Morgunblaðið - 14.10.2009, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009
MIKIÐ var látið með
þessa bók á Spáni þegar
hún kom út fyrir nokkr-
um árum; seldist met-
sölu og fékk fína dóma.
Síðan var henni snarað á
ensku, en þá ber svo við
að erfitt er að átta sig á
hvað það var sem svo
hreif spænska lesendur.
Bókin segir frá ónytjungnum Pablo
„Baloo“ Miralles, en svo vill til að faðir
hans er milljóner og bróðirinn vellauðugur
viðskiptajöfur.
Baloo er hlussufeitur, eins og nafnið gef-
ur til kynna, kafloðinn, óþrifalegur dópisti,
fyllibytta og nautnaseggur sem er að sama
skapi með fremstu heimspekihugsuðum,
sannkallað kvennagull og útsjónarsamur
snillingur.
Þeir sem trúa þessu geta eiginlega trúað
hverju sem er og geta því væntanlega
skemmt sér við lestur þessarar bókar, en
aðrir eiga væntanlega erfitt með að fylgja
söguhetjunni sveru þar sem hún étur,
drekkur og ríður, dag eftir dag eftir dag
(eftir lestur bókarinnar var ég eiginlega
búinn að fá ógeð á áfengi, því ef Baloo er
ekki að tala um vín þá er hann að drekka
það).
Söguþráðurinn er ævintýralegur í bók-
inni, eiginlega gróteskur, og snýst meðal
annars um eldgamalt leynifélag, einskonar
heimspekileg frímúrarasamtök nautna-
seggja, en það tekur höfundinn svo langan
tíma að koma sér að efninu að fléttan varð
eiginlega aukaatriði.
Tusset kemst þó víða vel að orði og sumt
í henni er skemmtilegt fyrir þá sem fara
títt til Barcelona, en þó svo lítið að það
borgar sig ekki að þræla sér í gegnum 500
síður af fylleríi og kvennafari til að finna
það.
Spænskur
saurlífisseggur
The Best Thing That Can Happen to a Croissant
eftir Pablo Tusset. Canongate gefur út, 496 bls.
Árni Matthíasson
ERLENDAR BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The Girl Who Kicked the Hornet’s
Nest - Stieg Larsson
2. The Girl Who Played With Fire -
Stieg Larsson
3. The Lost Symbol - Dan Brown
4. The Private Patient - P.D.
James
5. Nation - Terry Pratchett
6. Meltdown Iceland - Roger Boyes
7. Cross Country - James Patter-
son
8. The Girl with the Dragon
Tattoo - Stieg Larsson
9. Why Iceland - Ásgeir Jónsson
10. Breaking Dawn - Stephenie
Meyer
Eymundsson
1. The Lost Symbol - Dan Brown
2. An Echo in the Bone - by Diana
Gabaldon
3. Rough Country - John Sandford
4. The Last Song - Nicholas
Sparks
5. The Help - Kathryn Stockett
6. Her Fearful Symmetry - Audrey
Niffenegger
7. The Perfect Christmas - Debbie
Macomber
8. South of Broad - Pat Conroy
9. Alex Cross’s ‘Trial -James
Patterson og Richard DiLallo.
10. Hothouse Orchid - Stuart
Woods.
The New York Times
1. The Time Traveler’s Wife -
Audrey Niffenegger
2. Heart and Soul - Maeve Binchy
3. A Most Wanted Man - John Le
Carre
4. The Lost Symbol - Dan Brown
5. The Host - Stephenie Meyer
6. The Other Hand - Chris Cleave
7. My Sister’s Keeper - Jodi
Picoult
8. American Wife - Curtis
Sittenfeld
9.The Secret Scripture - Sebastian
Barry
10. The Piano Teacher - Janice
Y. K. Lee
Waterstone’s
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
TÓNLISTARMAÐURINN
Tucker Crowe er á hátindi frægð-
arinnar þegar hann fer inn á bar í
Minneapolis í miðri tónleikaferð.
Sagan segir að hann hafi brugðið
sér á klósettið, en enginn veit
hvað gerðist þar inni, því Crowe
gekk beina leið út og lagði tónlist-
ina á hilluna fyrir fullt og allt.
Ný bók Nick Hornby, Juliet,
Naked, hefst þar sem Annie og
Duncan eru stödd á viðkomandi
bar enda vill svo til að Duncan er
með maníu fyrir tónlistarmann-
inum Tucker Crowe og einu sóló-
skífu hans, Juliet. Fljótlega verð-
ur lesandanum ljóst að þau Annie
og Duncan eiga fátt sameiginlegt
annað en að vera par; vaninn er
það eina sem heldur þeim saman
þar sem þau búa í sjávarþorpinu
Gooleness. Það gefur því augaleið
að þráhyggjan í Duncan hlýtur að
verða til þess að stía þeim í sund-
ur, enda hangir hann á netinu öll-
um stundum að skiptast á gagns-
lausum smáatriðum um Crowe við
félaga sína sem eru sama sinnis.
Það fer svo að þegar gefnar eru
úr hráar hljóðversupptökur plöt-
unnar, Juliet, Naked, að Annie
skrifar umsögn á vefsetur safn-
aranna og í kjölfarið verða vinslit
með þeim Duncan. Í miðjum leið-
indum berst Annie svo bréf frá
manni sem segist vera hinn týndi
dularfulli Tucker Crowe.
Hornby leikur sér hér með
minnið um misskilda snillinginn
sem hverfur ungur, hvort sem það
er inn í eilífðina eða í geðveikina,
nú eða í smábæ í Bandaríkjunum.
