Morgunblaðið - 14.10.2009, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 287. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heimild: Seðlabanki Íslands
DOLLARI
STERLINGSPUND
KANADADOLLARI
DÖNSK KRÓNA
NORSK KRÓNA
SÆNSK KRÓNA
SVISSN. FRANKI
JAPANSKT JEN
SDR
EVRA
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG
124,05
196,02
120,42
24,7
22,092
17,744
121,27
1,384
196,89
183,9
Gengisskráning 13. október 2009
124,35
196,5
120,77
24,772
22,157
17,796
121,61
1,388
197,48
184,41
236,0183
MiðKaup Sala
124,65
196,98
121,12
24,844
22,222
17,848
121,95
1,392
198,07
184,92
Heitast 13 °C | Kaldast 7 °C
Víða rigning fyrri-
partinn, s-vestlægari
og skúrir um landið s-
og vestanvert eftir há-
degi, en annars þurrt að kalla. » 10
Það er gríðarlegur
fengur fyrir Íslend-
inga að geta séð
beinar útsendingar
frá Metropolitan-
óperunni. »30
AF LISTUM»
Gríðarlegur
fengur
FÓLK»
Pattinson gengur illa að
komast á stefnumót. »35
Hornby leikur sér
hér með minnið um
misskilda snillinginn
sem hverfur ungur, í
nýjustu bók sinni
Juliet, Naked. »31
BÆKUR»
Misskilinn
snillingur
MYNDLIST»
Áður ósýnd verk Nínu
Sæmundsson í Fold. »29
TÓNLIST»
Carly Simon lögsækir
Starbucks. »29
Menning
VEÐUR»
1. Nektarmyndir ESPN vekja ...
2. Íslendingur alvarlega slasaður ...
3. Staðfesti lán til Íslands
4. Hærra verð á plastpokum ...
Íslenska krónan veiktist um 0,25%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Það var í janúar
á þessu ári sem
Mugison og sveit
hans fóru í hljóðver
og léku inn á band
nokkur lög sem
höfðu breyst mjög
mikið í meðförum
hennar á tónleikum víða um heim.
Plata með upptökunum kemur í búð-
ir eftir tvær vikur og ber hún nafnið
Ítrekun. Mugison ætlar svo í túr um
landið í nóvember og mun leika á
fimmtán tónleikum eða þar um bil.
Með í för verður engin smáræðis
kanóna, sjálf gítarhetjan Björgvin
Gíslason.
TÓNLIST
Mugison gefur út nýja plötu
eftir tvær vikur og túrar
Árni Þór Sig-
urðsson hefur
verið kjörinn vara-
formaður þing-
flokks Vinstri-
hreyfingar-
innar-græns
framboðs í stað Álf-
heiðar Ingadóttur, sem nú hefur tek-
ið við embætti heilbrigðisráðherra.
Þá tekur Ögmundur Jónasson, fyrr-
verandi heilbrigðisráðherra, sæti í
fjórum nefndum og Lilja Móses-
dóttir tekur við formennsku í við-
skiptanefnd af Álfheiði.
STJÓRNMÁL
Árni Þór kjörinn varafor-
maður þingflokks VG
Veigar Páll
Gunnarsson hef-
ur ekki fengið
mörg tækifæri hjá
franska knatt-
spyrnuliðinu
Nancy síðan það
keypti hann frá
Stabæk í Noregi í lok síðasta árs.
„Síðasta árið hefur reynst mér
ansi erfitt hvað fótboltann varðar.
Maður er í þessu sporti til að hafa
gaman af þessu, skora mörk og spila
vel svo þessi staða sem ég er í hjá
Nancy fellur mér ekki í geð. Það get-
ur því vel verið að ég fari aftur til
Noregs,“ sagði Veigar Páll.
FÓTBOLTI
Árið í Frakklandi hefur
reynst Veigari Páli erfitt
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞAÐ er langt síðan ég byrjaði, ætli
það séu ekki komin 25 ár frá því ég
fór að setja saman eitthvert smotterí.
Ljóðaáhugann fékk ég fyrir löngu;
byrjaði með Skólaljóðunum. Og þótt
ég væri alinn upp með hefðbundna
kveðskapnum, þar sem ekkert hefur
gerst eftir Davíð [Stefánsson], þá
fékk ég mikinn áhuga á nútímakveð-
skap. Ég sökkti mér oní þetta og las
heilmikið og skrifaði eitthvað svolítið,
en síðustu þrjú ár hefur þetta aukist
og komið meiri þungi í kveðskapinn.“
Svo mælir Eyþór Árnason leikari
og einn þekktasti sviðsstjóri í ís-
lensku sjónvarpi, en í gær hlaut hann
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð-
mundssonar fyrir ljóðabókina
Hundgá úr annarri sveit, sem er hans
fyrsta bók.
