Morgunblaðið - 14.10.2009, Page 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
Í fyrri tíð var gamla stjórnar-ráðshúsið við Lækjartorg fang-
elsi, enda byggt sem slíkt. Bar
það af flestum öðrum húsum
landsins og þótti myndarleg
áminning um að konungsvaldið
væri ekki eins langt undan og
virtist.
Stafaði þá ógn frá húsinu og erekki alveg laust við að enn
votti fyrir henni, einkum þó er
yfirvöldin brýna fyrir almúganum
að Icesave-grýlan taki þá óþekkt-
arorma, sem hafa tilburði til að
ganga uppréttir, þótt þeir geri
það heima hjá sér og ekki sé
nema örskotsstund í einu.
Úr tugthúsinuheyrðust
hljóð sem vitn-
uðu um að
ólánsmönnum
var haldið að
vinnu og enn í
dag berast
spunahljóð úr
húsinu. Ný-
breytnin er sú,
að það eru ekki
gæfusnauðir
fangar og snærisþjófar sem
spinna, heldur fjölmiðlafulltrúar,
sem hlaupið hefur á snærið hjá.
Jón Magnússon fyrrverandi al-þingismaður sér í gegnum
spunann.
Hann skrifar: „Vinstri grænvirðast ekki átta sig á því að
þeirra er fyrst og fremst ábyrgð-
in á Icesave-samningnum. Foringi
þeirra skipaði vanhæfa samninga-
nefnd um Icesave, sem kom heim
með ómögulegan samning sem
Steingrímur J. lýsti stuðningi við
og undirritaði. Það eru afleið-
ingar þessara gjörða Steingríms
J. sem Vinstri græn bera alla
ábyrgð á. Kostir þeirra eru því í
raun tveir. Að samþykkja gjörðir
foringja síns eða lýsa vantrausti á
hann.“ Er nokkru við þetta að
bæta?
Jón Magnússon hrl
og fyrrverandi
alþingismaður.
Enn er spunnið
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 9 skýjað Lúxemborg 11 léttskýjað Algarve 26 heiðskírt
Bolungarvík 9 skýjað Brussel 11 skýjað Madríd 20 léttskýjað
Akureyri 9 léttskýjað Dublin 14 skýjað Barcelona 24 léttskýjað
Egilsstaðir 7 heiðskírt Glasgow 14 skýjað Mallorca 24 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 8 léttskýjað London 14 heiðskírt Róm 19 heiðskírt
Nuuk 3 skýjað París 15 skýjað Aþena 22 skýjað
Þórshöfn 11 alskýjað Amsterdam 13 léttskýjað Winnipeg -8 heiðskírt
Ósló 6 heiðskírt Hamborg 10 léttskýjað Montreal 3 skúrir
Kaupmannahöfn 7 skýjað Berlín 9 léttskýjað New York 12 alskýjað
Stokkhólmur 5 léttskýjað Vín 8 léttskýjað Chicago 3 skýjað
Helsinki 3 skýjað Moskva 11 þoka Orlando 24 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
14. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3.05 3,2 9.16 1,1 15.26 3,6 21.52 0,8 8:16 18:12
ÍSAFJÖRÐUR 5.22 1,7 11.22 0,5 17.25 2,0 8:27 18:11
SIGLUFJÖRÐUR 0.54 0,3 7.23 1,2 13.12 0,5 19.27 1,3 8:10 17:54
DJÚPIVOGUR 0.06 1,7 6.12 0,6 12.43 1,9 18.56 0,7 7:47 17:40
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á fimmtudag
Suðvestan 13-20 m/s og skúrir,
en heldur hægari og léttskýjað
að mestu á A-verðu landinu.
Hiti 5 til 10 stig.
Á föstudag
Sunnan 10-18 m/s og fer að
rigna um landið vestanvert, en
annars hægari og þurrt að
kalla. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag
Suðvestlæg átt og væta víða
um land, en yfirleitt þurrt NA-
til. Áfram milt veður.
Á mánudag
Búast má við austan hvassviðri
eða stormi með rigningu.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Víða rigning fyrripartinn, eink-
um þó sunnan- og vestanlands.
