Morgunblaðið - 27.10.2009, Síða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009
Elsku Diddi frændi.
Mér fannst gaman
að koma í heimsókn til
þín á Barðastaði. Afi
kom þá með kókó-
mjólk handa okkur. Þú
sagðir oft svo fyndið. Mér fannst
gaman þegar þú söngst lagið Ást –
ást og þegar þú sagðir „stjórnandi
þáttarins er Hemmi Gunn“. Sumir
voru að gráta af því að þú ert dáinn
en ég ætla líka að vera glaður því við
gerðum svo margt skemmtilegt sam-
an. Guð, viltu passa hann Didda okk-
ar.
Þinn frændi,
Daníel Örn.
Það var árla laugardagsmorguns
að okkur barst sú harmafregn að
Diddi frændi væri látinn, langt um
aldur fram, aðeins 24 ára.
Þrátt fyrir ómælda sorg og söknuð
minnumst við Didda með brosi á vör.
Diddi var með eindæmum
skemmtilegur og gefandi persónu-
leiki, hann skilur eftir sig ljúfar
minningar frá sinni stuttu ævi. Hann
var miðpunktur stórfjölskyldunnar í
öllum boðum og uppákomum. Ávallt
kátur og líflegur, hló smitandi hlátri
og minnisstæðar eru þulur og upp-
talning á öllum fjölskyldumeðlimum,
sem hann flutti með leikrænum til-
burðum.
Áhugamál „Barðastaðabóndans“
eins og pabbi hans kallaði hann
stundum, var fyrst og fremst tónlist.
Hann kunni ógrynni af lögum og
söng með af hjartans lyst og innlifun.
Auk þess voru teiknimyndir og ýmsir
skemmtiþættir ofarlega á vinsælda-
listanum.
Diddi naut þess að eiga einstak-
lega góða foreldra, systkini og stuðn-
ingsforeldra, sem gerðu honum kleift
að stunda menningarlífið, sem hann
hafði svo mikinn áhuga á. Dugnaður
og elja aðstandenda var til mikillar
fyrirmyndar.
Diddi var höfðingi heim að sækja
og tók vel á móti gestum. Það er
gaman að segja frá því að í eitt skipti
er við heimsóttum hann rúllaði hann
sér á hjólastólnum og náði í inniskó
og færði okkur og hló sig svo mátt-
lausan á eftir. Að vísu stríddi hann
móðurafa sínum í einum af hans
mörgu heimsóknum, en þá þurfti sá
gamli að skreppa á salernið og notaði
Diddi tækifærið og læsti afa sinn
inni. Diddi var hreinn og beinn og
kom til dyranna eins og hann var
klæddur. Hann átti til að taka kúst-
inn og gera sig líklegan til þess að
sópa fólki út úr íbúðinni þegar hann
taldi að heimsóknartíma væri lokið!
Þetta eru dæmi um skemmtilegar
sögur af Didda og svona mætti halda
lengi áfram.
Hann var blíður knúsari og vildi
helst vera í faðmlögun og ekki síst við
Kristinn Örn
Friðgeirsson
✝ Kristinn ÖrnFriðgeirsson
fæddist í Reykjavík 7.
maí 1985. Hann lést á
heimili sínu 17. októ-
ber sl. og var jarð-
sunginn frá Graf-
arvogskirkju 26.
október.
fallegt kvenfólk og var
það auðsótt fyrir þenn-
an kvennaljóma og
sjarmatröll.
Það verður erfitt að
sætta sig við að Diddi
sé horfinn yfir móðuna
miklu, en fyrir mestu
er að þessi mikli gleði-
gjafi skilur eftir sig
góðar endurminning-
ar.
Elsku Friðgeir,
Guðbjörg, Magga,
Mummi, Hildur Björk,
Daníel Örn og Kári
Steinn, megi Guð veita ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Guð blessi yndislegan dreng.
Ingibjörg Ólöf (Inga Lóa),
Kristín og Andrés Már.
„Þar sem jökulinn ber við loft,
hættir landið að vera jarðneskt, en
jörðin fær hlutdeild í himninum, þar
búa ekki framar neinar sorgir, og
þess vegna er gleðin ekki nauðsyn-
leg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri
kröfu.“
(Úr Fegurð himinsins eftir
Halldór Laxness.)
Hann hét fullu nafni Kristinn Örn,
en var ævinlega kallaður Diddi. Fal-
legt barn og brosþýður, stór og
stæðilegur fullvaxta, brosþýður.
Hann var ævinlega barn í hjarta.
Brosið fylgdi honum alla tíð. Við
brostum með honum, brostum við
honum, brostum þegar við hugsuðum
til hans og brostum þegar hann bar á
góma. Hann var gleðigjafi og samein-
ingarafl í mörgum fjölskyldum og
ættum. Hann var vinamargur og vel-
gjörðarmenn hans voru fleirri en tölu
verði á komið. Þeir birtust einsog
vitringarnir og færðu honum gull
sitt, reykelsi og myrru í formi ótal
gjafa.
