Morgunblaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
www.fi.is fi@fi.is Sími 568 2533
Fyrsta myndakvöld
vetrarins hjá FÍ.
Fyrsta myndakvöld vetrarins hjá Ferðafélagi Íslands verður
miðvikudaginn 14. október. Þá verða sýndar myndir af
Vatnaleiðinni milli Hnappadals og Norðurárdals og um leið
verður kynnt nýútkomið smárit FÍ um Vatnaleiðina.
Eftir kaffihlé verða sýndar myndir frá óeiginlegum Laugavegum
og var farin í fyrsta sinn í sumar og fer Páll Ásgeir Ásgeirsson
yfir ferðasöguna..
Í þessari ferð var gengið um fáfarnar slóðir í Hattveri, Jökulgili,
Hattafellsgil, Ljósártungur og Rjúpnafellsgil.
Sjaldan var gengið um hinn eiginlega Laugaveg
en notast við hefðbundna gististaði á honum.
Myndakvöldið hefst kl. 20 og er aðgangseyrir
sem fyrr kr. 600 og er kaffi og meðlæti innifalið.
Allir velkomnir.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin
Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„REYNSLAN hjá Áströlum og Ný-
sjálendingum af svínaflensunni er sú
að þeir voru með marga alvarlega
veika sjúklinga á spítölum. Það gerði
reksturinn erfiðan því þeir voru
einnig með marga veika einstaklinga
inni á gjörgæsludeild. Það er vitað að
ef við fáum marga þannig einstakl-
inga hér geti það orðið erfitt fyrir
spítalana,“ segir Þórólfur Guðnason,
yfirlæknir hjá sóttvarnalækni, sem
segir einkennin geta verið alvarleg.
„Læknar syðra hafa sent læknum
á norðurhveli sterk varnaðarorð um
að þeir hafi aldrei séð svona alvar-
lega lungnabólgu hjá ungu fólki og
fólki á miðjum aldri.“
Þórólfur hvet-
ur hins vegar til
stillingar og
bendir á að spítal-
arnir séu með
viðbragðsáætl-
anir. Landspítal-
inn sé ágætlega
undirbúinn.
„Menn eru hins
vegar alltaf
hræddir við útbreidda faraldra. Það
gæti sett starfsemi spítalans úr jafn-
vægi ef margir leggjast inn alvarlega
veikir á stuttum tíma.
Spítalinn gæti þurft að endurraða
og breyta sem gæti haft miklar af-
leiðingar í för með sér. Ef margir
sjúklingar þurfa öndunarvélar eða
að leggjast inn á gjörgæslu gæti það
truflað starfsemina og hugsanlega
komið niður á þjónustu við aðra.“
Snemma á ferðinni
Þórólfur segir það miður að svína-
flensan sé fyrr á ferðinni en vonast
var til og að því séu áætlanir um að
ljúka bólusetningu á stórum hluta
þjóðarinnar áður en flensan nær út-
breiðslu, ekki lengur í myndinni.
Fyrsti skammturinn af bóluefninu
kemur á morgun, alls 12.500
skammtar, en ekki 15.000 eins og til
stóð, og segir Þórólfur annan
skammt væntanlegan í mánaðarlok.
Heilbrigðisstarfsmenn fá forgang
en síðar í mánuðinum verður fólk
með undirliggjandi sjúkdóma næst í
röðinni. Um jólin er vonast til að búið
verði að bólusetja um 200.000 manns.
Gæti orðið erfitt fyrir spítalana
Læknar á suðurhveli vara við heiftarlegri lungnabólgu af
völdum svínaflensu Fyrsti skammtur af bóluefni á leiðinni
Þórólfur Guðnason
KÓKOSBOLLUR, hákarl með súkkulaði, matar-
kex, agúrka og apríkósur sem skolað var niður
með ógeðsdrykk. Þetta var kokteill keppenda í
kappáti sem fram fór í gærkvöldi í félagsmiðstöð-
inni Græðgyn í Grafarvogi. Sigurvegari kvölds-
ins var Kristinn Hafliðason og verður hann
fulltrúi Græðgynar á Grafarvogsleikum félags-
miðstöðva síðar í mánuðinum, þar sem keppt
verður í frumlegum greinum og skemmtilegum.
