Morgunblaðið - 27.10.2009, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009
„HANN söng réttu nóturnar; röddin
bar sína kunnuglegu hlýju og karl-
mannlegan þokka; tæknin fullkomin,
en samt …
Svo virðist sem gríðarleg vinnu-
semi og viljastyrkur geti breytt Pla-
cido Domingo í baríton.“
Þannig skrifar tónlistargagnrýn-
andi AP-fréttastofunnar um frum-
sýningu á óperunni Símoni Bocc-
anegra eftir Verdi á
laugardagskvöld, í Unter den Lind-
en, Ríkisóperunni í Berlín.
Domingo var þar í tilhlutverkinu,
sem hann margoft hefur sagt að sig
langaði til að syngja; en sem kunn-
ugt er, er Domingo ekki baríton,
heldur einn af fremstu tenórsöngv-
urum okkar daga.
„Þrátt fyrir einbeittan ásetning
um að dekkja tón raddarinnar og
þyngja neðra raddsviðið var lítið
sem Domingo gat gert til að leyna
náttúrulegri stöðu raddar sinnar.
Þegar barítonsöngvari þenur sig
upp á efsta hluta raddsviðs síns, eins
og í atriðinu í ríkisráðsherberginu,
læsist um mann hrollvekjandi hrifn-
ing; fyrir Domingo var þetta einum
of létt og áreynslulaust.“
Placido Domingo er kominn af
léttasta skeiði venjulegs tenórsöngv-
ara, enda orðinn 68 ára. Hann hefur
þó haldið áfram að syngja og þótt ár-
in hafi færst yfir, hefur rödd hans
haldið sér ótrúlega vel. Síðustu árin
hefur hann í auknum mæli unnið við
hljómsveitastjórn en það fag lærði
hann í skóla.
Allt er þetta merkilegt í ljósi þess
að Placido Domingo hóf feril sinn
sem barítonsöngvari og þegar hann
söng fyrst prufusöng fyrir hlutverk í
Þjóðaróperunni í Mexíkó, átján ára
gamall var það sem baríton. Hann
var þá beðinn að syngja tenóraríur,
sem hann gerði, og var að lokum ráð-
inn sem tenórsöngvari. begga@mbl.is
Einum
of létt
Domingo heillar ekki
sem barítonsöngvari
Placido Domingo Ekki baríton.
AÐRIR hádegistónleikar Óp-
hópsins verða í Óperunni í dag
kl. 12.15. Fram koma allir með-
limir hópsins, en sérstakur
gestur á tónleikunum er góð-
kunna söngkonan og Grímu-
verðlaunahafi Valgerður
Guðnadóttir. Á tónleikunum í
dag verður lögð áhersla á sam-
söngsatriði, mestmegnis dú-
etta, en líka tríó og fjölda-
söngsatriða. Einstaka aríur
heyrast með. Umfjöllunarefnið er mjög dæmigert
fyrir óperur, þ.e. sumir eru dregnir á tálar, aðrir
tjá ást sína, sumir syngja fyrir dauðann og enn
aðrir hvetja til morða. Sem sagt dæmigerð óperu-
dagskrá. Meira á www.op-hopurinn.is.
Tónlist
Óp-hópurinn
í Óperunni í dag
Valgerður
Guðnadóttir
HINGAÐ til lands er komin
Elisabeth Kaiser til tónleika-
halds. Hún er organisti og kór-
stjóri við Getsemane-kirkjuna í
Berlín en sú kirkja kom mjög
við sögu þegar Berlínarmúrinn
féll fyrir 20 árum. Elisabeth
hefur komið hingað nokkrum
sinnum og tók einnig á móti
Skálholtskórnum í Berlín í vor.
Í för með Elisabeth verður
þýskur saxófón- og flautuleik-
ari, Christian Raake. Þau munu flytja fjölbreytta
efnisská, gamla og nýja tónlist, klassíska og djass.
Tónleikarnir verða í Kristskirkju í kvöld kl. 20.30,
í Skálholti annaðkvöld og Hveragerðiskirkju
fimmtudagskvöld. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist
Elisabeth Kaiser
leikur í Kristskirkju
Kristskirkja.
LILJA Árnadóttir er fagstjóri
munasafns Þjóðminjasafns Ís-
lands. Kl. 12.05 á hádegi í dag
heldur hún fyrirlestur í safninu
um munasafnið, en kynningin
er hluti af hádegisfyrirlestra-
röð Þjóðminjasafnsins. Lilja
greinir frá stærð, eðli og um-
fangi safnsins en það var stofn-
að 24. febrúar 1863 og hét þá
Forngripasafn. Stofngjöf
safnsins var haugféð úr kumli
að Baldursheimi í Mývatnssveit auk nokkurra
muna sem sr. Helgi Sigurðsson á Melum færði
safninu. Samkvæmt þjóðminjalögum er hlutverk
Þjóðminjasafns að safna, skrásetja, varðveita, for-
verja og rannsaka minjar. Aðgangur ókeypis.
