Morgunblaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009 VIÐBRÖGÐ VIÐ FLÓÐBYLGJU ÆFÐ Átján lönd við Indlandshaf taka í dag þátt í æfingu með stuðningi Sameinuðu þjóðanna til að æfa viðbrögð við flóðbylgju af völdum neðanjarðarskjálfta eða eldsumbrota og kanna gagnsemi viðvörunarkerfis IOTWS Heimildir: Fjölmiðlamiðstöð SÞ, USAid ÁSTRALÍA AUSTUR-TÍMOR BANGLADESS PAKISTAN BÚRMA ÓMAN INDÓNESÍA SINGAPÚR MALDÍEYJAR SRÍ LANKA MALASÍA MADAGASKAR MÁRITÍUS SEYCHELLES- EYJAR MÓSAMBÍK TANSANÍA KENÍA INDLAND IOTWS VIÐVÖRUNARKERFIÐ VIÐVÖRUNIN SEND ÚT ÆFINGIN Viðvörunarkerfinu var komið á í löndunum við Indlandshaf með hjálp Bandaríkjanna og UNESCO eftir flóðbylgjuna miklu árið 2004 Jarðskjálfti eða eldsumbrot valda flóðbylgju Æfð viðbrögð við jafnöflugum skjálfta og varð árið 2004, en hann mældist 9,2 stig á Richterskvarða og olli gríðarlegri eyðileggingu í löndum frá Ástralíu til Suður-Afríku Í æfingunni á flóð- bylgjan að fara á rauntíma yfir Indlands- haf. Gert er ráð fyrir því að það taki hana um 12 klst. að berast frá Indónesíu til strandar Suður-Afríku Viðvaranir og tilkynningar verða sendar út frá veðurstofu Japans og Flóðbylgju- viðvörunarmiðstöðinni á Hawaii, en þær hafa aðstoðað við uppbygg- ingu viðvörunarkerfisins frá árinu 2005 Lönd sem taka þátt í æfingunni Margvísleg tæki, m.a. dufl, stöðvar sem mæla sjávarföll og skjálftamælar eiga að greina flóðbylgjurnar Gögn frá tækjunum eru flutt í gegnum gervihnött í greiningarmiðstöð Flóðbylgjuviðvörun er síðan send til almannavarnayfirvalda í löndunum og fjölmiðla Skjálftamælar Stöðvar sem mæla sjávarföll Dufl Viðvörunar- miðstöðin Varað við flóðbylgju Ríkisstjórnir landanna Fjölmiðlar Strandgæsla Slökkvilið Lögregla Héruð Borgir Þorp Bæir Íbúar Skip Staðbundnar mælinga- stöðvar Mælingar Greining og spá Upplýsingum dreift 1 2 3 4 1 2 3 4 Flóðbylgjudufl Mælar á hafsbotni Stöðvar sem mæla sjávarföll Flekamót Gervihnöttur Skjálftamælar Greiningar- miðstöð FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is VACLAV Klaus, forseti Tékklands, hefur lengi verið harður andstæð- ingur frekari samruna ríkja Evrópu- sambandsins og er nú síðasta fyrir- staða þess að Lissabon-sáttmálinn taki gildi í aðildarlöndunum 27. Eftir að Lech Kaczynski, forseti Póllands, staðfesti sáttmálann á laugardaginn var, er Tékkland nú eina aðildarlandið sem hefur ekki enn fullgilt hann. Vaclav Klaus olli miklu uppnámi í Brussel á föstudag þegar hann krafðist þess að Tékk- land fengi undanþágu frá sáttmál- anum til að tryggja að Evrópudóm- stóllinn, dómstóll Evrópusam- bandsins, gæti ekki hnekkt úr- skurðum tékkneskra dómstóla um eignir Súdeta-Þjóðverja, þ.e. þýsku- mælandi íbúa héraðanna Bæheims og Mæris, sem voru hraktir frá Tékkóslóvakíu eftir síðari heims- styrjöldina og sviptir eignum sínum. Vill bindandi tryggingu Klaus óttast að fái Tékkland ekki þessa undanþágu geti Súdeta-Þjóð- verjar endurheimt eignir sínar í landinu. Stjórn Tékklands segir að lögfræðilegar athuganir hafi leitt í ljós að þessi ótti sé ástæðulaus. Aðstoðarmaður Klaus, Ladislav Jakl, segir að forsetinn krefjist laga- lega bindandi tryggingar fyrir því að Súdeta-Þjóðverjar geti ekki endur- heimt eignir sínar með hjálp Evrópu- dómstólsins. Þetta sé ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir því að hann staðfesti Lissabon-sáttmálann og Klaus sætti sig ekki við að leiðtogar Evrópusam- bandsins leysi deiluna með því að undirrita sérstaka yfirlýsingu eins og þá sem gefin var út til að fullvissa Íra um að sáttmálinn