Morgunblaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ákvörðunumhverfis-ráðherra
um að fella úr gildi
ákvörðun Skipu-
lagsstofnunar um
Suðvesturlínur hef-
ur vakið hörð viðbrögð. Í fyrra-
kvöld var haldinn hitafundur
um atvinnumál á Suðurnesjum
þar sem fram kom eindreginn
vilji fundarmanna um að stjórn-
völd hættu að standa í vegi fyrir
framkvæmdum á svæðinu. Á
Suðurnesjum eru nú 1600
manns án atvinnu, sem sam-
svarar yfir 12% atvinnuleysi, og
skyldi því engan undra þótt lít-
ill skilningur sé þar á ákvörðun
umhverfisráðherra, sem getur
tafið mannaflsfrekar fram-
kvæmdir um allt að tvö ár.
Ákvörðunin er ekki aðeins um-
deild fyrir þá sök að spilla fyrir
atvinnuuppbyggingu. Annað og
ekki síður alvarlegt er að
ákvörðunin kunni að vera lög-
brot. Þetta hefur meðal annars
komið fram hjá Helga Magnús-
syni, formanni Samtaka iðn-
aðarins. Samtök hans hafa bent
á að kærur vegna úrskurðarins
hafi borist ráðherra eftir að
kærufrestur hafi verið liðinn,
en engu að síður hafi úrskurður
verið felldur í stað þess að vísa
kærunum frá. Samtök iðnaðar-
ins hafa einnig bent á að í lögum
um umhverfismat sé settur
frestur sem gildi um hve langan
tíma ráðherra hafi til að úr-
skurða um ákvörðun Skipulags-
stofnunar. Sá frestur sé tveir
mánuðir frá því hin kærða
ákvörðun hafi verið tekin en
umhverfisráðherra hafi farið
rúma þrjá mánuði fram yfir
frestinn áður en hann felldi úr-
skurðinn úr gildi.
Samtök iðnaðar-
ins gagnrýna einn-
ig að ekki sé hægt
að reikna með sam-
fellu og staðfestu í
orðum og athöfnum
stjórnvalda, stofn-
ana og ráðherra. Samtökin
benda á að þegar árið 2006 hafi
Skipulagsstofnun komist að
þeirri niðurstöðu að nýta ekki
heimild til sameiginlegs um-
hverfismats vegna fram-
kvæmda við álverið í Helguvík.
Í apríl 2008 hafi þáverandi um-
hverfisráðherra komist að
þeirri niðurstöðu að ekki væru
forsendur til sameiginlegs
mats. Rétt er að vekja athygli á
því að sá ráðherra var frá Sam-
fylkingunni sem enn á sæti í
ríkisstjórn og því er stefnu-
breytingin enn sérkennilegri en
ella.
Athugasemdir Samtaka iðn-
aðarins eru afar skiljanlegar.
Ísland gengur nú í gegnum
mikla erfiðleika í atvinnulífinu
og tækifæri til nýsköpunar eru
ekki á hverju strái. Að ekki sé
talað um nýsköpun af þeirri
stærðargráðu sem um ræðir í
Helguvík. Nýjar kröfur og kú-
vendingar hjá stjórnvöldum
ganga alls ekki við þessar að-
stæður. Stjórnvöld verða að
skapa þær aðstæður að fyrir-
tækjum þyki eftirsóknarvert að
hefja og auka við starfsemi sína
hér á landi í stað þess að standa
í vegi fyrir uppbyggingu. Þá er
sérstaklega alvarlegt ef um-
hverfisráðherra hefur gengið
svo langt í að bregða fæti fyrir
nýsköpun að hún hafi farið á
svig við lögin. Ásökunum þess
efnis þarf ráðherrann að svara
með fullnægjandi rökum til að
taka af öll tvímæli í málinu.
Braut ráðherra lög í
viðleitni til að
hindra nýsköpun í
atvinnulífinu? }
Stjórnvöld standa
gegn nýsköpun
Samkeppnis-stofnun býr við
nýjan vanda. Rík-
isbankar hafa yfir-
tekið fyrirtæki,
stundum að hluta en stundum
með því að láta fyrri eigendur
sitja í sínu skjóli. Hvort
tveggja getur orðið keppinaut-
um á markaði mjög mótdrægt
og jafnvel komið þeim í mikil
vandræði.