Hugvísindi
Kynnir muni
Þjóðminjasafnsins
Lilja
Árnadóttir
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
BANDARÍSKA tónskáldið Gerald
M. Shapiro hefur verið tíður gestur
hér á landi frá því hann kom fyrst
hingað 1995 til að vera viðstaddur
flutning á píanótríói. Hann komst þá í
kynni við fjölmagra íslenska lista-
menn, þar á meðal Guðmund Em-
ilsson sem stjórnaði verkinu.
Skömmu eftir heimsókn Shapiros
hingað var Guðmundi boðið að vera
gestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar
Brown-háskóla á Rhode Island og
Shapiro samdi verk fyrir fílharm-
óníuhljómsveit Lettlands sem Guð-
mundur stýrði einnig.
Síðan hefur samstarf þeirra meðal
annars leitt til þess að íslenskum tón-
skáldum var boðið að semja verk fyr-
ir Voyages-tónlistarhátíðina á Rhode
Island, en Shapiro hefur einnig tekið
þátt í tónlistarhátíðum hér á landi.
Stórskorin tónlist
Ég gríp tækifærið til að spyrja
hann, mann sem hefur svo mikla
reynslu af íslenskri tónlist, hvort til
sé eitthvað sem kalla megi íslenskan
hljóm í sinfónískri tónlist íslenskra
höfunda. Shapiro hugsar sig um um
stund, en segir svo að það tónskáld
sem hann þekki best til sé Atli Heim-
ir Sveinsson og í tónlist Atla sé vissu-
lega að finna norrænan hljóm, „en sá
hljómur er víðar en á Íslandi, það má
kannski tala um samnorrænan
hljóm,“ segir Shapiro en bætir svo við
að það sé erfitt að meta slíkt; „en tón-
listin er á stundum stórskorin, svo
mikið er víst“.
„Sú var tíðin að hægt var að greina
tónlist frá hverju landi fyrir sig en sá
tími er löngu liðinn. Ég upplifði þetta
vel þegar ég var sem ungur maður í
námi í París á sjöunda áratugnum að
kynna mér evrópska tónlist. Þá var
haldin tónlistarhátíð með bandarískri
nútímatónlist og ég fór á tónleika og
mér leið eins og ég væri kominn heim
og skildi þá loks hvað fólk átti við
þegar það talaði um að tónlist hljóm-
aði bandarísk.“
Gott af því að ferðast
Eins og getið er hefur Gerald
Shapiro oftsinnis komið til Íslands, en
hann er líka tíður gestur í öðrum
Evrópulöndum. Hann segist öðrum
þræði líta á tónlistina sem vegvísi
sinn út í heim, því fyrir tilstilli hennar
hefur honum verið boðið að vera við-
staddur tónleika víða í Evrópu og
eins að semja tónlist fyrir ýmsa evr-
ópska listamenn.
„Ég hef gott af því að ferðast og
hitta fólk og eins hef ég gott af því
sem tónskáld að heyra fólk túlka verk
mín og þá sérstaklega þegar það er
hluti af menningarhefð sem er frá-
brugðin minni, en svo má ekki
gleyma því að það er gaman að
skreppa til Parísar í nokkra daga, nú
eða til Íslands,“ segir Shapiro og
hlær við.
Tónlistin er vegvísir minn
Gerald M. Shapiro segir að tala megi um samnorrænan hljóm „Tónlistin er
á stundum stórskorin“ Verður viðstaddur flutning á saxófónkvartetti sínum
Ljósmynd/Álfheiður Erla
Tónskáldin hittast Gerald M. Shapiro hitti íslenska kollega sína um
helgina, en þeir ræddu meðal annars tónleika sem fyrirhugaðir eru í vor til
heiðurs Jóni Nordal. Frá vinstri: Þórður Magnússon, Jón Nordal, Shapiro,
Atli Heimir Sveinsson og Þorkell Sigurbjörnsson.
Leikverkið Völva er byggt áhinu forna EddukvæðiVöluspá í endurgerð Þór-arins Eldjárns þar sem
segir frá sköpun heimsins lífi goða
og Ragnarökum. Með endurtekn-
ingum og nánast æsandi framvindu
er Völuspá vel fallin til munnlegs
flutnings.
