Morgunblaðið - 14.10.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„VIÐ hyggjumst virkja visku fjöldans og gera niður-
stöðurnar aðgengilegar öllum sem vilja efla íslenskt
samfélag,“ segir María Ellingsen leikkona. Í gær
voru send út boðsbréf vegna Þjóðfundar sem haldinn
verður 14. nóvember næstkomandi. Til fundarins er
boðið 1.200 Íslendingum sem valdir eru af handahófi
úr þjóðskrá og til fundar í eigin nafni. Auk þeirra er
300 fulltrúum stofnana, samtaka og annarra slíkra
boðið til fundarins þar sem vænta má að æði mörg
viðhorf heyrist.
Grasrótarhópurinn Mauraþúfan stendur að þjóð-
fundinum, sem kynntur var á blaðamannafundi í
gær. Fyrirkomulag fundarins er að fólk verður kall-
að saman í litla hópa og það fengið til að leggja orð í
belg um viðhorf sín, skoðanir og fleira slíkt. „Þessi
aðferð er vel þekkt og eftir fundinn eigum við að
vera komin með tölfræðilega marktæka niðurstöður
um hvað endurspeglar þjóðarvilja,“ segir Bjarni
Snæbjörn Jónsson, einn aðstandenda fundarins.
Hann segir að sérstaklega verði fiskað eftir því
hvaða gildi og viðhorf sameina þjóðina fremur en
sundra en slíkt hafi verið mjög áberandi í allri um-
ræðu um menn og málefni að undanförnu.
„Við viljum leita svara við þeirri spurning hvar
okkur hrakti af leið og hvað hugmyndir og lausnir
svo íslenska þjóðin komst af stað eftir efnahags-
hrunið í fyrrahaust,“ segir Bjarni Snæbjörn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kynning Frá vinstri talið eru Bjarni Snæbjörn Jónsson, María Ellingssen og Sigrún Þorgeirsdóttir. Mauraþúf-
an er grasrótarhópurinn sem stendur að Þjóðfundinum sem er í undirbúningi og miklar vonir eru bundnar við.
Virkja visku þjóðar
Mauraþúfan boðar Þjóðfund 14. nóvember Leita
gilda sem sameina 1.500 manns boðaðir á fundinn
VIÐ viljum byrja strax í næsta mán-
uði og teljum góðar líkur á að það
takist,“ segir Peter Travis Campell
hjá hollenska fyrirtækinu ECA, sem
undirbýr viðhaldsstöð fyrir 18 vopn-
lausar orrustuflugvélar í stóra flug-
skýlinu á Keflavíkurflugvelli. ECA
sérhæfir sig í varnaræfingum fyrir
Atlantshafsbandalagið, NATO, og
reiknar með að 150-200 störf skapist
hjá fyrirtækinu hér á landi, auk af-
leiddra starfa á svæðinu. Um er að
ræða fjárfestingu upp á 4,5 milljarða
króna og er fjármögnun að mestu
leyti tryggð, að sögn Campells, sem
verður stöðvarstjóri hér. Stofnað
verður félagið ECA á Íslandi.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu á mánudag hefur ECA
undirbúið verkefnið í samstarfi við
ÍAV Þjónustu, dótturfélag Íslenskra
aðalverktaka. Viðræður hafa einnig
staðið yfir við íslensk stjórnvöld um
ýmis leyfi fyrir starfseminni, en auk
viðhaldsstöðvar og þjálfunaraðstöðu
fyrir heri NATO-ríkjanna er mögu-
legt að flugskóli verði starfaður.
Engar varnaræfingar munu þó fara
fram á vegum fyrirtækisins.
Að sögn Campells þurfti einnig að
semja við stjórnvöld í Hvíta-
Rússlandi, þaðan sem orrustuþot-
urnar eru fengnar frá Sukhoi-
verksmiðjunum, til að tryggja að
þoturnar séu ekki notaðar í hern-
aðarlegum tilgangi. bjb@mbl.is
Þotur Orrustuþoturnar koma frá
Sukhoi og munu fá TF-stafina.
ECA vill
hefja störf
sem fyrst
Fjárfesting upp á 4,5
milljarða króna
„VIÐ núverandi
aðstæður í efna-
hagslífinu kann
að vera nauðsyn-
legt að víkja
tímabundið til
hliðar sam-
keppnisreglum
til að ná fram
nauðsynlegri
hagræðingu í atvinnulífinu í því
skyni að skapa sterkari fyrirtæki.“
Þetta segir í umfjöllun um bráðaað-
gerðir á vefsíðu ASÍ sem lögð verð-
ur fram til umræðu á ársfundi ASÍ í
næstu viku. „Slíkt verður þó að
gera af mikilli varfærni og gæta að
langtímahagsmunum neytenda og
ekki síður fyrirtækja, því að fá-
keppni og einokun hefta möguleika
nýrra fyrirtækja til að hasla sér völl
á markaði,“ segir þar ennfremur.
Tvö stærstu heildarsamtök launa-
fólks verða með þing sín á sama
tíma í næstu viku. Ársfundur ASÍ
fer fram dagana 22. og 23. október
og þing BSRB verður haldið 21. -
23. október. Efnahagsþrenging-
arnar eru mál málanna samkvæmt
dagskrám fundanna.
Víkja samkeppn-
isreglum til hliðar?
TÓLF japönsk túnfiskveiðiskip
voru á veiðum rétt utan íslensku
efnahagslögsögunnar suður af
landinu í fyrrinótt. Skipin sáust í
eftirlits- og gæsluflugi Landhelg-
isgæslunnar á TF-Sif.
