Morgunblaðið - 27.10.2009, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 300. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heimild: Seðlabanki Íslands
DOLLARI
STERLINGSPUND
KANADADOLLARI
DÖNSK KRÓNA
NORSK KRÓNA
SÆNSK KRÓNA
SVISSN. FRANKI
JAPANSKT JEN
SDR
EVRA
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG
121,92
198,87
115,62
24,606
22,005
17,986
121,08
1,328
194,48
183,18
Gengisskráning 26. október 2009
122,21
199,35
115,96
24,678
22,07
18,039
121,42
1,3319
195,06
183,69
234,9504
MiðKaup Sala
122,5
199,83
116,3
24,75
22,135
18,092
121,76
1,3358
195,64
184,2
Heitast 8°C | Kaldast 0°C
Austan og norð-
austan 5-13 m/s, en
13-20 og rigning síð-
degis syðra, svalast
fyrir norðan. » 10
Íslenska gaman-
myndin Jóhannes er
tekjuhæst og vin-
sælust. Land upp-
vakninganna kemur
næst. »33
KVIKMYNDIR»
Jóhannes á
toppnum
FÓLK»
Dóttirin er falleg eins og
pabbi hennar. »29
„Sú var tíðin að
hægt var að greina
tónlist frá hverju
landi fyrir sig en sá
tími er löngu liðinn,“
segir Shapiro. »27
TÓNLIST»
Tíður gestur
hér á landi
DÓMUR»
Lífleg og ljómandi
skemmtileg plata. »32
MYNDLIST»
Eins og að stíga inn í
barnaævintýri. »32
Menning
VEÐUR»
1. McDonald’s hættir
2. Hættir í vinnu eftir lottóvinning
3. Ódýr í framleiðslu en malar gull
4. Frétt af McDonald’s vakti athygli
Íslenska krónan veiktist um 0,4%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Íslenski lands-
liðsmaðurinn Emil
Hallfreðsson á
skemmtilegt verk-
efni fyrir höndum í
kvöld. Lið hans í
ensku knattspyrn-
unni, Barnsley,
tekur á móti sjálfum Englands-
meisturum Manchester United í
deildabikarnum. „Ég skora alltaf á
móti toppmarkmönnum. Ég setti
eitt á móti Buffon og eitt á móti Cas-
illas og er þá ekki röðin komin að því
að skora eitt á móti Van der Sar,
sem mér finnst vera sá besti í brans-
anum,“ sagði Emil og hló.
FÓTBOLTI
Skorar Emil Hallfreðsson
hjá Manchester United?
JÓHANNA Sig-
urðardóttir for-
sætisráðherra og
Steingrímur J. Sig-
fússon fjár-
málaráðherra eru
bæði stödd í Stokk-
hólmi í tengslum
við þing Norðurlandaráðs. Kristján
L. Möller, samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra, gegnir í dag starfi
forsætisráðherra í fjarveru Jó-
hönnu. Steingrímur er væntanlegur
til landsins í kvöld og tekur hann þá
við skyldum forsætisráðherra af
Kristjáni þar til Jóhanna snýr aftur
á fimmtudaginn.
RÍKISSTJÓRNIN
Kristján í starfi forsætis-
ráðherra í fjarveru Jóhönnu
Dómnefnd í
handritakeppni
stuttmyndahátíðar
unga fólksins,
Ljósvakaljóða,
verður skipuð þeim
Friðriki Þór Frið-
rikssyni kvik-
myndaleikstjóra, Bergi Ebba
Benediktssyni tónlistarmanni og
glæpasagnahöfundinum Yrsu Sig-
urðardóttur. Ungu fólki á aldrinum
15-25 ára býðst að skila inn handriti
að stuttmynd og má það ekki vera
lengra en 10 bls. Frekari upplýs-
ingar um dagskrá hátíðarinnar má
finna á www.ljosvakaljod.is.
KVIKMYNDIR
Friðrik, Bergur og Yrsa
meta handrit ungs fólks
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
UM MIÐJAN föstudag 16. október sl. ók eigin-
maður Petrínu Kristínar Steindórsdóttur frá
heimili sínu við Nönnugötu í Reykjavík að Egils-
götu til að sækja beiðni í Domus Medica og lyfin í
apótekið í sama húsi. Eftir einn og hálfan tíma fór
Petrína að ókyrrast og hringdi í Domus. Þar var
henni tjáð að hann hefði þegar sótt beiðnina. Í apó-
tekinu kannaðist enginn við lýsingu hennar. Þá
fyrst varð hún áhyggjufull.
Petrína hafði þá þegar samband við dóttur sína
sem rauk af stað, með dóttur sína, úr Grafarholti.
Á meðan hringdi Petrína í lögreglu og á slysadeild
Landspítala, án árangurs. Dóttir Petrínu stöðvaði
bifreið sína á rauðu ljósi á gatnamótum Snorra-
brautar og Egilsgötu. Þaðan sá hún bíl föður síns,
dyrnar opnar og fót lafandi út.