Ef engin væru skýin kynni maður
ekki að meta sólskinið. Jú, þar var
margt skýið, en sterkara var sólskin-
ið sem fylgdi Didda. Það var gleði
barnsins og gleði hinnar hrekklausu
sálar. Það var líka áminning til okkar
allra að meta gjafir lífisns, virða þær
og rækta. Lífsganga Didda og kynni
af honum löðuðu fram vináttu, kær-
leika og sannleika. Hann var einlæg-
ur og saklaus.
Ævi Didda var sólskinsgjöf. Hún
kenndi okkur að ævin er of stutt til að
troða illsakir við nokkurn mann. Þær
eru hjóm og sandkorn á eilífðar-
ströndu þegar við hugsum til hans,
sem gladdist yfir því sem honum var
gefið og var í raun hið litskrúðuga og
ilmþrungna lífsins blóm. Heilbrigður
maður ber kórónu á höfði sér, sem sá
einn sér sem sjúkur er, segir í kín-
verskum málshætti. Sama má segja
um gáfur og greind, lærdóm og
menntun. Diddi nýtti sitt vegarnesti
betur en margur sá sem meira er gef-
ið.
Náðargjöf Didda var tónlistin. Það
er mikill sannleikur í því fólgin að þar
sem tungumálinu sleppir hefst tón-
listin. Tónlistin var tungumál hans.
Margir tónlistarmenn glöddu
Didda á merkisdögum á ævi hans. Á
tvítugsafmælinu var haldin mikil
veizla á Hótelinu Óðinsvéum. Þar
mætti Egill Ólafsson með félögum
sínum Jakobi Magnússyni og Þórði
Árnasyni að gleðja afmæisbarnið.
Gleði listamannanna var sönn og gjöf
þeirra einlæg. Þeir sungu og spiluðu
fyrir hann. Egill söng til Didda, söng
lögin hans, Diddi horfði á Egil, Egill
á Didda og Diddi ljómaði. Hafi tón-
listarmenn nokkurn tíma náð full-
komnu sambandi við áheyranda var
það á þeirri stund. Þeim sé þökk og
heiður fyrir þessa stund í lífi Didda.
„Börnin njóta augnabliksins, vegna
þess að þau hafa hvorki fortíð né
framtíð,“ er haft eftir Jean de La
Bruyére. Þó Diddi hrærðist í augna-
blikinu þekkti hann fjölskyldu og vini
með nafni og nefndi hvern og einn.
Hann naut sín í margmenni, var
hrókur alls fagnaðar og jafnan fjör-
ugast í kringum hann. Þá sem jafnan
taldi hann upp vini sína og söng – og
við sungum með honum. Á þeim
stundum urðu sálirnar eitt og gleðin
ein og sönn. Blessuð og björt er
minning hans.
Haraldur G. Blöndal og
María Aldís Kristinsdóttir
(Mæja og Halli).
Fallinn er frá uppáhaldsfrændi
minn og vinur, Kristinn Örn Frið-
geirsson (Diddi), aðeins 24 ára að
aldri. Diddi frændi var yngstur
þriggja barna Guðbjargar systur
minnar og Friðgeirs Kristinssonar.
Fljótlega eftir fæðingu Didda var
ljóst að hann gekk ekki heill til skóg-
ar og þurfti á aðstoð og umönnun að
halda allt sitt líf. Foreldrar hans og
systkini reyndust honum ómetanleg
stoð og stytta og á síðari árum naut
Diddi heimilis og umsjónar á Barða-
stöðum. Engu að síður var Diddi full-
gildur fjölskyldumeðlimur og tók
þátt í samverustundum og uppákom-
um sem efnt var til og naut þeirra til
hins ýtrasta. Ógleymanleg var ferðin
til Flórída um árið ásamt samveru-
stundunum í „sumó“ þar sem Diddi
var ætíð hrókur alls fagnaðar. Diddi
var sjálfsagður gestur minn, hvort
heldur var á afmælum, áramótum
eða dagsdaglega. Þau verða ekki eins
gamlárskvöldin án hans í Fannafold-
inni. Mér þótti vænt um þennan
frænda minn og fann gagnkvæma
virðingu og vináttu af hans hálfu.
Diddi hafði yndi af gleðskap og
söng og kunni raunar marga texta,
hvort sem það var Bubbi eða Stuð-
menn tók hann undir og hreifst með.
Diddi-Öddi-Diddi-Öddi sagði hann
og benti á mig og svo voru sungnar
„Guttavísur“ eða „Fönn, fönn, fönn“.
