Morgunblaðið - 14.10.2009, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
Harkaleg lending Skondin atvik geta komið upp í knattspyrnuleikjum. Hér fær Veigar Páll Gunnarsson byltu í landsleiknum í gærkvöldi, en hann skoraði eina mark leiksins.
Kristinn
NÚ ÞEGAR mikill
niðurskurður ríkis-
útgjalda er fram undan
í flestum nágrannaríkj-
um okkar takast mörg
þeirra á við kreppuna
með stórauknum verk-
efnum á sviði rafrænn-
ar stjórnsýslu. Þannig
virðist fjárfestingum í
upplýsingatækni ætlað
að skila sér hratt og vel
í ríkissjóði annarra ríkja og minnka
útgjöld þeirra. Tímabært er að
skoða þessa hluti í íslensku sam-
hengi.
Hlutverk rafrænnar
stjórnsýslu
Meginréttlæting rafrænnar
stjórnsýslu eru efnahagsleg áhrif
hennar. Það er almennt álitið að
mörg verkefni opinbera geirans séu
auðskráð og auðunnin í hugbún-
aðarkerfum og að verulega mikið
megi spara með nýtingu upplýs-
ingatækni. Samkvæmt kenningum
vísindamanna á notkun hennar að
leiða til minnkaðrar hlutdeildar op-
inberrar starfsemi í þjóðfélaginu og
lækkunar skatta. Á þann hátt eykur
hún möguleika aukinnar verðmæta-
sköpunar og kaupmátt almennings.
Almennt er talið að rafræn stjórn-
sýsla auki samkeppnishæfni sam-
félaga og beri með sér ýmsa lýðræð-
islega ávinninga, svo sem gagnsæi.
Tækniþróunin og
íslenskar aðstæður
Hraði upplýsingatækniþróun-
arinnar er mjög mikill. Lögmál
Moore’s er ennþá í gildi og raun-
hraði samkvæmt mælingum er tvö-
földun afkasta á 24 mánuðum, það
er veldisvöxtur og er afkastaaukn-
ingin um 1000-föld á 20 árum. Þetta
þýðir að upplýsingatæknin getur
gefið opinbera geiranum efnahags-
legan ávinning með reglulegu ára-
bili. Þessa ávinninga þarf að sækja
með nýjum og nýjum verkefnum,
sem eru sífellt stærri og þarf stækk-
unin að vera í takt við afkastaaukn-
ingu tækninnar.
Gæti Ísland verið
of fámennt til þess að
nýta sér afköst upp-
lýsingatækninnar?
Ljóst er að ein tölva
getur þjónað öllum
íbúum landsins. Í
milljónaþjóðfélögum
kemur afkastaaukn-
ingin að beinum not-
um og er í takt við
aukna notkun al-
mennings og aukið
umfang tölvutekinna
verkefna. Þar sem Ís-
lendingar eru fáir næst stærð-
arhagkvæmni hér helst með auknu
umfangi verkefna, sem þarf því að
vaxa með veldisvexti ef ávinningur
tækninnar á að skila sér til fulls.
Margt hefur orðið til þess að
vinna gegn stærðarhagkvæmni í
rafrænni stjórnsýslu á Íslandi. Á
miðjum níunda áratugnum komu
einkatölvan og netið fram og með
þeim hugmyndir um dreifða
vinnslu, dreifða ábyrgð og dreift
vald. Þá eru opinberar skipulagsein-
ingar mjög smáar á Íslandi, sjálf-
stæðar og litlar samvinnuhefðir
milli stofnana.
Þróunarstig rafrænnar
stjórnsýslu
Þekkt er að í upphafi rafrænnar
stjórnsýslu eru verkefni á stofn-
anastigi. Ávinningi hverrar stofn-
unar eru takmörk sett. Næsta þró-
unarstig er ríkisstig, sem felst í
samvinnu og samþættingu og sam-
ræmingu í rafrænni stjórnsýslu
(m.a. stofnun málefnabundinna rík-
isgagnagrunna). Samfélagslegur
ábati af upplýsingatækninni vex
mjög mikið frá stofnanastigi til rík-
isstigs að því er fram kemur hjá
fræðimönnum, það er enda leiðin til
þess að magna umfang tölvutekinna
verkefna vegna samlegðaráhrifa.
Unnið hefur verið að uppbyggingu
rafrænnar stjórnsýslu á ríkisstigi
hjá nær öllum nágrannaríkjum okk-
ar síðustu 5-10 árin, en lítið á Ís-
landi, hér eru flest verkefni á stofn-
anastigi.
Fram undan er síðan alþjóðlegt
stig þar sem stofnanir sem vinna á
sama málefnasviði í ólíkum ríkjum
sameinast um kerfi og skráningar.
Alþjóðlegt stig gæti stóraukið hag-
kvæmni rafrænnar stjórnsýslu ein-
stakra stofnana.
Leiðandi hlutverk ríkisins
Nánast öll önnur ríki okkar
heimshluta takast á við myndun
innri gerðar á sviði upplýsingatækni
og framkvæma samvinnu-, sam-
þættingar- og samræmingarverk-
efni á vegum ríkisvalds síns, eins og
mikill samfélagslegur ábati stendur
til. Í Bandaríkjunum, sem er þó
helsti málsvari markaðslausna, hafa
upplýsinga- og fjarskiptamál verið í
höndum Hvíta hússins um árabil og
málaflokknum er miðstýrt purk-
unarlaust af æðstu stjórnvöldum
meðal annars á vef Hvíta hússins og
innri gerð er lögð til styrktar al-
menningi og atvinnulífi í því stóra
landi, eins og ekkert sé eðlilegra.
