Morgunblaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
UM ÞESSAR mund-
ir, þegar umræða er
uppi um hugsanlega að-
ild Íslands að Evrópu-
sambandinu, er mik-
ilvægt að minnast
annarrar alþjóðastofn-
unar sem Ísland er aðili
að, Evrópuráðsins (Co-
uncil of Europe), sem á
þessu ári fagnar 60 ára
afmæli. Önnur tímamót
í sögu ráðsins á þessu ári eru að 50 ár
eru liðin síðan Mannréttindadómstóll
Evrópu tók til starfa en dómstóllinn
er mesti áhrifavaldur um framþróun
mannréttinda í Evrópu.
Eftir hörmungar seinni heims-
styrjaldarinnar, þjóðarmorð og önn-
ur víðtæk mannréttindabrot, sann-
færðust þjóðir Vestur-Evrópu um
nauðsyn alþjóðlegs samstarfs til að
tengja ríki álfunnar betur saman á
efnahagslegum og pólitískum grunni
og jafnframt stuðla að efnahags-
legum og félagslegum framförum. Til
að ná því markmiði þyrfti að standa
vörð um mannréttindi og grunnstoðir
réttarríkisins ásamt því að styrkja
lýðræðislega stjórnarhætti í aðild-
arríkjunum. Evrópuráðið var fyrsta
fjölþjóðlega stofnunin í Evrópu sem
var sett á fót sérstaklega í þessum til-
gangi og er hún staðsett í Strassborg
í Frakklandi.
Starfsemi Evr-
ópuráðsins hefur vaxið
stöðugt og aðild-
arríkjum fjölgað úr 10 í
47. Með inngöngu nær
allra ríkja Austur-
Evrópu, eftir fall Berl-
ínarmúrsins, meira en
tvöfaldaðist fjöldi aðild-
arríkja.
Ísland varð aðili að
ráðinu árið 1950. Það
hefur tekið virkan þátt í
starfi innan meg-
instofnana þess, Ráð-
herranefndarinnar (Committee of
Ministers) og Ráðgjafarþingsins
(Parliamentary Assembly), og fór
m.a. með formennsku í ráðinu árið
1999. Nefndin hefur æðsta ákvörð-
unarvald í málum ráðsins og í henni
sitja utanríkisráðherrar allra aðild-
arríkja. Á Ráðgjafarþinginu sitja
fulltrúar þjóðþinga frá öllum aðild-
arríkjum. Þingið mótar stefnu í mál-
efnum ráðsins og samþykkir álykt-
anir sem beint er til aðildarríkja.
Yfir 200 alþjóðasamningar hafa
verið gerðir á vettvangi Evrópuráðs-
ins og tengjast langflestir mannrétt-
indamálum og lýðræðisumbótum.
Fjórar mikilvægar stoðir mannrétt-
indastarfsins eru Mannréttinda-
sáttmáli Evrópu frá 1950, Félags-
málasáttmáli Evrópu frá 1961,
Samningurinn um varnir gegn pynd-
ingum frá 1987 og samningur um
vernd minnihlutahópa frá 1995. Á síð-
ustu árum hefur ráðið tekist á við ný
og krefjandi verkefni, s.s. gerð samn-
inga um tölvuglæpi, líftæknimálefni,
umhverfismál, spillingarbrot, al-
þjóðleg hryðjuverk og mansal svo
nokkuð sé nefnt. Íslenska ríkið er að-
ili að langflestum samningum ráðsins
og hafa þeir haft víðtæk áhrif á laga-
setningu hér á landi. Vegna nið-
urskurðar í ríkisrekstri á þessu ári
var fastanefnd Íslands í Strasbourg
lokað, en hún sinnti þeim fjölmörgu
verkefnum sem tengjast ráðherra-
nefndinni og umfangsmiklu milli-
ríkjasamstarfi á vettvangi ráðsins.
Það er afar dapurlegt að sjá að Ísland
er nú eitt 47 aðildarríkja ráðsins ekki
með starfandi fastanefnd í Strass-
borg og hlýtur að vekja spurningar
um hvort rétt hafi verið forgangs-
raðað í niðurskurði innan utanrík-
isþjónustunnar. Mannréttinda-
dómstóll Evrópu, sem starfar
samkvæmt Mannréttindasáttmál-
anum, hefur náð einstæðum árangri.