Þrátt fyrir litla meðvitund hafði hann þrek til að
biðja dóttur sína um að kalla á sjúkrabifreið.
Maðurinn, sem er 87 ára, liggur enn á Landspít-
ala og bíður þess að verða fluttur annað til end-
urhæfingar. Hann fékk heilablóðfall og missti í
kjölfarið málið. Það hefur hann ekki fengið aftur.
Í bílnum lágu lyfin sem maðurinn fór til að
sækja. Á kvittunum má einnig sjá að hann fór
tvisvar inn í apótekið, í seinna skiptið því hann
gleymdi að sækja verkjalyf. Það var rétt fyrir
klukkan þrjú.
Hitastig mannsins var komið niður í 34 gráður
þegar dóttir hans og dótturdóttir komu að honum
skömmu fyrir klukkan fimm. Þá hafði hann legið
hálfur út úr bílnum í um tvær klukkustundir. Petr-
ína segir það hafa verið erfiða stund fyrir mæðg-
urnar að koma að föður sínum og afa í annarlegri
stellingu, nær meðvitundarlausum, á bílastæðinu.
Hún segir það ennfremur furðulegt að starfs-
stúlkurnar í apótekinu skyldu ekki kannast við
lýsingu hennar en áfellist þær þó ekki. Hún vill
hins vegar vekja fólk til umhugsunar. „Þetta er á
föstudegi. Það eru læknastofur í húsinu og lyfja-
verslun. Augljóslega er fullt af fólki sem hefur
gengið og ekið hjá. Hugsanlega erum við farin að
flýta okkur um of og greinum ekki lengur neyð
náungans. Rétt hjá okkur gætum við jafnvel
bjargað mannslífi.“
Þrátt fyrir að reynslan hafi verið erfið lítur hún
á málið frá öllum hliðum. Verr hefði getað farið,
s.s. ef maður hennar hefði fengið áfallið undir
stýri. Þá lægi hann hugsanlega ekki einn á sjúkra-
húsi vegna áfallsins.
Lá hjálparlaus í tvo tíma
Karlmaður á níræðisaldri fékk heilablóðfall á fjölförnu bílastæði við Egilsgötu
Þrátt fyrir að liggja hálfur út úr bíl sínum hugaði ekki nokkur maður að honum
Morgunblaðið/Golli
MYNDLISTARBRÆÐURNIR
Ásmundur og Snorri Ásmunds-
synir halda námskeið fyrir nem-
endur Mennta-
skólans í
Reykjavík. Af-
rakstur þess
verður svo
sýndur á sjón-
listahátíðinni
Sequences sem
hefst á föstu-
daginn.
Snorri segir
þá bræður fara
með nemendur í
svolítið ferðalag vítt og breitt og
yfir ákveðin mörk sem þeim hafi
verið sett, m.a. í náminu. MR-
ingar koma til með að sjá heiminn
í nýju ljósi. „Þetta tengist Sequen-
ces en þetta hefur nú alltaf verið
svolítill draumur hjá okkur, að
kenna í þessum skóla, því langafi
okkar, Ólafur Dan Daníelsson,
stofnaði stærðfræðideildina í
Menntaskólanum. Við erum af svo
mikilli stærðfræðingafjölskyldu og
notum stærðfræðina svolítið meira
sjónrænt og okkur langaði svolítið
að miðla þessu til nemendanna,“
segir Snorri um tengsl þeirra við
Menntaskólann í Reykjavík. | 28
Kenna í MR
og sýna á
Sequences
Langafi þeirra
kenndi við skólann
Snorri
Ásmundsson
„ÞETTA var alveg stórkostlegt og þótt ég vildi gjarnan
geta sagt að ég hefði fórnað einhverju fyrir Leikfélag
Reykjavíkur þá er það ekki inni í dæminu,“ segir Guð-
rún Ásmundsdóttir leikkona, sem í gærkvöldi var gerð
að heiðursfélaga Leikfélags Reykjavíkur. Inga Jóna
Þórðardóttir, formaður LR, veitti Guðrúnu viðurkenn-
inguna ásamt leikhússtjóra Borgarleikhússins, Magn-
úsi Geir Þórðarsyni. Guðrún starfaði við leikhúsið um
áratugaskeið auk þess sem hún skrifaði og leikstýrði
fyrir LR. Þá var Guðrún einn helsti baráttumaðurinn
fyrir byggingu Borgarleikhússins. „Leikfélag Reykja-
víkur hefur gefið mér öll þessi tækifæri á sviðinu auk
möguleika á að geta haft list mína að lífsstarfi. Það er
svo mikil sátt og vinátta í huga mér til félagsins. Að þau
skuli nú veita mér þennan heiður er of gott til að vera
satt,“ segir Guðrún. jmv@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
„SÁTT OG VINÁTTA Í HUGA“