Þekkt er að ríkisbankinn
beiti sér til að bæta rekstrar-
umhverfi hins yfirtekna fyrir-
tækis í þeim göfuga tilgangi að
fá sjálfur meira upp í töpuð lán
og þrýsti á að rekstrar-
kostnaður sé lækkaður. Keppi-
nauturinn, sem enn berst við að
standa í skilum við sína lánveit-
endur er þá kominn í óþægi-
lega stöðu. Ekki er
efast um vilja sam-
keppnisyfirvalda
til að skakka leik-
inn. En stofnunin
hefur margt á sinni könnu. Slík
mál eru umfangsmikil og þeim
fjölgar ört og þær reglur sem
um hennar málatilbúnað gilda
eru til þess fallnar að hægja á
aðgerðum. Fyrirtækin, sem
hallað er á, hafa ekki endilega
langan tíma áður en skaði er
skeður. Verstu dæmin eru þó
þau, þegar bankar fyrir dug-
leysi eða vegna gamalla
tengsla halda fyrirtækjum
gangandi og leyfa „eigend-
unum“ að halda áfram að mis-
nota þau til að skekkja enn
frekar samkeppnisumhverfið.
Því verður að linna.
Hlífir Samkeppnis-
eftirlitið ríkinu?}Nýtt samkeppnisvandamál E
itt af því sem mér hefur tekist að
læra í lífinu er að heimurinn er
fullur af góðu fólki. Það er sama
hvar þig ber niður á jörðinni,
alls staðar muntu rekast á gott
fólk. Þetta rann í fyrsta skipti upp fyrir mér
þegar ég dvaldi í 5 vikur í Cambridge í Eng-
landi í sumarskóla. Þá var ég 14 ára og hafði
aldrei farið ein til útlanda áður, en þetta var
fermingargjöfin mín frá ömmu og afa og
reyndist hún mér lærdómsríkari en flest ann-
að sem við kom fermingunni. Í skólanum voru
nemendur alls staðar að úr heiminum, sem
opnaði alveg nýja vídd fyrir mér, því fram til
þessa hafði ég fyrst og fremst umgengist fólk
með sama bakgrunn úr Mosfellsbænum. Úr
þeim þrönga veruleika hafði ég ekki gert mér
grein fyrir hvað ég ætti margt sameiginlegt
með fólki frá framandi slóðum.
Mér er sérstaklega minnisstæð rútuferð til London,
þar sem ég sat með félögum mínum Ahmed, múslima frá
olíuríkinu Quatar, og Yoav, gyðingi frá Tel Aviv í Ísrael.
Við kjöftuðum og hlógum alla leiðina, m.a. að því að þeir
ættu nú eiginlega ekki að sitja saman, því tæknilega séð
væru þjóðir þeirra óvinir. Þarna lærðist mér í fyrsta
skipti að vera þakklát fyrir að eiga enga meðfædda óvini
og gladdist líka yfir að geta myndað vinabönd við fólk af
svo ólíkum uppruna.
Þegar ég kom aftur heim var ég mjög hugsi yfir þess-
ari lífsreynslu og velti því fyrir mér hvort ég hefði eign-
ast vini af því ég var á réttum stað á réttum tíma, eða
hvort það væri sama hvert ég hefði farið, alls
staðar væri vini að finna. Síðar hef ég sem
betur fer orðið fullviss um hið síðarnefnda,
því ég hef borið gæfu til að eignast kæra vini í
öllum heimsálfum, sem allir hafa kennt mér
eitthvað nýtt eða hjálpað mér að sjá hlutina í
nýju samhengi.
Nú síðast í sumar náði ég óvæntri tengingu
við nýjan vin. Ég var á námskeiði í Þýska-
landi og hitti þar sjónvarpsfréttamann frá
ríkissjónvarpi Úzbekistan. Ég hafði aldrei áð-
ur hitt neinn frá þessum Mið-Asíulöndum og
við Bakhrom smullum ekki beinlínis við
fyrstu kynni. Við höfðum mjög ólíka nálgun á
hlutina og tókum snarpa rimmu. Hann fór
óseigjanlega í taugarnar á mér en í hádeginu
tókum við samt spjall og þá kom í ljós að við
áttum meira sameiginlegt en mig hafði grun-
að. Við höfðum bæði menntað okkur í málvísindum og
bókmenntum og höfðum bæði hug á að sækja samskonar
framhaldsnám í öðru fagi. Ekki nóg með það heldur höfð-
um við bæði gælt í huganum við framhaldsnám í Ástralíu
og skoðað sömu námsleiðir í sama háskólanum þar. Eftir
þetta töluðum við lengi saman um sameiginlegt áhuga-
mál; fjallgöngur og náttúruna í heimalöndum okkar.
Bakhrom frá Úzbekistan varð því til þess að minna
mig enn einu sinni á hversu mikið er alls staðar til af
skemmtilegu fólki. Tengslin hafa nú rofnað við mörg
þeirra sem ég hef kynnst í fjarlægum löndum, en ég veit
af þeim þarna úti, hvert í sínum heimshluta, og það lætur
mér líða vel. una@mbl.is
Una Sig-
hvatsdóttir
Pistill
Gott fólk
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Fjórir milljarðar kr.
