Morgunblaðið - 14.10.2009, Side 35

Morgunblaðið - 14.10.2009, Side 35
Menning 35FÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2009 KYNTRÖLLIÐ unga Robert Patt- inson á erfitt með að fá stúlkur með sér á stefnumót. Leikarinn hefur notið mikilla vinsælda meðal ungra stúlkna allt frá því hann sást fyrst á hvíta tjaldinu í hlutverk vampírunar Edward Cullen í kvikmyndinni Twi- light. Hann segir stúlkur þó ekki hafa áhuga á honum sem persónu. „Stelpur öskra á Edward, ekki Ro- bert. Ég á enn erfitt með að fá stefnumót,“ segir hinn 23 ára leikari. Þó hann eigi erfitt með að finna sér kærustu viðurkennir Pattinson að hann fái næga athygli frá kvenfólki. „Ég fékk mér að borða um daginn. Við vorum inni á veitingastað í nokkra tíma og skyndilega voru um 400 manns á götunni fyrir utan. Það var brjálað og þetta er svona öllum stundum núna.“ Pattinson vonast til að athyglin sem hann fær minnki þegar næsta Twilight-mynd kemur út því hann fer með minna hlutverk í henni. „Ég er ekki í aðalhlutverki í þessari mynd, Taylor Lautner er það. Ég er frekar í aukahlutverki og það veitir mér ákveðið frelsi,“ segir Pattinson. Slúðurmiðlar halda því fram að hann eigi í ástarsambandi við móttleikkonu sína í Twilight, Kristen Stewart. Ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Á erfitt með að fá stefnumót Twilight-liðTaylor Laut-ner, Kristen Stewart og Robert Patt- inson. KRUFNING hefur leitt í ljós að Boyzone-söngvarinn Stephen Ga- tely lést af eðlilegum orsökum. Dánarorsök er lungnabjúgur, þ.e. vökvasöfnun í lungum. Gately lést óvænt á Mal- lorca á laug- ardaginn var. Þar sem komið hefur í ljós að hann lést af náttúrulegum orsökum og ekkert bendir til þess að um saknæmt athæfi sé að ræða geta foreldrar hans og unn- usti, Andy Cowles, gert ráðstafanir til að fá líkið flutt til Bretlands. Fjölskyldan er sannfærð um að fíkniefnaneysla hafi ekki átt þátt í andlátinu en eiturefnarannsóknum á líkinu er ekki lokið. Enginn grun- ur leikur á að um sjálfsvíg hafi ver- ið að ræða. Gately var aðeins 33 ára er hann fannst látinn í sumarleyfishúsi sínu á Spáni. Óhófleg áfengisneysla hef- ur verið útilokuð sem dánarorsök en hann og Cowles höfðu verið að skemmta sér kvöldið áður. Félagar hans í Boyzone ferð- uðust strax til Mallorca er þeir fengu andlátsfregnina en hafa nú snúið aftur til Bretlands. Ekkert er vitað um framtíð strákabandsins og hefur talsmaður þess sagt lát Ga- tely geta leitt til endaloka þess. Annars er möguleiki á að þeir ljúki við plötu sem þeir voru byrjaðir á og tileinki hana minningu Gately. Dánaror- sök ljós Boyzone-meðlimir Lynch, Keating og Mikey þegar þeir mættu til Spánar. Stephen Gately ÞÝSKA fyrirsætan Heidi Klum og breski tónlistarmaðurinn Seal eign- uðust dóttur föstudaginn var. Er þetta þriðja barn þeirra hjóna en fyrir á Klum dóttur með Flavio Briatore. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Lou Sulola. Klum ritar á vefsíðu sína að stúlkan sé fegurri en orð fá lýst og að foreldrarnir séu alsælir og geti ekki beðið þess að fylgjast með henni vaxa úr grasi. Í ágúst lét Klum hafa eftir sér að það væri nóg að eiga fjögur börn og hún viðurkennir að glæsilífið hafi vikið til hliðar fyrir heimilisstörf- unum eftir að börnin fæddust enda hafi börnin þrjú, Leni 5 ára, Henry 3 ára og Johan 2 ára, tekið yfir á heimilinu. Dóttir fædd Reuters Foreldrar Heidi Klum og Seal á Emmy-verðlaununum í september. Stórtónleikar Íslenska óperan Miðvikudaginn 4. nóvember Miðasala midi.is og í Íslensku óperunni 20 ÁRA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.