Umskipti hljóta einnig að vera
framundan hér á landi. Sú stefna
einingaskiptinga og tölvuvæðingar
á stofnanastigi sem fylgt hefur verið
er fjárhagslega gjaldþrota.
Að ná stærðarhagkvæmni
Hagkvæmni í rafrænni stjórn-
sýslu á Íslandi, sem minnt skal á að
er örríki og svipað að stærð og út-
hverfi stórborgar í norðanverðri
Evrópu, felst því einkum í því að
auka umfang verkefna með því:
að vinna verkefni á ríkisstigi,
að mynda nauðsynlega innri
gerð fyrir samfélagið, með auk-
inni samvinnu og samnýtingu
stofnana og sveitarfélaga,
að stefna að því að rafræn
þjónusta stofnana og sveitarfé-
laga komist á alþjóðlegt stig í
stað stofnanastigs.
Það má spyrja sig þeirrar lykil-
spurningar hvort æskilegt sé eða
mögulegt t.d. af samkeppn-
isástæðum, þegar til lengri tíma er
litið, að skattgreiðendur á Íslandi
greiði meira fyrir rafræna stjórn-
sýslu en nágrannaþjóðirnar.
Ríkið og stofnanir þess
Hjá ríkinu veita margar stofn-
anir sömu þjónustu, svo sem í
mennta- og heilbrigðiskerfunum.
Engin spurning er að slíkar stofn-
anir eiga að sameinast um upplýs-
ingakerfi og rekstur þeirra og
kaupa sérhæfðan hugbúnað sam-
eiginlega. Sú staða sem hér er uppi
að einstakir aðilar í slíkum mál-
efnabundnum heildum geti tekið
einangraðar ákvarðanir sem ekki
eru í samræmi við heildarhags-
muni, vinnur gegn hagkvæmniá-
hrifum upplýsingatækni og hindra
framfarir.
Sveitarstjórnarstigið
Á sveitarstjórnarstiginu er að-
staðan einföld, öll sveitarfélög
vinna í aðalatriðum sömu verkefni
og samvinna og samræming upp-
lýsingatækniverkefna er sjálfsögð.
Minnt er á að stærðarhagkvæmni
byrjar að telja við 1.000 notenda
markið. Tölvunotendur á skrif-
stofum allra sveitarfélaganna eru
væntanlega ekki fleiri en 900. Ekki
verður annað séð en að eitt tölvu-
kerfi geti þjónað öllum sveitar-
félögum á Íslandi og nær stærð
þess tæpast lágmarks stærðar-
hagkvæmni.
Net eru samvinnuverkfæri
Minnt skal á að ljósleiðaranet eru
samvinnuverkfæri hins opinbera í
upplýsingatækninni nú og í framtíð-
inni. Þetta hefur verið ljóst í ná-
grannaríkjum okkar í áratugi og
hafa hin Norðurlöndin lagt mikla
áherslu á lagningu ljósleiðara.
Stærðarhagkvæmni verður ekki náð
með samvinnu og stækkun verkefna
nema ljósleiðarar séu auðfengnir og
ódýrir. Þeir þurfa að ná um allt
land.
Íslensk stjórnvöld hafa farið sér
hægt og jafnvel ekki áttað sig á mik-
ilvægi málsins. En hér er netlagn-
ing opinberra aðila sett í samhengi
við þann heildarsparnað sem ríki og
sveitarfélög eiga að sækja til upp-
lýsingatækninnar og fullyrt að hið
opinbera fær mikið upp í kostnað
við ljósleiðara, jafnvel mjög hratt.
Niðurlag
Flest bendir til þess að breyta
þurfi um stefnu í grundvallar-
atriðum í málefnum rafrænnar
stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á
Íslandi og stórauka kröfu um að
heildarhagsmuna sé gætt.
Ef Ísland ætlar að sækja sér hag-
kvæmni til rafrænnar stjórnsýslu
eru framundan stórfelld verkefni, í
samvinnuformum, á ríkisstigi og við
myndun nýrrar innri gerðar. Hluti
af þeim verkefnum getur borgað
með sér strax, þar sem offjárfest-
ingar hafa verið hvað óhóflegastar.
Eftir Hauk
Arnþórsson » Flest bendir til þess
að breyta þurfi um
stefnu í grundvallar-
atriðum í málefnum raf-
rænnar stjórnsýslu ríkis
og sveitarfélaga á Ís-
landi...
Haukur Arnþórsson
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Viltu vinna milljarða?
Samvinnuverkefni í upplýsingatækni
og myndun nýrrar innri gerðar
Ríki Sveitarfélög
a) Myndun samræmdra og samþættra
gagnagrunna ríkisins
b) Stjórnsýslunet allra stjórnsýslustofnana
c) Samvinna stofnana á sama starfssviði
d) Sameiginleg innkaup og samningagerð
e) Ljósleiðaranet um landið
f) Ljósleiðari til útlanda
g) Miðlæg auðkennastjórnun fyrir almenning
h) Félagslegar aðgerðir til að styrkja notkun
þeirra sem búa afskekkt
a) Samvinna um gerð og notkun
hugbúnaðar, open source
b) Sveitarfélaganet, skrifstofa allra
sveitarfélaga
c) Sameiginleg innkaup og
samningagerð
d) Ljósleiðaralagning innan
sveitarfélaga.
e) Uppsetning staðbundinna
þráðlausra stafrænna neta