hefði ekki áhrif á hlutleysisstefnu, skatta og fóstureyð- ingarlög þeirra. Tékkneska þingið samþykkti Lissabon-sáttmálann fyrr á árinu en Klaus lýsti því yfir að hann myndi ekki skrifa undir hann fyrr en stjórn- lagadómstóll Tékklands kvæði upp úrskurð um kvartanir sautján þing- manna sem telja að nokkur ákvæði sáttmálans stangist á við stjórnar- skrá Tékklands. Tefji Klaus staðfest- ingu sáttmálans fram yfir þingkosn- ingar í Bretlandi á næsta ári og komist Íhaldsflokkurinn þá til valda ætlar David Cameron, leiðtogi flokksins, að bera sáttmálann undir þjóðaratkvæði. Líklegt er að Bretar myndu þá fella sáttmálann. Ljóst er að Klaus myndi ekki sýta þá niðurstöðu því hann telur Lissa- bon-sáttmálann um breytingar á skipulagi Evrópusambandsins aðeins til þess fallinn að draga úr lýðræði, auka um of völd skriffinna í Brussel og stærstu aðildarríkja sambandsins. Aðdáandi Thatcher Vaclav Klaus er 68 ára gamall, mikill aðdáandi Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bret- lands, og hefur alltaf litið á það sem helsta hlutverk sitt sem stjórnmála- manns að standa vörð um frelsi ein- staklingsins. Hann gaf nýlega út bók, sem nefnist „Blá pláneta í grænum fjötrum“, þar sem hann dregur í efa loftslagsbreytingar af mannavöldum og gagnrýnir „sefasýki“ umhverfis- verndarsinna sem hann sakar um að skerða frelsi einstaklingsins eins og kommúnistar gerðu á valdatíma þeirra í Austur-Evrópu. Ófrávíkjanlegt skilyrði Vaclav Klaus krefst þess að Tékklandi verði veitt undanþága frá Lissabon-sáttmál- anum til að tryggja að Súdeta-Þjóðverjar geti ekki endurheimt eignir í landinu Reuters Andspyrna Klaus er síðasta fyrirstaða þess að sáttmáli ESB gangi í gildi. Í HNOTSKURN » Klaus var eitt sinn vinurJans Fischers, forsætis- ráðherra Tékklands, en vin- átta þeirra hefur kulnað. Fisc- her komst til valda eftir að bandamenn Klaus á þinginu tóku þátt í því að fella stjórn Mireks Topolaneks í mars. » Topolanek tók við afKlaus sem leiðtogi hægri- flokksins ODS en missti stuðning hans þar sem Klaus taldi hann of hallan undir ESB. NEPALINN Khagendra Thapa Magar, sem er aðeins hálfur metri á hæð, á afmæli í dag og eitt af því sem hann óskar sér í afmælis- gjöf er eiginkona í svipaðri hæð og hann sjálfur. Hann á von á mörgum bónorðum þegar Heims- metabók Guinness staðfestir að hann sé minnsti maður í heimi. „Nú er ég orðinn 18 ára og vil tvennt: að fá staðfestingu Heims- metabókar Guinness og finna konu sem er smávaxin eins og ég,“ hefur breska dagblaðið The Daily Telegraph eftir Khagendra. „Þegar ég hef verið opinberlega viðurkenndur sem minnsti maður í heimi býst ég við mörgum bón- orðum. Draumur minn er að eign- ast fjögur börn.“ Þrátt fyrir að hafa reynt að komast í Heims- metabókina nokkrum sinnum á síðustu árum hefur það ekki tek- ist. Khagendra var sagt að hann þyrfti að bíða þar til hann yrði fullvaxta. Reuters Afmælisbarn Nepalski dvergurinn Khagendra er 18 ára í dag. Kveðst óska sér konu í afmælisgjöf KÍNVERJAR og Rússar undirrituðu í gær um 40 viðskiptasamninga í tengslum við Kínaferð Vladímírs Pútíns, forsætisráðherra Rússlands. Samningarnir eru metnir á 3,5 milljarða dollara, jafnvirði nær 440 millj- arða króna. T.a.m. undirritaði Gazprom samning um að selja Kínverjum jarðgas. Kínverski forsætisráðherrann Wen Jiabao tekur hér á móti Pútín. Viðskipti landanna tveggja hafa meira en tvöfaldast á síðustu fjórum ár- um, að sögn kínverska viðskiptaráðuneytisins. VIÐSKIPTIN STÓRAUKIN Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.