Morgunblaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
Samúðarkveðjur sendum við allri
stórfjölskyldu Eddu, sérstaklega
Grethe, aldraðri móður hennar, sem í
gegnum allt hefur sýnt hefur ótrúlegt
þrek. Edda elskaði ykkur öll svo mik-
ið.
Elsku Pétur, það var ekki hægt að
hugsa og hlúa betur að henni Eddu en
þú gerðir í gegnum þessi erfiðu veik-
indi. Þú varst alltaf til staðar. Við vit-
um að Edda var þér allt. Hugur okkar
er hjá þér og við samhryggjumst inni-
lega. Megi guð vera með ykkur öllum
í sorginni.
Edda og Hildur.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Valdimar Briem.)
Edda Hjaltested starfaði sem for-
stöðumaður fyrir félagsmiðstöð aldr-
aðra við Lindargötu frá árinu 1994
þegar Reykjavíkurborg opnaði þar
félagsmiðstöð. Fyrir nokkrum mán-
uðum gerðu veikindi vart við sig hjá
Eddu. Þrátt fyrir að við samstarfs-
fólkið vissum að veikindi Eddu væru
alvarleg gerðum við ráð fyrir því að
Edda kæmi aftur til starfa þegar hún
hefði hlotið meðferð við sínum veik-
indum. En sjúkdómurinn hafði betur
og Edda hefur nú kvatt fyrir aldur
fram. Ég vil þakka Eddu fyrir gott
starf í þágu velferðarþjónustunnar í
Reykjavík öll þessi ár og kveð hana
með virðingu. Fjölskyldu Eddu sendi
ég mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Stella Kr. Víðisdóttir.
Það er hljótt yfir samfélaginu okk-
ar á Sólheimum í Grímsnesi þegar við
horfum á eftir félaga okkar, vini og
fyrirmynd, henni Eddu Hjaltested.
Það er stundum með eindæmum hvað
einstaklingar geta skilið eftir mikil og
góð áhrif, uppörvað og laðað fram það
sem er gott.
Í því góða samfélagi sem er á Sól-
heimum, hefur tekist að láta alla njóta
sín sem jafningja. Þegar litið er yfir
farinn veg er ljóst að því markmiði
hefði ekki verið hægt að ná, nema
með fórnfýsi og kærleika að leiðar-
ljósi. Með þeim minningum er hún
Edda alltaf í miðri atburðarás. Alltaf
tilbúin, fylgdist með öllu, þekkti
hvern einstakling, mestur vinur
þeirra sem mest þurftu á því að halda,
– og þá er nokkuð sagt. Hún bar það
góða fyrir brjósti, hafði mikinn og
vakandi áhuga. Í öllum framkvæmda-
málum og baráttumálum stóð hún
traust við hlið Péturs, manns síns,
foringja okkar, alltaf hvetjandi og
umhyggjusöm. Það hafði alltaf mikil
áhrif að mæta glaðværðinni hennar
Eddu og fá að fljúga með.
Starf Eddu fyrir Sólheima er ómet-
anlegt. Hún setti meiri og traustari
svip á umhverfið og starfið en flestir
aðrir. Þar höfum við í söknuðinum
mikið þakklæti í huga. Á liðnu sumri
var árleg hátíð á Sólheimum. Að guðs-
þjónustu lokinni var afhjúpuð stytta,
engill vonarinnar, sem var gefin af er-
lendum samherjum, tákn um sam-
ábyrgð manna, tengsl byggðarlagsins
við hugsjónahópa víða um lönd og um
von lífsins, – trúna á hið eilífa sem er í
hendi Guðs. Í öllu því hafði Edda unn-
ið mikil störf. Hún var oft burðarás
við hin miklu alþjóðlegu tengsl Sól-
heima. Það var einstök stund þegar
hún Edda afhjúpaði minnisvarðann
og flutti skörulegt ávarp. Við vissum
það öll, vinir hennar, hvernig komið
var heilsu hennar og hvert stefndi. En
í reisnarlegri framkomu hennar varð
ekki komið auga á það. Þannig verður
þegar lifað er í lífsvon, sem ein dugir
við aðstæður sem eru erfiðastar.