Gaman að lesa ljóðabækur
„Mér hefur alltaf fundist gaman að
lesa ljóðabækur og grípa þær með
upp í rúm. Það er svo þægilegt, því þá
er maður ekki bundinn því að muna
eitthvað sem maður sofnaði út frá
kvöldinu áður. Þetta er að færast í þá
átt að ég punkti eitthvað hjá mér á
hverjum degi og setji hugmyndir á
blað, en þó koma vikur þar sem ég
yrki ekkert annað en vísur upp á grín
til að skemmta mér og vinum mín-
um.“
Eyþór segir að það hafi „dottið í
sig“ í vor að senda ljóðin sín í Tómas-
arkeppnina. „Það er ekki söluvæn-
legur bissness að gefa út ljóðabók; ég
henti handritinu inn og svona fór
þetta og ég er rosalega glaður og auð-
mjúkur um leið.“
Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna
Birna Kristjánsdóttir, afhenti verð-
launin. Alls bárust að þessu sinni 42
handrit. Í dómnefnd sátu Kolbrún
Bergþórsdóttir formaður, Ingibjörg
Haraldsdóttir og Jón Óttar Ragnars-
son.
Í umsögn dómnefndar segir m.a.:
,,Í bókinni streymir ljóðmálið fram,
sterkt og hugmyndaríkt. Kímnin er
aldrei langt undan og alls kyns furður
gera vart við sig, eins og þegar rjúp-
urnar hans Guðmundar í Miðdal sem
gerðar eru úr gleri lifna við og láta sig
hverfa. Í öðru ljóði leggja skip að
bryggju bakvið mánann þar sem
skuggalegir menn bíða með skjala-
töskur. Og í enn öðru ljóði kemur
Clint Eastwood ríðandi yfir Faxafló-
ann. Það er gnægð af skemmtilegri
hugsun og hugmyndum í þessari
ljóðabók.“
Verðlaunaféð nemur 600 þúsund
krónum. Útgáfuréttur verðlauna-
handrits er í höndum höfundar eða
þess forlags sem hann ákveður.
Ljóðabókin Hundgá úr annarri sveit
eftir Eyþór kom út á vegum bóka-
forlagsins Uppheima um leið og verð-
launaafhendingin fór fram.
„Glaður og auðmjúkur“
Eyþór Árnason
hlaut Bókmennta-
verðlaun Tómasar
Morgunblaðið/Kristinn
Verðlaunaskáldið Eyþór Árnason tekur við verðlaununum úr hendi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra.
BUBBI Morthens hefur gert breytingar á þætti
sínum Færibandinu, sem sendur er út á Rás 2 á
mánudagskvöldum.
Í stað þess að vera með viðtöl við þjóðþekkta
einstaklinga og taka við símtölum frá hlust-
endum er Bubbi byrjaður að rekja ævi sína í tón-
list.
„Mig langar til að taka fyrir tónlistarlega
áhrifavalda í lífi mínu og sýna hvað varð þess
valdandi að Bubbi Morthens varð til sem tón-
listarmaður,“ segir Bubbi. Í síðasta þætti fjallaði
hann um Bítlana og áhrif þeirra á sig og vini sína
þegar þeir heyrðu tónlist þeirra fyrst, aðeins sjö
ára gamlir.
Næst hyggst Bubbi taka fyrir tónlistarmann-
inn Donovan og svo mun röðin koma að Bob Dyl-
an, sem er í miklu uppáhaldi. | 28
Bubbi snýr sér
að áhrifavöldum
ÍSLENSKA 21-árs landsliðið í fótbolta vann í gær
Norður-Íra, 2:1, í Grindavík. Þetta er í fyrsta
skipti sem íslenska landsliðið í þessum aldurs-
flokki vinnur þrjá leiki í röð í Evrópukeppninni en
það er nú á mikilli siglingu undir stjórn Eyjólfs
Sverrissonar. Liðið hefur skorað 16 mörk í þrem-
ur leikjum en hafði áður mest skorað 15 mörk í
heilli keppni og er komið í baráttu við stórþjóð-
irnar Þýskaland og Tékkland um toppsætin í riðl-
inum. Þrír lykilmenn veiktust skömmu fyrir leik-
inn og gátu ekki spilað með og tveir til viðbótar
voru uppteknir með A-landsliðinu, sem sigraði
síðan Suður-Afríku, 1:0, á Laugardalsvellinum í
gærkvöld. | Íþróttir
Strákarnir setja met
16 mörk í þremur leikj-
um Þrír sigrar í röð
Morgunblaðið/Heiddi
Fyrirliðinn Almarr Ormarsson horfir einbeittur á
boltann í leiknum í Grindavík í gær.