Morgunblaðið - 14.10.2009, Page 4

Morgunblaðið - 14.10.2009, Page 4
Að á Passat EcoFuel kem st þú frá Reykjavík til Akureyrar og til baka á n þess að þurfa að fylla á eldsneytistankinn. Vissir þú? METANDAGAR HEKLU 12.-16. OKT. - Komdu og reynsluaktu metanbíl frá Volkswagen METAN er innlendur orkugjafi METAN er helmingi ódýrara en bensín * Miðað við blandaðan akstur. ** Miðað við 80% akstur á metani og 20% á bensíni og verðlag 12. okt. 2009. Volkswagen Passat EcoFuel 1.4 TSI Hefðbundinn 2.0 lítra bensínbíll af annarri gerð 150 hestöfl 450 km 430 km 880 km Afl vélar Langdrægni á metantanki* Langdrægni á bensíntanki* Samtals* Eldsneytiskostnaður 20.000 km** Eyðsla 100 km blandaður akstur 140 hestöfl 0 km 765 km 765 km 160.934 kr. 6,9m3 metan / 7,2 l bensín 308.550 kr. 8,5 l bensín 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009 Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „ÁSTANDIÐ er þannig að við höf- um þurft að líða 30% hækkun síð- an um áramót,“ segir Friðrik Frið- riksson, grænmetisbóndi í Jörfa á Flúðum og formaður Félags græn- metisframleiðenda. Blikur eru á lofti hjá garðyrkjubændum vegna fyrirhugaðs umhverfisskatts sem fram kemur í nýútkomnu fjárlaga- frumvarpi og margir grænmetis- bændur velta nú fyrir sér að hætta vetrarræktun vegna aukinna álagna á greinina. Friðrik segir að ekki sjái fyrir endann á hækk- unum á garðyrkjubændur. „Rafmagnið er orðið það dýrt og allt sem að þessu kemur, perur og annað, gerir það að vetrarrækt- unin er of stór biti,“ segir Friðrik og bætir við að í svartasta skamm- deginu þurfi að lýsa í 18 tíma á sólarhring. „Markaðurinn þolir ekki hærra verð, ekki ofan á allt hitt sem stjórnvöld eru að gera.“ Hækka þyrfti verðið um tugi pró- senta út úr búð til að standa undir auknum álögum. „Og það sjáum við ekki fyrir okkur,“ segir Frið- rik. Hann segir garðyrkjubændur nú sitja við útreikninga á því hvernig mæta eigi fyrirhuguðum hækk- unum. „Afleiðingarnar af þessu eru, bara hér á Flúðum, að ef menn hætta framleiðslu í þessa mánuði, október, nóvember, des- ember, janúar, glatast hérna 50-60 störf,“ segir Friðrik. Þá er staðan á atvinnugreininni sú sama og hún var fyrir 18-20 árum. „Þá er bónd- inn bara einn að þrífa hér frá nóv- ember og fram í febrúar,“ segir hann og slær út hendinni í hlýju, vel upplýstu gróðurhúsinu þar sem starfsfólk hamast við að tína tóm- ata. Að þeim tíma liðnum þyrfti að hefjast handa að nýju við að ráða fólk og Friðrik segir að það sé hægara sagt en gert. „Við þurfum að flytja inn allt starfsfólk, hérna á þessari stöð eru bara fjórir Ís- lendingar af ellefu starfsmönnum,“ segir hann. Sextán manns starfa í stöðinni yfir sumarið. Þegar jafn- vægi er í starfseminni allt árið er auðveldara að halda Íslendingum í vinnu. Friðrik er um það bil að fara að setja niður nýjar tómataplöntur en segist enn ekki hafa tekið ákvörð- un um hvort hann hætti yfir þessa dýru mánuði. „Við höldum í vonina um að stjórnvöld dragi einhverjar hækkanir til baka og að hætt verði við þessar nýju hækkanir, af því við finnum fyrir velvilja hjá neyt- endum og þingmönnum,“ segir hann en bendir á að allt reynist svo þversum þegar í stofnanirnar er komið. Og Friðrik upplýsir að ekki sé unnt að anna eftirspurn eftir íslensku grænmeti. „Manni finnst dálítið skrítið að hvert megavatt til ylræktar skapar 7-8 störf en hvert megavatt í áliðnaði skapar bara eitt. Og það á þessum tímum þegar það vantar atvinnu fyrir fólkið okkar og gjaldeyri!“ segir hann með áherslu. Þola ekki frekari álögur Morgunblaðið/Árni Sæberg Áfram „Eins og staðan er ætlum við að reyna, en það er tap á rekstrinum yfir þessa dimmustu mánuði,“ segir Friðrik Friðriksson, grænmetisbóndi í Jörfa á Flúðum og formaður Félags garðyrkjuframleiðenda.  Grænmetisframleiðendur íhuga að hætta vetrarræktun  Hækka þyrfti verð um tugi prósenta til að standa undir auknum álögum en markaðurinn þolir ekki hærra verð  30% hækkun frá áramótum Í HNOTSKURN »Friðrik notar 2,5-3 millj-ónir kílóvattstunda á ári. Því er ljóst að króna, og þó það væru aurar, á hverja kWst er fljót að telja í rekstrinum. »Friðrik notar meiri raf-orku en Eyrarbakki og Stokkseyri til samans en hann borgar sama verð fyrir hverja kWst. »Þó að raforkan sé ódýrariá nóttunni og um helgar kemur það grænmetisbændum ekki til góða þar sem plöntur þurfa reglubundna birtu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.