Okkur setur hljóð í samfélaginu á
Sólheimum að horfa á eftir Eddu
Hjaltested. En við eigum trúna, von-
ina um eilíft líf fyrir upprisu Jesú
Krists. Þess vegna erum við líka
þakklát. Við biðjum fyrir Pétri og fjöl-
skyldu hans. Guð blessi minningu
góðrar konu, einstaks vinar.
F.h. stjórnar Sólheima,
Valgeir Ástráðsson,
varaformaður.
Það var hnípinn hópur starfsmanna
Félagsmiðstöðvarinnar við Vitatorg
sem kom saman í fundarherberginu
mánudagsmorguninn 5. október sl.
Edda Hjaltested, hún „Edda okkar“
eins og hún var jafnan kölluð meðal
okkar, forstöðumaður félagsmið-
stöðvarinnar, hafði látist aðfaranótt
sunnudagsins 4. október eftir tólf
mánaða baráttu við illvígan sjúkdóm.
Sorg og söknuður ríkti í hjörtum alls
starfsfólks af mörgu þjóðerni og á
ýmsum aldri sem átt hafði mislöng
kynni við hana. Sumir í áratugi, aðrir
skemur. Stutt bæna- og minningar-
stund, upprifjun ýmissa atvika frá
samskiptum við Eddu og ýmissa ein-
kenna hennar einstöku persónu léttu
nokkuð á sálarkreppum.
Edda var glæsileg kona, greind,
smekkvís og kraftmikil, jafnvel svo-
lítill „töffari“, og einstaklega úrræða-
góð. Sannkallaður kvenskörungur.
Það gustaði af henni hvar sem hún
fór. Hún hafði ríkt skap, var föst fyrir
og ákveðin en ávallt tilbúin til að
ræða málin af áhuga og sanngirni
þótt aðilar væru henni ekki alltaf
sammála.
Áhuginn fyrir starfinu, velferð fé-
lagsmiðstöðvarinnar, íbúa þjónustu-
íbúðanna og starfsmanna var mjög
áberandi í fari hennar. Hún var frá-
bær yfirmaður, samstarfsmaður, fé-
lagi og vinur. Það var ávallt hægt að
leita til hennar með persónuleg eða
starfstengd vandamál. Hún hafði
alltaf tíma til að hlusta og gat oftast
gefið góð ráð og leysti marga erfiða
hnúta.
Það lýsir Eddu vel að þegar hún
kom til okkar daginn sem sjúkdóms-
greiningin lá fyrir sagði hún: „Verum
ekki með neitt væl, ég hef bara fengið
nýtt verkefni til þess að takast á við
og klára.“ Við kveðjum nú yfirmann,
samstarfsmann og vinkonu okkar
með þakklæti í huga, þakklæti fyrir
að fá að starfa með henni og kynnast
kostum hennar. Eddu verður sárt
saknað á okkar vinnustað og víðar.
Ættingjum hennar og öðrum ástvin-
um sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
styðja þau öll í sorgum sínum.
F.h. starfsmanna Félags-
miðstöðvarinnar við Vitatorg,
Pétur H. Björnsson.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta …
Þetta voru orðin sem komu upp í
hugann þegar fréttin barst norður
um að baráttunni væri lokið. Og um
leið flugu myndir minninganna yfir
hugarhimininn bjartar og fagrar.
Flestar myndirnar voru frá Sólheim-
um þar sem Edda og Pétur hafa skap-
að þá undraparadís, sem Sólheimar
hafa orðið nú hin síðari ár. Myndir af
sólbjörtu brosi þar sem innileiki og
gleði yfir því að hittast skein úr tindr-
andi augunum. Myndirnar voru víða
að bæði erlendis og hérlendis, myndir
frá því þegar þau komu í heimsókn til
okkar til Bethel í ársbyrjun 1999, frá
Lübeck og Kaupmannahöfn þar sem
hún skartaði sinni perudönsku og frá
ferð okkar í fyrra um Skotlandsheið-
ar. Reisuleg er líka myndin af henni á
vinnustað sínum á Vitatorgi þar sem
hún hlúði að öllu með sínum einstaka
kærleika. Innilegustu og einlægustu
myndirnar sem við hjónin geymum í
hjarta okkar eru frá heimsóknum
þeirra hingað norður, frá stundum
sem við höfum átt hér á Möðruvöllum
og í sumarbústað okkar í Vaglaskógi.
