Morgunblaðið - 27.10.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is BANDVÍDD Símans vestur um haf hefur verið fimmfölduð á þessu ári og til Evrópu nánast tvöfölduð. Nú síð- ast tók fyrirtækið í notkun útlanda- tengingu um nýja sæstrenginn Dan- ice, sem liggur á milli Íslands og Danmerkur. Helsta breytingin sem viðskipta- vinir finna fyrir er meira öryggi tengingar. Aukin bandvídd til Bandaríkjanna þýðir það jafnframt að aðgengi að vinsælustu vefsvæðun- um, s.s. YouTube, Facebook og Google, verður enn hraðvirkara. Síminn er tengdur fjórum sæ- strengjum. Auk Danice eru það Cantat-3, Farice og Greenland conn- ect. Síminn tengdist þeim síðast- nefnda fyrir nokkrum vikum um Grænland og vestur um haf. Mikil tækifæri í tengingunni „Þessi fjórtenging gerir Símanum kleift að halda uppi netþjónustu við- skiptavina sinna á fyrirtækja- eða einstaklingsmarkaði og er í raun besta og tryggasta tenging sem Ís- land hefur haft í þau 103 ár frá því að fyrsti sæstrengurinn var tengdur til landsins,“ segir Margrét Stefáns- dóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Margrét segir mikil tækifæri fyrir þekkingarfyrirtæki til að nýta sér þessa stöðu, s.s. til að selja vörur og þjónustu til útlanda með tilstuðlan netsins. Auk þess býðst viðskiptavin- um meira innifalið gagnamagn til út- landa en nokkru sinni fyrr, þ.e. með sérstökum áskriftarleiðum. Fyrsti sæstrengurinn sem tengdi Ísland við umheiminn var lagður árið 1906. Um var að ræða einn kopar- þráð frá Seyðisfirði, gegnum Fær- eyjar og Hjaltlandseyjar til Skot- lands. Um hann komust 120 orð á mínútu við bestu skilyrði, eða 0,0001 megabæt á sekúndu. Sæsímastreng- urinn svonefndi þjónaði sínu hlut- verki í 56 ár, eða þar til Scotice var tekinn í notkun í janúar 1962. Um hann fór um eitt megabæt á sekúndu. Tengt um fjóra strengi Síminn hefur fimmfaldað bandvídd til Bandaríkjanna á árinu Danice Greenland Connect Cantat-3 Farice Sæstrengir sem Síminn notar G RÆ N L A N D Í S L A N D DA N M Ö R K B R E T L A N D FÆ R E YJ A R A L A S K A B A N DA R Í K I N ALLT útlit er fyrir að fjárfesting muni dragast saman um 26% að raunvirði á næsta ári, að mati stjórn- enda íslenskra fyrirtækja. Aðstæður í efnahagslífinu eru nú slæmar eða mjög slæmar að mati 95% stjórn- enda í stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta kemur fram í ársfjórðungs- legri könnun Capacent Gallup á stöðu og horfum hjá 500 stærstu fyrirtækjum landsins, sem gerð var í september fyrir Samtök atvinnulífs- ins. Þetta er þvert á þjóðhagsáætlun fjármálaráðuneytisins þar sem spáð er rösklega 10% magnaukningu fjár- festinga á næsta ári. Um fjórðungur stjórnenda býst við að aðstæður eftir hálft ár verði heldur betri en þær eru nú. Þriðj- ungur þeirra telur engu að síður að aðstæður verði verri og í heild sé því ekki vænst umbóta á næstu sex mán- uðum. Þegar stjórnendur reyna hins veg- ar að skyggnast ár fram í tímann, eykst bjartsýnin. Telja um 62% þeirra að aðstæður verði þá nokkuð betri en aðeins um 22% að þær verði verri. Í umfjöllun SA segir að þetta sé áþekk niðurstaða og kom fram í samsvarandi könnunum fyrir 6 og 12 mánuðum og lýsi e.t.v. því að stjórn- endur haldi í von um að aðstæður fari batnandi að ári liðnu þótt skýr merki um það skorti á næstu mán- uðum. omfr@mbl.is Svört sýn stjórn- enda fyrirtækja Spá 26% sam- drætti í fjárfest- ingum á næsta ári Morgunblaðið/Kristján LINDA Pétursdóttir færði nýverið Fjölskylduhjálp Íslands, fyrir hönd Baðhússins, 100 þriggja mánaða gjafakort að verðmæti 2.500.000 króna. „Það er vart hægt að lýsa þeirri miklu ánægju hjá skjólstæð- ingum okkar þegar líkamsrækt- arkortunum var úthlutað,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað- ur Fjölskylduhjálpar Íslands. „Þetta er í annað skiptið sem Bað- húsið styður Fjölskylduhjálp Ís- lands með þessum hætti. Þetta er ómetanleg gjöf, hafa ber í huga að skjólstæðingar okkar hafa ekki efni á að stunda líkamsrækt öðru jöfnu,“ segir Ásgerður. Gjöf „Skjólstæðingar okkar hafa ekki efni á að stunda líkamsrækt öðru jöfnu,“ segir Ásgerður Jóna. Linda Pétursdóttir afhenti henni gjafakortin. „Ómetanleg gjöf“ FÓÐURBLANDAN hf. og DeLaval A/S hafa undirritað viljayfirlýsingu um að Fóðurblandan taki yfir sölu og þjónustu á vörum DeLaval á Íslandi en fyrirtækið hefur selt mjaltakerfi í mörg fjós hér á landi. Vélaver, umboðsaðili DeLaval á Íslandi, lagði fram beiðni um gjald- þrotaskipti í ágúst. Fram kemur á vef Bændablaðsins, að farið sé að bera á skorti á vara- hlutum og rekstrarvörum í DeLaval- mjaltakerfi og raunveruleg hætta á að mjaltaþjónar bænda verði óstarf- hæfir ef þeir bila. Bændur séu orðnir verulega áhyggjufullir og tíminn sem málið hafi tekið sé allt of langur. Fóðurblandan tekur yfir Í tilkynningu frá Fóðurblöndunni sem barst í gær segir, að stefnt sé að því að gerður verði samningur á milli fyrirtækjanna strax í næsta mánuði. Rekstraraðilar Vélavers muni sinna verkefninu til 30. október en þá tek- ur Fóðurblandan þjónustuna yfir. Áhyggjur vegna skorts á varahlutum í mjaltavélar Könnunin bendir til að á næstu sex mánuðum muni störfum í atvinnulífinu fækka enn frekar, þar sem um 25% fyrirtækja bú- ast við að starfsmönnum fækki nokkuð eða mikið en aðeins um 19% að þeim muni fjölga. Um 58% fyrirtækja búast við óbreyttum starfsmannafjölda á næstu sex mánuðum. Stjórn- endur fyrirtækja vænta lítilla breytinga á launum á næstu 6 mánuðum. Tæpur fjórðungur fyrirtækja býst að vísu við hækkun og um 14% vænta lækkunar, en mikill meirihluti eða um 61% á ekki von á því að laun breytist. Fækkun starfsfólks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.