Morgunblaðið - 14.10.2009, Page 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
*
M
.v
.1
5
0
þ
ú
su
nd
kr
.i
nn
le
nd
a
ve
rs
lu
n
á
m
án
u
ð
i,
þ
.a
.1
/3
h
já
sa
m
st
ar
fs
að
ilu
m
./
S
já
ná
n
ar
á
w
w
w
.a
u
ka
kr
on
ur
.is
.
40 andlitshreinsar
á ári fyrirAukakrónur
Þú getur keypt þér 3 andlitshreinsa í mánuði í apótekum Lyfja & heilsu fyrir Aukakrónurnar
sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða fengið þér eitthvað annað sem þig langar í hjá
samstarfsaðilum Aukakróna.
*
AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000
Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is
N
B
Ih
f.
(L
an
d
sb
an
ki
nn
),
kt
.4
71
0
0
8
-2
0
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
9
3
2
1
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
ÍSLANDSBANKI keypti 2,6 pró-
senta hlut Ólafs Jóhanns Ólafssonar
í Geysi Green Energy (GGE) í júlí
síðastliðnum. Þetta staðfestir Ásgeir
Margeirsson, forstjóri GGE. Ólafur
Jóhann keypti hlutinn fyrir tíu millj-
ón dali, um 1,3 milljarða króna á nú-
virði, í júlí 2008. Ekki er ljóst hversu
mikið ríkisbankinn Íslandsbanki
greiddi fyrir hlutinn.
Morgunblaðið beindi fyrirspurn til
Íslandsbanka um málið. Í svari Más
Mássonar, forstöðumanns sam-
skiptamála bankans, segir orðrétt að
Íslandsbanki „geti ekki tjáð sig um
málefni einstakra viðskiptavina“.
Skömmu áður en að Ólafur Jóhann
seldi sinn hlut hafði GGE selt 10,8
prósenta hlut í HS Orku til kanad-
íska fyrirtækisins Magma Energy.
Nokkru seinna bætti Magma 32,32
prósenta hlut Orkuveitu Reykjavík-
ur í HS Orku.
Kom inn með Wolfensohn
Ólafur Jóhann keypti sig inn í
GGE á sama tíma og Wolfensohn &
Co., bandarískt fjárfestingar- og
ráðgjafarfyrirtæki sem er meðal
annars í eigu James Wolfensohn,
fyrrum bankastjóra Alþjóðabank-
ans. Fyrirtækið ætlaði sér að borga
15 milljónir dala, um 1,9 milljarða
króna á núvirði, fyrir 3,9 prósenta
hlut í GGE. Í kjölfarið settist Adam
Wolfensohn, sonur James, í stjórn
GGE. Eftir hrun íslenska bankakerf-
isins í október í fyrra neitaði Wolfen-
sohn hins vegar að greiða fyrir hlut-
inn og bar fyrir sig óvenjulegar
aðstæður. Líkt og kom fram í Morg-
unblaðinu í gær þá fór stjórn GGE
fram á það við forstjóra félagsins,
Ásgeir Margeirsson, að hann inn-
heimti fjármunina eftir lögfræðileg-
um leiðum. Þorsteinn Vilhelmsson,
fyrrum stjórnarmaður í GGE, sagði
þar að forstjórinn hefði hins vegar
ekki farið í „þær aðgerðir sem
stjórnin fól honum að framkvæma“.
Ásgeir hafnar því að hafa ekki sett
málið í innheimtu og segir það vera
komið í ferli.
Íslenska ríkið, lífeyrissjóðir og
sveitarfélög, meðal annars Grinda-
vík, eiga nú í viðræðum um að eign-
ast GGE um þessar mundir. Lands-
bankinn, Íslandsbanki og fulltrúi
lífeyrissjóða fengu fjóra menn skip-
aða í fimm manna stjórn GGE á aðal-
fundi félagsins í lok ágúst, en fjár-
hagsstaða félagsins er veik og
framtíð þess í höndum helstu lána-
drottna þess, sem eru ofangreindir
bankar. Ef þessar hugmyndir ganga
eftir munu opinberir aðilar og lífeyr-
issjóðir eignast 55 prósenta hlut
GGE í HS Orku.
Íslandsbanki keypti hlut
Ólafs Jóhanns í Geysi Green
Keypti sig inn í Geysi Green í júlí 2008 Ári síðar keypti Íslandsbanki hlutinn
Ólafur Jóhann
Ólafsson
Ásgeir
Margeirsson
ÞETTA HELST ...
● VELTA á skuldabréfamarkaði nam
rúmum þrettán milljörðum króna, en
velta með hlutabréf var sem fyrr öllu
minni, eða 49 milljónir.
Mesta breytingin á ávöxtunarkröfu
varð á stysta flokki ríkisskuldabréfa,
sem eru á gjalddaga í mars 2010.
Hækkaði krafan um 0,6 prósentustig.
bjarni@mbl.is
Töluverð hækkun
ávöxtunarkröfu
● Landsvaki, rekstraraðili verðbréfa-
og fjárfestingasjóða Landsbankans,
hefur ákveðið að áfrýja dómum Hér-
aðsdóms Reykjavíkur er varða mál-
efni peningamarkaðssjóðs Lands-
bankans til Hæstaréttar. Ákvörðun
um þetta var tekin á stjórnarfundi í
gær.