ETIÐ AF GRÆÐGI Í GRÆÐGYN
Morgunblaðið/Kristinn
SAFNARÁÐ hefur lokið yfirferð yfir þá muni sem mats-
menn á vegum danska uppboðsfyrirtækisins Bruun og
Rasmussen mátu verðuga til kaups 7. september sl. Tug-
ir gripa voru skoðaðir en ekki þótti ástæða til að stöðva
sölu á nema einum; forláta Þorláksbiblíu. Margrét Hall-
grímsdóttir, þjóðminjavörður og formaður safnaráðs,
segir næsta skref eiganda annarra muna að sækja um
undanþágu til að af sölunni geti orðið.
Forngripi eldri en 100 ára og listaverk eldri en 50 ára
má ekki flytja úr landi, nema höfundurinn geri það. Þor-
láksbiblía er frá árinu 1644. Talið er að um fjörutíu eintök
séu til á landinu. Biblían var prentuð þegar Guðbrands-
biblía seldist upp en Þorlákur þessi Skúlason var dóttur-
sonur Guðbrandar.
Prentunin er talin hafa staðið yfir í sjö ár og á varð-
veittum eintökum má ýmist sjá titilblöð með ártalinu
1637 eða 1644. Hið fyrra var gert við upphafsár þrykk-
ingarinnar en hið seinna á lokaárinu. Nokkur eintök hafa
verið seld af biblíunni, á um og yfir eina milljón króna.
andri@mbl.is
Vilja ekki að Þorláks-
biblía verði seld úr landi
Bókin góða Þorláksbiblían er fágæt. Hér er um að ræða
eintak sem gefið var héraðsbókasafni Borgarfjarðar.
Ekki ástæða til að halda eftir
öðrum munum frá matsdegi
ENN og aftur varar lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu eigendur og um-
ráðamenn ökutækja við því að skilja
verðmæti eftir í bílum, en talsvert
hefur verið um innbrot í bíla á höf-
uðborgarsvæðinu. Eru það ekki síst
myndavélar og tölvur sem freista
þjófa, sem stunda það að stela úr bíl-
um.
Nú um helgina bárust lögreglunni
sex tilkynningar um innbrot í bíla.
Um var að ræða innbrot í bíla í
Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði
en úr þeim öllum var stolið ýmsum
verðmætum.
„Þetta verða eigendur eða um-
ráðamenn ökutækja að hafa hugfast
og muna að skilja ekki verðmæti eft-
ir í bílum. Sé það óumflýjanlegt
minnir lögreglan á að mikilvægt sé
að slíkir hlutir séu ekki í augsýn,“
segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Fólk skilji
ekki eftir
verðmæti
Talsvert um innbrot í
bíla að undanförnu
Helmingur um hundrað nemenda í
grunnskólanum á Fáskrúðsfirði var
veikur í gær sem er einsdæmi, að
sögn Valdimars Mássonar skóla-
stjóra, sem segir 20 hafa bæst við
á listann eftir helgina.
Skýringin á þessari hröðu aukn-
ingu kann að liggja í því að grunn-
skólinn, tónlistarskólinn og leik-
skólinn eru í sömu byggingu.
Flensan er þannig einnig að
stinga sér niður í leikskólanum þar
sem 18 af 39 börnum eru veik.
Tómlegt er um að litast á leikskól-
anum og segir Hrafnhildur Guð-
jónsdóttir skólastjóri aðeins 12
börn hafa mætt í skólann í gær.
Á Akranesi voru 40 af um 420
nemendum Brekkubæjarskóla
lasnir í gær og 10 af um 80 starfs-
mönnum. Að sögn Arnbjargar
Stefánsdóttur skólastjóra er ekki
óvanalegt að mörg börn veikist á
haustin. Veikindi starfsfólks setji
hins vegar skólastarfið úr skorðum
og fá yngstu börnin forgang.
Í engu ofangreindra dæma hafa
svínaflensutilvik verið staðfest.
Óvenjumörg börn veik fyrir austan
Morgunblaðið/Kristján
Að leik Flensan breiðist út.