Suðvestlægari og skúrir um
landið sunnan- og vestanvert
eftir hádegi, en annars þurrt að
kalla. Hvessir í kvöld, einkum
vestantil. Hiti 7 til 13 stig að
deginum, hlýjast á A-landi.
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
GERT er ráð fyrir að makrílafli í Norðaustur-
Atlantshafi verði í ár rúmlega 800 þúsund tonn.
Það er verulega umfram ráðgjöf Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins, ICES, sem lagði til að makrílaflinn
yrði í kringum 550 þúsund tonn á árinu. Afli Ís-
lendinga er orðinn um 116 þúsund tonn, en aðrar
þjóðir, einkum Norðmenn og Færeyingar, hafa
veitt talsvert umfram ráðgjöf.
Lagt er til að heildarafli makríls á árinu 2010
verði á bilinu 527-572 þús. tonn.
Minnkandi afli kolmunna á næstu árum
Alþjóðahafrannsóknaráðið telur að stofn norsk-
íslenskrar vorgotsíldar sé nýttur á sjálfbæran
hátt. Gert er ráð fyrir að aflinn á árinu 2009 verði
rúm 1600 þús. tonn, þar af afli Íslendinga um 240
þús. tonn. Samkvæmt tillögu ráðsins verður afla-
markið 1.483 þús. tonn af norsk-íslenskri síld 2010.
Hrygningarstofn kolmunna hefur farið minnk-
andi síðustu ár vegna minnkandi nýliðunar og var
hann metinn um 3,6 milljónir tonna árið 2009. Ár-
gangar frá 2005-2008 eru allir metnir mjög litlir,
nálægt sögulegu lágmarki. Þess vegna er gert ráð
fyrir að hrygningarstofn og afli muni minnka á
næstu árum. Gert er ráð fyrir að aflinn á árinu
2009 verði um 600 þús. tonn, þar af afli Íslendinga
tæp 100 þús. tonn. Samkvæmt tillögu ICES verð-
ur aflamarkið 540 þús. tonn af kolmunna árið 2010.
Hafrannsóknastofnunin hefur tekið þátt í starfi
ICES við mat á stærð og veiðiþoli þessara stofna.
Makrílaflinn umfram ráðgjöf
Norsk-íslenska síldin nýtt á sjálfbæran hátt Lélegir árgangar kolmunna
Á föstudag sl. átti félagið Geðhjálp
30 ára afmæli og af því tilefni af-
henti stjórn Geðhjálpar frum-
kvæðisverðlaun félagsins í fyrsta
sinn. Verðlaunin voru veitt fyrir
nýjungar í þjónustu við geðsjúka
og úrræði til þess fallin að efla geð-
heilsu. Að þessu sinni runnu verð-
launin til þriggja aðila. Norð-
lingaskóli í Reykjavík fékk
verðlaunin fyrir framúrskarandi
forvarnarstarf með einstaklings-
miðuðu námi sem miðar að því að
styðja nemendur í að finna og nýta
og hæfileika sem best. Björgin –
Geðræktarmiðstöð Suðurnesja
hlaut verðlaunin fyrir að sinna með
framsýnum hætti valdeflingu geð-
fatlaða og fyrir að hjálpa fólki að
finna leiðir til að auka lífsgæði sín.
Jóna Rut Guðmundsdóttir verk-
efnisstjóri hjá Reykjavíkurborg
fékk verðlaunin vegna ötuls starfs
að Straumhvarfaverkefninu – nýj-
um búsetuúrræðum fyrir geðfatl-
aða í Reykjavík. Geðhjálp hefur átt
gott samstarf við Jónu Rut sem
hefur sýnt góðan skilnig á mann-
réttindum geðfatlaða og mikilvægi
þess að þeir lifi sjálfstæðu lífi og
njóti fullrar virðingar í samfélag-
inu.
Frumkvöðlar Félagsmálaráðherra Árni Páll Árnason ásamt frumkvæðis-
verðlaunahöfum Geðhjálpar árið 2009.
Frumkvæðisverðlaun
Geðhjálpar veitt