Líf þessa unga frænda míns var
erfitt en það hafði ekki áhrif á lífs-
gleði og brosmildi unga mannsins
með björtu sálina sem fékk mann oft
til að gleyma stað og stund. Í þessum
líkama var yndisleg manneskja sem
eflaust skildi og vildi meira en við
varð ráðið. Enginn ræður sínum ör-
lögum. Ég vil nú, þegar þessi vinur
minn er horfinn á braut, þakka hon-
um fyrir samleiðina og vináttuna sem
við áttum og nutum og blessa minn-
ingu hans. Elsku Guðbjörg, Friðgeir,
Magga, Mummi og fjölskylda, inni-
legustu samúðarkveðjur.
Örn Andresson (Öddi frændi).
{Elsku} Diddi okkar.
Þegar ég hitti þig aftur þá sé ég
fyrir mér að ég komi inn í rjóður inni
í stórum skógi. Í rjóðrinu er kofi og
situr þú við gluggann eins og jóla-
sveinninn sem við sungum saman
um. Brosir svo fallega eins og þú allt-
af gerðir, stendur upp þegar ég
banka á dyr, hnarreistur, hávaxinn,
fallegur strákur, laus við allar höml-
ur hins jarðneska lífs. Opnar svo
dyrnar og horfir brosandi í augun á
mér. Tekur í hönd mína og saman
bendum við á brjóst þitt og segjum:
„Diddi“ – og síðan á mitt og segjum:
„Jói“. Við þurfum ekkert meir, lífið
er ekki flóknara en þetta, við sjáum
inn í sál hvor annars.
Guð veri með þér Diddi minn alla
tíð.
Við Ragný, Jón Magnús, Árný og
Margrét hugsum ávallt til þín með
hlýju og væntumþykju í hjartanu.
Jóhannes frændi.
Elsku Diddi okkar.
Fréttirnar frá Jónu þennan örlaga
morgun voru ekki þær sem við áttum
von á. Þetta var eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Ég söng fyrir þig í
símann fyrir stuttu, Ást ást og brosið
þitt og gleði skein í gegnum símtólið.
Þú varst bara krakki þegar við
hittumst fyrst og minningarnar ná
svo langt aftur. Ég man þegar þú
komst fyrst í Vesturbergið til okkar
með Jónu og Kristni, þá 8 ára gamall,
margt höfum við brallað síðan þá. Þú
komst til mín á sumarnámskeið í Bú-
staði eitt sumar, sumarbústaðaferðir
vítt og breitt um landið, kajak á Þing-
vallavatni, ferðalag undir Eyjafjöll,
bíóferðir og út að borða, allt þetta eru
ómetanlegar samverustundir. Einnig
hlotnaðist okkur sá heiður að fá að
samgleðjast þér og fjölskyldu þinni á
fermingardaginn þinn og í útskrift-
inni þinni.
Þegar Jóna, Kristinn og fjölskylda
fóru til Ástralíu fékk ég tækifæri til
að eyða fleiri stundum með þér, við
fórum í bíó, á rúntinn og út að borða,
einhver nákominn varð að gefa Jónu
og Kristni nákvæmar upplýsingar
um líðan þína og það var ég.
Elsku Diddi minn, alltaf fékkstu
mann til að brosa. Brosið þitt svo
blítt, svo saklaust og hreint. Við átt-
um okkar leyniorð sem var „cutie
pie“ og þá fyrst byrjaði ballið, við
sungum og sungum og ef stemningin
dvínaði þá var það bara eitt „cutie
pie“ og ballið byrjaði á ný.
Um síðustu páska vorum við uppi í
sumarbústað og þá fengum við okkur
nýtt leyniorð, „Ást ást“, og þá söng
ég fyrir þig og að sjálfsögðu léstu þig
ekki vanta í sönginn. Trausti spilaði á
gítarinn og mamma kenndi okkur
textann. Og eftir það hefur Jóna
hringt í mig þær helgar sem þú gistir
hjá þeim og þá heyrðist í símanum
„Ást ást“.
Já, það sem þú gafst okkur var
nefnilega skilyrðislaus ást.
Elsku Diddi okkar, takk fyrir allar
samverustundirnar sem við áttum
saman, það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast þér, þín verður
sárt saknað.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Elsku Guðbjörg, Friðgeir, Magga,
Mummi og fjölskylda, við færum
ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Elsku Jóna systir, Kristinn, Birkir
Blær og Aðalsteinn Einir, megi Guð
gefa ykkur styrk í þessari miklu
sorg.
Regína, Pétur, Birta,
Hlynur og Hafdís.
Elsku Kristinn Örn eða öðru nafni
Diddi er farinn yfir móðuna miklu.
Hann flutti á Barðastaði 17. ágúst ár-
ið 2002. Hann var sá fyrsti sem flutti
inn á íbúðasambýlið á Barðastöðum.