Í leikgerð Pálínu Jónsdóttur og
Walid Breidi er nýjungum og leik-
hústækni blandað við fornan kveð-
skap. Notast er við rafræna tækni á
frumlegan hátt. Völvan (Pálína
Jónsdóttir) stjórnar framvindu
verksins með gagnvirkri tækni, eins
og segir í leikskrá með einkar
skemmtilegum hætti. Pálína hefur
gott vald á líkamsbeitingu enda
fyrrverandi dansari. Einnig er
framsögn hennar góð. Hins vegar
brá fyrir tilgerð á einstaka stað í
verkinu.
Búningur völvunnar er merkilegt
fyrirbæri. Hönnunin er eftir Fil-
ippíu I. Elísdóttur og er heldur
óljóst form sem hæfir í raun vel
þessari óræðu spákonu sem segir
söguna. Í búningnum er komið fyrir
hljóðnemum hér og þar og getur
leikkonan stjórnað hljóðmyndinni
eftir þörfum. Þetta heppnast ágæt-
lega þótt það komi fyrir að erfitt er
að greina orðaskil þegar hljóð-
myndin er hvað flóknust.
Leikmynd Xavier Boyaud var
samsett úr litlum spjöldum sem
héngu úr loftinu og þegar myndum
var varpað á þau birtu þau heild-
armynd eins og um stóran skjá væri
að ræða. Myndvinnslan og lýsing
fléttaðist oft fallega saman við tón-
list Skúla Sverrissonar.
Völuspá endurort af Þórarni Eld-
járn er afar áheyrileg og færir
þennan forna skáldskap nær nútím-
anum. Völuspá er vissulega sá hluti
menningararfs sem hvað þekktastur
er úr fornkvæðunum og hefur kvæð-
ið verið þýtt á mörg tungumál. Sýn-
ingin tekur innan við klukkustund í
flutningi og gæti því verið hentug
fyrir skólahópa.
Það er gott framtak að færa þetta
öndvegiskvæði íslenskra forn-
bókmennta í nýjan búning og freista
þess þannig að glæða áhuga okkar
tæknióðu nútímamanna á mikils-
verðum menningardýrgripum.
Rafræn Völuspá
Völva „Í leikgerð Pálínu Jónsdóttur
og Walid Breidi er nýjungum og
leikhústækni blandað við fornan
kveðskap,“ segir m.a í dómnum.
Kassinn, Þjóðleikhúsið
Völva eftir Pálínu Jónsdóttur og
Walid Breidi
Leikari: Pálína Jónsdóttir. Leikmynd,
lýsing og myndvinnsla: Xavier Boyaud.
Hljóðinnsetning: Walid Breidi. Tónlist:
Skúli Sverrisson. Búningahönnun og
gerð: Anna Rabaron, Filippía I. Elísdótt-
ir, Florence Bost og Guðrún Ragna Sig-
urjónsdóttir. Leikstjórn: Pálína Jóns-
dóttir og Walid Breidi.
Fimmtudagur 22. október.
INGIBJÖRG
ÞÓRISDÓTTIR
LEIKLIST
Morgunblaðið/Ómar
Gerald M. Shapiro kemur hing-
að til lands að þessu sinni með-
al annars til að vera viðstaddur
tónleika Íslenska saxófónkv-
artettsins í Salnum í kvöld kl.
20.
Kvartettinn er skipaður þeim
Vigdísi Klöru Aradóttur, sem
leikur á sópransaxófón, Sigurði
Flosasyni, sem leikur á altsaxó-
fón, Peter Tompkins, sem leikur
á tenórsaxófón, og Guido Bäu-
mer, em leikur á barí-
tónsaxófón.
Kvarettinn sem fluttur verð-
ur í Salnum er annar saxó-
fónkvartett Shapiros. Hann
segist hafa fallið fyrir hljóðfær-
inu eftir að franskur saxófón-
leikari hafði samband við hann
fyrir mörgum árum og bað
hann að skrifa eitthvað fyrir
hljóðfærið.
„Ég hreifst svo af hljóðfær-
inu að ég skrifaði á annan tug
verka fyrir saxófón; fyrir sóló-
saxófón, fyrir píanó og tvo
saxófóna, fúgur fyrir þrjá saxó-
fóna og svo má lengi telja –
það komst ekkert nema saxó-
fónn að hjá mér í þrjú eða fjög-
ur ár.“
Auk saxófónkvartetts Shap-
iros verða flutt verk eftir Henri
Pousseur, Johann Sebastian
Bach, Astor Piazzolla og Dome-
nico Scarlatti.
Ekkert komst að
nema saxófónn
Ég er alltaf voða
feiminn við að nota
orðið gjörningalist 28
»