Í dómi Héraðsdóms í síðustu viku
var fallist á varakröfu átján
hlutdeildarskírteinishafa í sjóðnum
og viðurkenndur réttur þeirra til
skaðabóta. Aðalkröfu hópsins var
hins vegar vísað frá. thordur@mbl.is
Landsvaki áfrýjar sjóðs-
dómi til Hæstaréttar
Landsvaki rekur sjóði Landsbanka.
● Ríkissjóður tók í gær tæpa 33
milljarða króna að láni með því að
selja fjárfestum ríkisvíxla til fjögurra
mánaða. Alls bárust tilboð fyrir tæpa
46 milljarða í útboðinu.
Vextirnir sem ríkið þarf að borga
af þessari upphæð eru 8,5 prósent.
Vaxtagreiðslurnar nema því um 935
milljónum króna. Ávöxtunarkrafa á
bréf ríkisins hækkaði í gær.
bjorgvin@mbl.is
Ríkið tók lán og borgar
tæpan milljarð í vexti
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
BANDARÍSKA lyfjafyrirtækið
Alvogen, sem sérhæfir sig í þróun og
framleiðslu samheitalyfja, hyggst
byggja upp hluta starfsemi sinnar á
Íslandi á næstu misserum. Undir
forystu starfandi stjórnarformanns,
Róberts Wessman, fyrrverandi for-
stjóra Actavis, hefur Alvogen sett
sér það markmið að komast í hóp tíu
stærstu samheitalyfjafyrirtækja
heims innan fimm ára. Er fyrirhugað
að hluti af starfsemi félagsins, svo-
kölluð stoðsvið, verði staðsett hér á
landi. Þau hafa það hlutverk að
styðja við vöxt Alvogen á erlendum
mörkuðum og munu m.a. bera
ábyrgð á stefnumótun, skoðun fjár-
festingatækifæra og uppbyggingu
vörumerkis Alvogen. Þá verður ýmis
sérfræðiþjónusta, sem snýr að fyrr-
nefndum verkefnum, keypt hér á
landi. Nú þegar hafa nokkrir lykil-
stjórnendur verið ráðnir til félagsins
á Íslandi. Má þar nefna Fjalar Krist-
jánsson, sem mun taka þátt í upp-
byggingu þróunarstarfs félagsins,
en hann starfaði áður hjá Actavis.
Þá hefur Bjartur Logi Ye Shen
verið ráðinn til að sinna fjármála-
greiningum og gerð viðskiptaáætl-
ana, en hann var áður hjá Glitni og
Salt investments. Jafnframt hefur
félagið ráðið Önnu Kristínu Ás-
björnsdóttur sem aðstoðarmann
stjórnarformanns Alvogen. Auk Ró-
berts, Fjalars og Halldórs Krist-
mannssonar, sem sinnir ýmsum
verkefnum hjá Alvogen, er Svafa
Grönfeldt líka hjá fyrirtækinu en
hún situr í stjórn þess. Öll eiga þau
það sameiginlegt að vera fyrrum
starfsmenn Actavis.
Tilkynnt var um kaup fjárfesting-
arsjóðs í umsjón Róberts Wessman á
ráðandi hlut í Alvogen í sumar, en
fyrirtækið er með yfir 100 ára
rekstrarsögu og var áður í eigu
Procter og Gamble. Róbert er því
kominn í beina samkeppni við fyrr-
um vinnuveitanda sinn, en hann var
forstjóri Actavis um árabil og lét af
því starfi í ágúst á síðasta ári.
Róbert Wessman í beina
samkeppni við Actavis
Hluti af Alvogen
verður á Íslandi
Róbert
Wessman
Bjartur Logi
Ye Shen
Fjalar
Kristjánsson
Anna Kristín
Ásbjörnsdóttir
ALLS bárust 22
framboð í stjórn
Íslenska lífeyris-
sjóðsins. Kosið
verður um fjóra
stjórnarmenn,
tvo til tveggja
ára og tvo til eins
árs, á aukaárs-
fundi mánudag-
inn 19. október
næstkomandi.
Bankastjórn Landsbankans skipar
fimmta stjórnarmanninn.
Tvær konur eru í framboði en
tuttugu karlmenn.
Embætti sérstaks saksóknara
hefur rannsakað fjárfestingar
fimm lífeyrissjóða sem voru í stýr-
ingu hjá Landsbankanum, þar á
meðal Íslenska lífeyrissjóðinn.
Jóhann Páll Símonarson, sem
hefur gagnrýnt vinnubrögðin, segir
marga meðframbjóðendur sína með
sterk tengsl við Landsbankann.
Margir gefa
kost á sér í
stjórnarkjöri
Aukafundur íslenska
lífeyrissjóðsins
Jóhann Páll
Símonarson
● VÍSITALA neysluverðs mun hækka
um 0,5 prósent í október, gangi spá
greiningardeildar Íslandsbanka eftir.
Það þýðir að 12 mánaða verðbólga
mun lækka úr 10,8% í 9%. Gerir grein-
ingardeildin ráð fyrir því að húsnæðis-
liður vísitölunnar verði óbreyttur milli
mánaða. Þá spáir hún því að 12 mán-
aða verðbólga muni lækka hratt það
sem eftir lifir árs og verði komin í um
6 prósent í árslok. bjarni@mbl.is
Spá því að verðbólga
verði 6% í árslok