Aldrei var verið að ræða saman á yf-
irborðskenndan hátt. Aldrei innan-
tómt hjal. Edda vildi kafa djúpt ofan í
öll mál og sýndi þeim sem hún talaði
við áhuga. Henni var svo annt um hag
barna okkar og barnabarns að það
var næstum eins og þau væru hennar
eigin fjölskylda.
Eftir Skotlandsferðina í fyrra
veiktist Edda af þeim sjúkdómi sem
er búinn að marka líf hennar allt í
heilt ár. Að fylgjast með baráttu
hennar og trausti Péturs við hlið
hennar er lærdómsríkt fyrir alla sem
hafa áhuga á að lifa lífinu. Fyrirbænir
streymdu til þeirra alls staðar að af
landinu og þau voru svo móttækileg
að bænirnar unnu sitt verk frá degi til
dags og gerðu baráttuna bærilegri.
Alltaf þegar stund var milli stríða var
hún komin í paradísina sína fyrir
austan og naut þar kyrrðar og vin-
áttu. Þar áttum við sólríka stund sam-
an í sumar. Þá mynd af Eddu munum
við geyma um ókomin ár.
Við þökkum Eddu samfylgdina og
biðjum Pétri, sonum þeirra, tengda-
dætrum og barnabörnum blessunar
Guðs um ókomna tíma.
Solveig Lára og Gylfi,
Möðruvöllum.
Fleiri minningargreinar um Eddu
Kristínu Aaris Hjaltested bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og ástvinur,
HJALTI GESTSSON
ráðunautur og fyrrv. framkvæmdastjóri,
Reynivöllum 10,
Selfossi,
sem lést þriðjudaginn 6. október, verður jarð-
sunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 17. október
kl. 13.30.
Margrét Hjaltadóttir, Kristján H. Guðmundsson,
Ólafur Hjaltason, Steinunn Ingvarsdóttir,
Unnur Hjaltadóttir, Friðrik Páll Jónsson,
Gestur Hjaltason, Sólveig R. Kristinsdóttir,
Ástríður H. Andersen
og fjölskyldur.
✝
Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir, amma,
systir og mágkona,
GUÐRÚN LÁRA KJARTANSDÓTTIR,
Heiðarhjalla 29,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 8. október.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn
16. október kl. 13.00.
Bjarni Sólbergsson,
Jón Kjartan Kristinsson, Elsa Guðrún Jóhannesdóttir,
Arnar Jónsson,
Karítas Jónsdóttir,
Kjartan Kjartansson, Halla Guðmundsdóttir,
Kristín Kjartansdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUNNAR JAKOBSSON,
Lerkilundi 18,
Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
mánudaginn 12. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðrún Helgadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Elskulegur afi okkar,
EINAR SIGVALDI BJARNASON,
Höfðagötu 4,
Stykkishólmi,
lést á heimili sínu laugardaginn 10. október.
Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn
16. október kl. 14.00.
Linda Bergmannsdóttir,
Brynhildur Inga Níelsdóttir,
Einar Bergmann Daðason.
✝
Kær bróðir minn,
HAUKUR INDRIÐASON,
Reynimel 82,
lést sunnudaginn 11. október.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórarinn Indriðason.
✝
Kær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR HAUKUR SIGURÐSSON
kennari og vegamælingamaður,
Eyktarási 21,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn
12. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðrún Kristinsdóttir,
Sigurður Þorri Sigurðsson, Guðrún Elva Arngrímsdóttir,
Kristinn Rúnar Sigurðsson, Sigurveig Grímsdóttir,
Trausti Sigurðsson, Ingibjörg Jónsdóttir
og afabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
KRISTINN TORFASON
vörubifreiðarstjóri,
Miðvangi 23,
Hafnarfirði,
lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fimmtudaginn
1. október.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Innilegar þakkir til starfsfólks heimaþjónustu og St. Jósefsspítala
í Hafnarfirði. Þökkum auðsýnda samúð.
Sigurbjörg Vigfúsdóttir,
Torfi Kristinn Kristinsson, Helga Eyberg Ketilsdóttir,
Sigurður Kristinsson,
Ingileif Kristinsdóttir, Sigurður Þórir Eggertsson,
Hallgerður Kristinsdóttir, Símon Már Ólafsson,
Vigfús Kristinsson,
Kristinn Kristinsson, Stefanía Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.