í ónýtta fjárfestingu
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
G
REINT var frá því í vik-
unni að fyrirtækið Míla
ehf., sem rekur fjar-
skiptanet allra lands-
manna, hefði ákveðið að
segja upp nítján starfsmönnum.
Flestir voru tæknimenn sem unnið
hafa við að leggja fjarskiptakerfi í ný
hverfi. Lítið er um slíka vinnu um
þessar mundir.
Að sögn Páls Á. Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra Mílu, hefur fyrirtækið
unnið ötullega að því undanfarin ár
að leggja í ný hverfi, bæði lagnir fyrir
ljósleiðara og koparstrengi. Hann tel-
ur að fjárfestingin nemi um tveimur
milljörðum króna. „Þetta eru í raun
og veru þriggja ára birgðir. Við erum
að fjárfesta í þessum kerfum fyrir
svona 750 milljónir króna á ári. Það
voru auðvitað gífurlegar fjárfestingar
í nýjum hverfum á þessum árum.“
Hefði tryggt miklar tekjur
En þessi mikli samdráttur í bygg-
ingariðnaði hefur ekki aðeins áhrif á
Mílu. Gagnaveita Reykjavíkur rekur
gagnaflutningskerfi á svæði sem nú
nær frá Bifröst í Borgarfirði, suður
og austur um höfuðborgarsvæðið allt
út í Vestmannaeyjar. Gagnaveitan
hefur einnig lagt mikið af lögnum
sem ekki eru komnar í notkun. „Við
höfum ekki tekið saman samanburð-
artölur en ég hef enga ástæðu til að
ætla að fjárfesting okkar sé nokkuð
minni,“ segir Birgir Rafn Þráinsson,
framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar.
Birgir tekur hins vegar fram að
mikil áhersla hafi verið lögð á það hjá
fyrirtækinu að koma ljósleiðurum í
gagnið í nýjum hverfum og eru með
góða nýtingu. „Ný hverfi Mílu eru til-
tölulega fá á meðan við erum í nýjum
hverfum sem hafa verið að byggjast
upp síðan 2005.“ Birgir tekur fram að
hann á þar aðeins við um ljósleið-
aralagnir.
Hefði hin hraða uppbygging
hverfa sem var á umliðnum árum
haldið áfram – en ekki hrunið –
fengju fyrirtækin umtalsverðar
tekjur af lögnunum. Páll segir þær
hlaupa á hundruðum milljóna króna á
ársgrundvelli. Birgir Rafn tekur þó
annan pól í hæðina og segir ekkert
nýtt þó fjárfestingar þurfi að vera í
jörðu nokkur ár áður en þær eru að
öllu leyti nýttar. „Það er þekkt innan
Orkuveitunnar að það tekur oft lang-
an tíma fyrir ný hverfi að byggjast
upp og samkvæmt greiningu tekur
að meðaltali um átta ár að koma veit-
um í fulla nýtingu.“
Ekki verður hróflað við lögnunum
þó svo þær séu ónýttar að sinni og
segir Birgir að þó því verði ekki neit-
að að hraðari uppbygging hverfa
væri óskandi sé um framtíðartekjur
að ræða. Páll tekur undir og segist
vona að betri tímar komi brátt.
Áfram unnið í eldri hverfum
Þó svo framkvæmdastjórarnir
báðir óski betri tíðar er ekki að
merkja svartsýni á þeim. Fyrirtækin
vinna bæði að uppbyggingu há-
hraðanets í gamalgrónum hverfum
og hefur eftirspurnin eftir meiri
gagnahraða aukist mikið á síðustu
misserum og ekki síst eftir ljósleið-
ara. Ekkert lát er að merkja á þess-
ari uppbyggingu.
Morgunblaðið/Ómar
Línan lögð Ljósleiðaravæðing Íslands hefur staðið yfir í nokkur ár.
Þar sem uppbygging í nýjum
hverfum höfuðborgarsvæðisins
hefur því sem næst stöðvast
liggja gagnaveitukerfi svo gott
sem ónotuð næstu árin, eða þar
til eitthvað glæðist á ný.
Fyrirtækin Míla og Gagnaveita
Reykjavíkur leggja bæði lagnir
fyrir ljósleiðara. Þau sjá um að
tengja og veita aðgang að ljós-
leiðaranum en tengdir húseig-
endur kaupa í kjölfarið þjónustu
óháðra þjónustuaðila um hann.
Eins og gefur að skilja er mikil
samkeppni meðal fyrirtækjanna.
Gagnaveita Reykjavíkur er
dótturfélag í 100% eigu Orku-
veitu Reykjavíkur. Hún var stofn-
uð sem einkahlutafélag 1. janúar
2007.
Míla er í eigu Skipta og var
stofnuð í apríl 2007, þegar rekst-
ur fjarskiptakerfisins var skilinn
frá öðrum rekstri Símans.
LEIGJA
LAGNIRNAR ››