Ekki eru leyfðar túnfiskveiðar
innan íslensku lögsögunnar en sam-
kvæmt því sem fram kemur á
heimasíðu sjávarútvegsráðuneyt-
isins var ákveðið að veiðiheimildir
Íslands fyrir árið 2009 úr stofni
Austur-Atlantshafs bláugga-
túnfisks yrðu geymdar og fluttar
óskertar til ársins 2011. ai@mbl.is
Tólf japönsk skip
á túnfiskveiðum
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Í viðræðum launþegasamtaka,
vinnuveitenda, ríkis og sveitarfélaga
í Karphúsinu er nú m.a. reynt að
finna leiðir úr vanda sem kominn er
upp í kjaramálum á opinbera vinnu-
markaðinum. Stefnir í ákveðið mis-
vægi á milli umsaminna launahækk-
ana hópa launþega eftir því hvort
þeir semja við ríki eða sveitarfélög. Í
hnotskurn snýst þetta um ólíkar leið-
ir sem farnar hafa verið í samningum
um hækkanir launataxta til að
tryggja kaupmátt lægstu launa.
Þegar stöðugleikasáttin var und-
irrituð í júní gengu ASÍ og SA frá
framlengingu samninga m.a. um
krónutöluhækkanir kauptaxta 1. júlí
og 1. nóvember. Þá kemur að
óbreyttu til almenn 2,5% hækkun 1.
júní 2010. Ríkið hefur farið aðra leið
við endurnýjun samninga BSRB-fé-
laga. Þar er kveðið á um krónutölu-
hækkanir með sama hætti, sem fara
svo stiglækkandi eftir því sem ofar
kemur í launastiganum en 1. júní ná
hækkanirnar þó upp að 310 þúsund
kr. mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
Að mati Samninganefndar ríkisins
eru ASÍ/SA hækkanirnar mun meiri
vegna 2,5% almennu hækkunarinnar
í júní 2010. ,,Við lok samningstíma-
bilsins endum við í rauninni heldur
neðar en almenni markaðurinn,“
segir viðmælandi hjá ríkinu.
Meginvandinn snýr að sveitar-
félögunum, sem hafa ekki treyst sér
til að ganga eins langt og ríkið í
launakostnaðarhækkunum.
Þetta hefur valdið kennurum
áhyggjum en þeirra samningar eru
ófrágengnir. Kennarafélögin semja
sem kunnugt er við bæði ríki og
sveitarfélög. „Það gengur engan
veginn að það verði sitthvor línan í
gangi gagnvart ríkinu og sveitar-
félögunum,“ segir viðmælandi sem
óttast að með þessu verði innsiglað-
ur launamunur og ákveðnir hópar
verði skildir eftir. Einnig er ósamið
við BHM og fleiri félög. Ljóst er af
máli manna að þeir vilji leita allra
leiða til að leysa málið en fyrst verði
að koma í ljós hvort samningar ASÍ
og SA verða framlengdir 1. nóv.
Reyna að leiðrétta misgengi
Þrjár ólíkar leiðir sem farnar eru á almenna og opinbera vinnumarkaðinum við hækkanir lægri
launataxta skapa vandamál Samningar kennara og BHM enn ófrágengnir Leita lausna í Karphúsi
Í viðræðum um stöðugleikasátt-
ina í Karphúsinu er gerð tilraun
til að leysa úr flækjum sem blasa
við í kjaramálum opinberra
starfsmanna vegna ósamræmis
launahækkana hópa á næsta ári.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stíf fundarhöld Forystumenn á vinnumarkaði hafa skipt liði í þrjá vinnu-
hópa sem funduðu í Karphúsinu í gær og halda viðræðum áfram í dag.
„Við höfum áhyggjur af því að það
gangi mjög hægt að ná hagkerfinu
inn á sporið með þessari aðferð
sem [Seðlabankinn og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn] eru að beita,“
sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti
ASÍ eftir fund í starfshópi um
vaxta- og gengismál í Karphúsinu í
gær. „Við höfum áhyggur af því að
á sama tíma hækkar jafnvægis-
gengið að nafnvirði og líkurnar á
að evran fari aftur niður í 130
verða sífellt minni. Það hefur í för
með sér að lífskjör og kaupmáttur
rýrnar þeim mun meira. Það þýðir
líka að afrakstursgeta útflutnings-
fyrirtækjanna verður mjög mikil.
Það er uppskrift að því að það
verði mjög mismunandi launaþró-
un í landinu,“ segir hann. Gylfi
bendir líka á að gengi krónunnar
verði að styrkjast sem allra fyrst
og kaupmáttur að aukast. „Seðla-
bankinn verður líka að horfa inn í
framtíðina og vinna með okkur að
því að finna leiðir út úr þessu. Ég
met það svo að það sé vilji til
þess.“
Uppskrift að mismunandi launaþróun
Sama vinnulag hefur verið tekið
upp í Karphúsinu og við gerð stöð-
ugleikasáttmálans í júní. Fulltrúar
allra helstu launþegasamtaka,
samtaka atvinnurekenda, ríkis og
sveitarfélaga hafa skipt liði í
starfshópum sem fást við stór við-
fangsefni. Einn hópurinn fjallar um
ríkisfjármál og fyrirhugaðar
skattahækkanir. Annar um stór-
framkvæmdir og atvinnumál.
Þriðji hópurinn fjallar um vexti,
gjaldeyrishöftin og gengi. Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ, eiga báðir sæti í þeim
hópi. Í gær komu seðlabankastjóri
og ráðuneytisstjórar á fundina.
Skoða vexti, skatta og framkvæmdir