Millenni-
um, Mikaels Blomkvist (Nyqvist),
við sænska óbótamenn. Í fyrstu
myndinni, sem var vel skrifuð,
dæmigerð morð- og mannshvarfs-
gáta með snjallri sögufléttu, kom
hin unga og eggjandi, tvíkyn-
hneigða Salander hinum miðaldra
Blomkvist til hjálpar og leysti meira
og minna gátuna sem hann var að
fast við. Að þessu sinni er Salander
í forgrunni, en fær hjálp frá Blom-
kvist þegar syrtir í álinn undir lok
myndarinnar.
Í upphafi Stúlkunnar sem lék sér
að eldinum er Salander að snúa aft-
ur til heimalandsins eftir langt frí
um heiminn þveran og endilangan
þar sem hún hefur lifað í vellyst-
ingum og komið auð sínum (sem
hún stakk undan í fyrstu myndinni)
tryggilega fyrir í skattaskjólum ver-
aldar. Á meðan hefur Blomkvist
haft nóg á sinni könnu við að upp-
lýsa glæpa- og hneykslismál og fæst
nú við vændi og kynlífsþrælasölu
sem tengist mönnum á æðstu stöð-
um. Samverkamaður hans er nýr
blaðamaður á Millennium sem hefur
komist í feitt en Salander er fjarri
góðu gamni uns nýliðinn og kærasta
hans finnast skotin til bana með
fingraför Salander á morðvopninu.
Þau voru greinilega komin á rétta
leið í hættulegu máli sem teygir
m.a. anga sína til fortíðarinnar og
hins dularfulla Alexanders Zala-
chenkos (Staykov), föður Salander.
Af hverju er Salander eins og
hún er? Sú spurning brann á manni
í Körlum sem hata konur, og léði,
ásamt magnaðri túlkun Rapace,
myndinni aukakrydd. Samspil
þeirra tveggja, Rapace og Nyqvists,
var sjóðheitt og gefandi og um-
hverfið, ramminn í kringum dul-
arfull morð og óleyst mannshvarf,
var aristókratísk, glæsileg tákn-
mynd um auð og hnignun í sið-
spilltu faðmlagi sem hreif mann
með sér. Nú er nýr leikstjóri tekinn
við taumunum og er bersýnilega
ekki eins útsjónarsamur smekk-
maður og forveri hans. Sjálfsagt er
saga Larssons eitthvað slakari,
meira í ætt við venjulegan sjón-
varpskrimma með hefðbundnum
átökum og eltingaleikjum. Og ásta-
sambands aðalpersónanna er sakn-
að.
Millikaflar eru oftar en ekki
skrifaðir á svipaðan máta og hér
gefur að líta, aðeins hægt á ferðinni
áður en gefið er inn á lokasprett-
inum. Og þrátt fyrir hefðbundnari
afgreiðslu, sögu og efnistök er
Stúlkan sem lék sér að eldinum
þrælgóð skemmtun og æsispenn-
andi, grimm og harðvítug þegar
kemur að uppgjörinu. Hún fær
mann til að bíða spenntur eftir loka-
kaflanum sem er væntanlegur í
byrjun næsta árs. Þá vilja örugg-
lega fleiri en ég upplifa vissar
breytingar, við sjáum hvað setur.
Rapace er státin og flott og er að
þessu sinni í aðalhlutverki og hefur
sterka nærveru þótt hún sé ekki
jafn afgerandi undirheimaprinsessa
og í fyrsta þætti. Nyqvist og Endre
eru trúverðug og aukaleikarar
margir góðir. Þó er eins og eitt
helsta hörkutól myndarinnar missi
dampinn undir lokin. Við fáum
mörg snjöll svör við spurningum um
fortíð Salander, sem verður að lík-
indum fullsvarað í Luftslottet som
sprængdes. saebjorn@heimsnet.is
Laugarásbíó, Smárabíó, Regn-
boginn, Háskólabíó, Borgarbíó
Akureyri
Stúlkan sem lék sér að eldinum –
Flickan som lekte med elden
bbbmn
Leikstjóri: Daniel Alfredson. Aðalleik-
arar: Noomi Rapace, Michael Nyqvist,
Lena Endre, Georgi Staykov, Mickey
Spreitz , Sofia Ledam, Per Oscarsson.
129 mín. Svíþjóð. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Gamli, sænski stórleikarinn Per
Oscarsson (1927-), er skraut-
fjöðrin í Stúlkunni sem lék sér
að eldinum. Oscarsson er enn
ábúðarmikill og útgeislunin á
sínum stað, en hann er einn
virtasti leikari Svía og vann m.a.
verðlaun á Cannes árið 1966,
fyrir Sult. Oscarssson á marga
leiksigra að baki á fjölunum en
með þekktustu bíómyndum
hans má nefna Ole dole doff
(Jan Troell 6́8), Nybyggarna
(Jan Troell 7́1) og Ronja
Rövardotter (Tage Danielsson
8́4). Oscarsson, sem er frægur
sérvitringur, hefur leikið í hátt í
150 kvikmyndum á ferlinum.
PER UPP Á PUNT
Ung og
eggjandi
„Af hverju er
Salander eins
og hún er?“
Tönn fyrir tönn