Slíkir listamenn, hvort sem það
eru tónlistarmenn eins og í þessu
tilviki eða iðkendur annarra list-
greina, njóta þess á vissan hátt að
vera „ókláraðir“ og að í sögu
þeirra eru svo miklar eyður að
hægt er að skálda í þær nánast
hvað sem er. Þetta er áberandi í
dægurtónlistinni með sinni af
æskudýrkun og leit að djúpri
merkingu þar sem ekkert er að
finna. Sjá til að mynda þá Nick
Drake, Syd Barrett og Jeff Buck-
ley – hvaða orð færi af þeim ef
þeir væru nú menn á miðjum
aldri?
Ástríðuhegðun er Hornby líka
áleitin og hann hefur iðulega
fjallað um hana í bókum sínum,
aðallega þó fótboltaástríðu, en í
Juliet, Naked er hann ekki síst að
velta því upp hvernig netið setur
allt slíkt í annað veldi; eitt er að
skrifast á við einhverja rugludalla
úti í heimi, en þegar svo er komið
að maður getur verið í stöðugu
sambandi við ámóta rugludalla og
mann sjálfan allan sólarhringinn
tekur steininn úr – verður slíkt
ekki til að einangra þá enn frekar
sem eru á grensunni? Hafa menn
gott af því að kynnast öðrum með
sama áhugamál, eða er kannski
best að sætta sig við að það eru
fæstir eins og fólk er flest?
Forvitnilegar bækur: Hvað kom fyrir Tucker Crowe?
Mögnuð þráhyggja
AFPÁrátta Breski rithöfundurinn Nick Hornby.
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
9 kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i.10 ára Bionicles kl. 4 LEYFÐ
Guð blessi Ísland kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára
Stúlkan sem lék sér að eld. kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:45 LEYFÐ
Stúlkan sem lék sér að eld. kl. 5:20 - 8 - 10:40 Lúxus
HHH
„Ef þú sást fyrstu myndina
og fílaðir hana, þá máttu
alls ekki sleppa þessari!“
T.V. – Kvikmyndir.is
Mikil grimmd og logandi
frásögn. Lisbeth Salander
er orðin klassísk og ein
eftirminnilegasta persóna
glæpabókmenntana.
F.E. Rás 2
„Frábær eins og sú fyrsta! Heldur
athygli manns allan tímann!
Maður getur eiginlega ekki beðið
um meiri gæði!“
–H.K., Bylgjan
HHH
„Skylduáhorf fyrir alla
aðdáendur Larssons,
– sannarlega eldfim
spennumynd.”
MMJ – kvikmyndir.com
HHHH
„Öllu því svalasta,
magnaðasta og flottasta
úr þykkri spennusögu er
þjappað saman í alveg
hreint frábæra
spennumynd.“
– ÞÞ, DV
HHHH
„Stúlkan sem lék sér að eldinum
er ekki síðri en forveri hennar ...
afar spennandi, takturinn betri...
Michael Nykvist og Noomi Rapace
eru frábær í hlutverkum sínum“
– VJV, FBL
HHH
„Stúlkan sem lék sér að
eldinum er þrælgóð skemmtun
og æsispennandi, grimm og
harðvítug þegar kemur
að uppgjörinu”
–S.V., MBL
47.000 manns í aðsókn!
SÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
650kr.
Íslens
kt
tal
S Í S Í I
Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins
Sýnd m/ ísl. tali kl. 6
Sýnd kl. 6, 9 og 10:10
Sýnd kl. 8Sýnd kl. 10
650kr.
Íslens
kt
tal
HHH
„Ef þú sást fyrstu myndina
og fílaðir hana, þá máttu
alls ekki sleppa þessari!“
T.V. – Kvikmyndir.is
Mikil grimmd og logandi
frásögn. Lisbeth Salander
er orðin klassísk og ein
eftirminnilegasta persóna
glæpabókmenntana.
F.E. Rás 2
HHH
„Skylduáhorf fyrir alla
aðdáendur Larssons,
– sannarlega eldfim
spennumynd.”
MMJ – kvikmyndir.com
HHHH
„Öllu því svalasta,
magnaðasta og flottasta
úr þykkri spennusögu er
þjappað saman í alveg
hreint frábæra
spennumynd.“
– ÞÞ, DV
HHHH
„Stúlkan sem lék sér að
eldinum er ekki síðri en
forveri hennar ... afar
spennandi, takturinn
betri... Michael Nykvist og
Noomi Rapace eru frábær í
hlutverkum sínum“
– VJV, FBL
HHHH – S.V. MBL
Sýnd kl. 6 og 8
HHH
„9 er fyrirtaks samansuða
af spennu, ævintýrum og
óhugnaði í réttum
hlutföllum”
B.I. – kvikmyndir.com
HHH
„9 er með þeim frumlegri – og
drungalegri – teiknimyndum
sem ég hef séð í langan tíma.
Grafíkin er augnakonfekt í
orðsins fyllstu merkingu.”
T.V. – Kvikmyndir.is
ÞEGAR VERÖLD OKKAR LEIÐ
UNDIR LOK – HÓFST ÞEIRRA
SÝND Í REGNBOGANUM
GAMANIÐ BYRJAR
16. OKTÓBER
FORSALA HAFIN Á MIDI.IS
NÝ ÍSLENSK GAMANMYND FRUMSÝND 16. OKTÓBER
FORSALA HAFIN Á MIDI.IS
HHH
„Teikningarnar og tölvu-
grafíkin ber vott um
hugmyndaauðgi og er afar
vönduð, sannkallað konfekt
fyrir augað.”
-S.V., MBL
„9 er allt að því framandi
verk í fábreytilegri
kvikmyndaflórunni, mynd
sem skilur við mann dálítið
sleginn út af laginu og
jákvæðan”
-S.V., MBL
Þú færð 5%
endurgreitt
í Smárabíó
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
-bara lúxus
Sími 553 2075
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.isðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!