Foreldrar Didda voru með frá upp-
hafi í að móta og gera heimilið hans
sem aðgengilegast og fallegast fyrir
hann. Diddi var alltaf kátur og lífs-
glaður ungur maður, það þurfti ekki
mikið til að gleðja hann. Diddi var
mikil félagsvera og fannst fátt
skemmtilegra en að vera í góðra vina
hópi. Helst vildi hann þá vera í sviðs-
ljósinu og átti það til að reyta af sér
brandara og hlæja mikið. Ef músík
var til staðar þá spillti það nú síst fyr-
ir. Diddi kunni nefnilega heilan hell-
ing af lögum og textum. Hér má sem
dæmi nefna: Guttavísur, Maðurinn
með hattinn, svo ekki sé nú talað um
meistarann mikla, Ómar Ragnars-
son, en Ómar var í sérstöku uppá-
haldi hjá Didda. Aðrar hljómsveitir/
söngvarar sem Diddi elskaði voru t.d.
Björgvin Halldórsson, Ríó Tríó,
Stuðmenn, Páll Óskar og Shadows.
Diddi var alltaf hrókur alls fagn-
aðar, var fljótur að bræða hjörtu okk-
ar. Það var alltaf hægt að stóla á að
Diddi tæki vel á móti manni þegar
maður kom til vinnu, enda með stórt
og hlýtt hjarta. Nú kveðjum við hann
með söknuð í hjarta en við erum stað-
ráðin í því að halda merki hans á lofti.
Það sem Diddi kenndi okkur var lífs-
gleði, jákvæðni og heiðarleiki. Við
sendum fjölskyldu hans og vinum
innilegar samúðarkveðjur. Megi Guð
og góðar vættir vera með þeim á
þessum erfiðu tímum.
Fyrir hönd starfsfólks og íbúa
Barðastaða,
Líney Óladóttir.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
(Jóhann Jónsson)
Kæru foreldrar, systkini og aðrir
aðstandendur, við vottum okkar inni-
legustu samúð. Við munum geyma
minninguna um káta og brosmilda
drenginn ykkar sem sjaldan var
lognmolla í kringum.
Blessuð sé minning Didda.
Guð geymi hann.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson)
Fyrir hönd starfsfólks skamm-
tímavistunar Álfalandi 6,
Markrún Óskarsdóttir.
Nú er góður vinur minn farinn frá
okkur en þó lifir hann enn og mun
alltaf gera. Þetta ógleymanlega bros,
ótrúlega smitandi hlátur og góða
skapið.
Við hittumst fyrst í Reykjadal fyr-
ir rúmum fimm árum. Vinátta okkar
var ekki lengi að myndast. Vorum
strax byrjaðir að fíflast og glápa sam-
an á „stóru magana“ á öllum skvís-
unum í dalnum. Video-tækið alltaf
bilað og sátum við sveittir yfir því
með skrúfjárnið og oftar en ekki
redduðum við þessu. Sundferðirnar
okkar voru þó bestar. Hvern einasta
morgun skelltum við okkur stressað-
ir í átt að lauginni en þegar á hólminn
var komið var það heldur betur þess
virði. Létum öllum illum látum með
alls kyns dólgslæti á milli þess að við
sleiktum sólina og slöppuðum af.
Síðar meir sagði mamma mín mér
frá því að það vantaði starfsfólk á
Barðastaði. Ég vissi nú hvaða topp-
náungar bjuggu þar og var ég ekki
lengi að slá til.
Maður mætti á Barðastaði með
alls konar óþarfa áhyggjur og í mis-
góðu skapi. En um leið og Diddi kom
brosandi á móti manni gleymdist allt.
Endalausar minningar og nýir gull-
molar á hverjum degi. Seint mun ég
gleyma öllum þeim stundum sem við
eyddum í sófanum, horfðum á
Hemma Gunn og Hómer gera sig að
fífli til skiptis meðan við skiptumst á
að gilla bakið hvor á öðrum. Bara
Elsku Diddi.
Þú varst minn besti vinur
og einstakur gleðigjafi. Það
var alltaf svo gaman að koma
til þín og hlæja með þér og
brosa. Nú taka englarnir á
móti þér og hugsa vel um um
þig Diddi minn.
Þú verður alltaf hjá mér,
litli engillinn minn.
Þóra Kristín
Bárðardóttir.
HINSTA KVEÐJA
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Hjartkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
JÖRGEN FAURHOLT ÓLASON,
Yrsufelli 32,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 21. október, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn
29. október kl. 13.00.
Sólveig B. Halldórsdóttir,
Stefanía Jörgensdóttir, Einar Einarsson,
Halldór J. Jörgensson, Katrín Guðmundsdóttir,
Anna Karen Jörgensdóttir, Björn Jónsson
og barnabörn.