Hann úrskurðar í kærumálum ein-
staklinga um brot aðildarríkja á sátt-
málanum og getur dæmt aðildarríki
Stærsta framlagið til mann-
réttinda og lýðræðis í Evrópu
Eftir Björgu
Thorarensen »Engin alþjóðastofn-
un hefur lagt jafn
mikið af mörkum til
framþróunar mannrétt-
inda og lýðræðisumbóta
og Evrópuráðið.
Björg Thorarensen
EINS og ástandi
efnahagsmála er hátt-
að nú um stundir er
mikil hætta á að
stjórnvöld ráðist í van-
hugsaðar „sparnaðar-
ráðstafanir“ a.m.k.
þegar litið er til lengri
tíma. Í því skyni er
gjarnan litið til rekst-
urs stofnana á lands-
byggðinni. Hætt er við
að sparnaður verði ekki alltaf eins
mikill og látið er í veðri vaka. Það er
t.d. vandséð að um sparnað geti ver-
ið að ræða ef halda á uppi óbreytt-
um rekstri stofnana með þeirri einu
breytingu að forstöðumenn þeirra
fái starfsheitið „útibússtjóri“. Lík-
legra er að leitað verði sparnaðar
með því að draga úr viðkomandi
starfsemi á landsbyggðinni og jafn-
vel leggja hana að einhverju leyti
niður.
Að því er dómstólana varðar, en
þar þekki ég best til, er rekstr-
arkostnaður nánast eingöngu laun
og húsnæðiskostnaður, eða yfir
90%, en annar kostnaðar er m.a.
kostnaður af rekstri Dómstólaráðs,
sem í upphafi var aðallega ætlað að
taka yfir verkefni ráðuneyta.
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið
2010 er gert ráð fyrir talsverðri
lækkun fjárframlaga til dómstóla.
Til að mæta lækkuninni segir í
frumvarpinu að fækka eigi héraðs-
dómstólunum úr átta í einn. Með því
sé stefnt að því að vinnuálag verði
jafnara en nú er og dómskerfið því
betur í stakk búið til þess að taka
við síauknum málafjölda. Þá segir
að með breytingunni fækki bakvökt-
um og dómstjórum. Einnig segir að
með fækkun dómþingháa lækki
ferðakostnaður. Varðandi fyrra at-
riðið vil ég benda á að jöfnun álags á
dómara er auðvelt að framkvæma
með öðrum hætti en sameiningu
allra dómstólanna, t.d. með því að
senda mál á milli dómstóla. Varð-
andi síðara atriðið vil ég benda á að
launamunur dómara og dómstjóra á
landsbyggðinni er mjög lítill og að
gera má ráð fyrir að laun „útibús-
stjóra“ verði einnig
eitthvað hærri en dóm-
ara. Sparnaður af þessu
verður því óverulegur.
Fallast má á að með
fækkun dómþingháa
megi lækka ferðakostn-
að. Sömuleiðis mun nið-
urfelling bakvakta leiða
til nokkurs sparnaðar.
Bæði þessi atriði eru
óháð fjölda dómstól-
anna og auðvelt að
framkvæma í óbreyttu
kerfi ef vilji er til þess.
Rétt er að geta þess að bakvaktir
dómara hafa verið taldar nauðsyn-
legar til að auðvelda útköll þeirra
utan vinnutíma til að kveða upp
nauðsynlega úrskurði í sambandi við
rannsókn sakamála (gæslu-
varðhaldsúrskurði, húsleit-
arúrskurði o.fl.).
Með lögum um aðskilnað dóms-
valds og umboðsvalds í héraði, sem
tóku gildi 1. júlí 1992, voru stofnaðir
8 dómstólar, sem hver um sig hefur
lögsögu á nánar tilgreindu svæði.
Gildir sú skipting í megindráttum
enn í dag. Þetta fyrirkomulag hefur
gefist vel í öllum aðalatriðum.
Í greinargerð með frumvarpi til
framangreindra laga segir:
„Með tilkomu héraðsdómstólanna
má reikna með því að aukinn fjöldi
dómsmála verði útkljáður utan
Reykjavíkur, en nú eru allmörg mál,
sem eiga uppruna sinn utan höf-
uðborgarsvæðisins, dæmd fyrir
dómstólum í Reykjavík, með sam-
komulagi aðila um varnarþing hvað
einkamál varðar, en samkvæmt
ákvörðun ríkissaksóknara hvað op-
inber mál varðar. Gera má ráð fyrir
að lögmenn muni í auknum mæli
finna sér starfsgrundvöll í nágrenni
starfandi héraðsdómstóla og að auk-
in þjónusta á sviði dómgæslu muni
styrkja byggðina utan höfuðborg-
arsvæðisins.“
Þessi ályktun höfunda téðra laga
hefur í öllum aðalatriðum reynst
rétt og á jafnt við í dag og þegar hún
var sett fram. Með tilkomu dómstól-
anna tók þjónusta við landsbyggðina
á þessu sviði miklum framförum,
bæði með markvissari þjónustu
dómstólanna og stórauknum fjölda
lögmanna, sem hafa séð sér hag í að
starfa í námunda við dómstólana.
Eins og að framan er rakið verður
ekki sparað í rekstri dómstólanna
nema með því að fækka starfsliði og
draga úr húsnæðiskostnaði. Aug-
ljóst er að ætlunin er að beina að-
gerðum af þessu tagi að lands-
byggðinni. Samkvæmt fyrirhuguðu
frumvarpi um breytingu á dóm-
stólalögum er ákvörðunarvald um
þessi atriði færð í hendur Dómstóla-
ráðs, sem auk þess eru færð enn ný
verkefni og nú frá dómstólunum,
m.a. að annast ráðningar alls annars
starfsfólks við dómstólinn en skipun
dómara. Hingað til hefur dóm-
stjórum verið treyst til þessa verks.
Að mínu mati er það ofrausn að
halda uppi Dómstólaráði til að ann-
ast öll hefðbundin stjórnunarstörf
við einn dómstól, þrátt fyrir að gert
er ráð fyrir að dómstjóri og vara-
dómstjóri starfi við dómstólinn. Lík-
legt er að Dómstólaráð muni stefna
að því að færa dómara frá lands-
byggðinni til Reykjavíkur, sem síð-
an verði sendir út á landsbyggðina
eftir þörfum til að annast mál þar.
Ferðakostnaður dómara mun því til
framtíðar litið stóraukast.
Það er skoðun mín að verði téð
frumvarp að lögum muni það leiða
til minnkandi starfsemi dómstóla á
landsbyggðinni. Úrlausn mála muni
færast til Reykjavíkur með samn-
ingum málsaðila eða ákvörðun rík-
issaksóknara. Þar með verður ekki
lengur hagkvæmt fyrir lögmenn að
setjast að á landsbyggðinni. Allt
mun þetta leiða til lakari lög-
fræðiþjónustu á landsbyggðinni, en
umfram allt mun það leiða til aukins
kostnaðar fyrir íbúana. Hér er því
stigið skref til veikingar byggða ut-
an höfuðborgarsvæðisins.
Einn héraðsdómstóll
Eftir Frey
Ófeigsson
Freyr Ófeigsson
»Með því að draga úr
starfsemi héraðs-
dómstólanna á lands-
byggðinni veikjast
byggðirnar.
Höfundur er eftirlaunaþegi
og fyrrverandi dómstjóri.
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Meðal efnis verður:
Vetrarklæðnaður á börn og fullorðna.
Góðir skór fyrir veturinn.
Húfur, vettlingar, treflar, lopapeysur og fl.
Snyrtivörur til að fyrirbyggja þurra húð.
Flensuundirbúningur, lýsi, vítamín og fl.
Ferðalög erlendis.
Vetrarferðir innanlands.
Bækur á köldum vetrardögum.
Námskeið og tómstundir í vetur.
Heitir pottar og sundlaugar góð afslöppun
Bíllinn tekinn í gegn.
Leikhús, tónleikar og ýmisleg afþreying.
Útilýsingar – góð ljós í myrkrinu.
Þjófavörn fyrir heimili og sumarbústaði.
Mataruppskriftir.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16
mánudaginn 19. október.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað
Vertu viðbúinn vetrinum
föstudaginn 23. október.
Vertu viðbúinn
vetrinum