Morgunblaðið - 27.10.2009, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.10.2009, Qupperneq 6
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Frjáls miðlun ehf., sem hefur meðal ann- ars unnið mörg verkefni fyrir Kópavogsbæ og eigendur þess, hefur ákveðið að höfða mál og krefjast bóta fyrir það tjón sem það telur að bæjarfulltrúarnir í Kópavogi, þau Guðríður Arn- ardóttir Samfylkingunni, Ólafur Þór Gunnarsson VG og Hafsteinn Karlsson Samfylkingunni, hafi valdið með ummælum sínum um fyrirtækið og aðstandendur þess. Miskabótakrafan nemur samtals 11,4 milljónum króna auk vaxta og dráttarvaxta. Þess er líka krafist að stefndu verði dæmd til að greiða málskostnað og greiða eina milljón kr. til að kosta birtingu dóms í dagblöðum. Ennfremur er farið fram á að ákveðin ummæli í fjölmiðlum verði dæmd dauð og ómerk. Meiðyrði Frjáls miðlun er í eigu hjónanna Guðjóns Gísla Guðmundssonar og Brynhildar Gunnarsdóttur, dóttur Gunnars Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi. Þórarinn V. Þórarinsson, lögmaður fyr- irtækisins, segir að fyrr á árinu hafi það og aðstandendur þess mátt sitja undir stanslausu regni af dylgjum og meiðyrðum nokk- urra fulltrúa í bæjarstjórn Kópa- vogs. Bæði hafi verið veist að fyr- irtækinu og aðstandendum þess á faglegum grundvelli og eins með hreinum svigurmælum um það að viðkomandi hafi með einhverjum hætti gerst brotlegir við lög. Bæj- arfulltrúarnir hafi ekki fylgt ásök- unum sínum eftir enda ekkert í málinu sem styðji þær. Að sögn Þórarins er nú einfald- lega komið að því að fá því hrund- ið sem þetta fólk hafi látið hafa eftir sér og er hvað skaðlegast fyr- ir félagið og krefjast bóta fyrir það tjón sem það hafi valdið. Auk þess að krefjast þess að ákveðin ummæli í fjölmiðlum verði dæmd dauð og ómerk er þess jafn- framt krafist að stefndu verði hverju fyrir sig gert að greiða 500 þúsund krónur til að kosta birt- ingu dóms í fjórum dagblöðum. Ennfremur er þess krafist að Guð- ríði verði gert að greiða stefn- endum hverju fyrir sig tvær millj- ónir króna í miskabætur auk vaxta og dráttarvaxta en Hafsteini og Ólafi sínar 900 þúsund krónurnar hvor auk vaxta og dráttarvaxta. Þá er þess krafist að stefndu verði dæmd til þess að greiða máls- kostnað. Ærumeiðingar „Þetta er dapurlegt mál,“ segir Þórarinn og bætir við að ásakanir þremenninganna hafi greinilega verið hluti af pólitískum átökum í bæjarfélaginu. Þegar reynt hafi verið að koma höggi á pólitískan andstæðing hafi þremenningarnir ekki látið sig neinu varða að fólk sem hafi framfærslu sína af heið- arlegri vinnu, m.a. við að þjónusta sveitarfélagið, yrði fyrir stórkost- legum ærumeiðingum og tjóni. „Undir því er ekki hægt að sitja,“ segir hann. Málið verður þingfest á morgun. Morgunblaðið/Ómar Vöxtur Miklar framkvæmdir hafa verið í Kópavogi á nýliðnum árum og þeim hefur fylgt mikill vöxtur á ýmsum sviðum í bæjarfélaginu. Bæjarfulltrúum stefnt  Útgáfufyrirtækið Frjáls miðlun og eigendur þess krefjast 11,4 milljóna króna í miskabætur auk vaxta og dráttarvaxta  Stefndu greiði allan kostnað 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009 FYRSTA endurskoðun á efnahags- áætlun Íslands verður á dagskrá framkvæmdastjórnar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins á morgun, mið- vikudag, líkt og íslensk stjórn- völd tilkynntu í síðustu viku. Fram kemur á vef Alþjóða- gjaldeyrissjóðs- ins, þar sem dagskrá fram- kvæmdastjórn- arinnar verður birt, að 28. október fari fram fyrsta endurskoðunin samkvæmt sam- komulagi og ósk um framlengingu áætlunarinnar. Íslensk stjórnvöld sögðust í síð- ustu viku telja víst að fram- kvæmastjórn sjóðsins mundi sam- þykkja endurskoðun áætlunarinnar á fundi sínum. Í kjölfarið mundi Ísland fá aðgang að öðrum hluta af lánafyrirgreiðslu AGS upp á 105 miljónir SDR eða 168 milljónir bandaríkjadala, 20,6 millj- arða króna. Þá opnaðist einnig að- gangur að fyrsta fjórðungi 2,7 millj- arða dala lánafyrirgreiðslu Norðurlandanna og Póllands, eða að 675 milljónum dala. Ísland á dagskrá AGS Fyrsta endurskoðun áætlunar Íslands Höfuðstöðvar AGS í Washington. VERÐ á elds- neyti hefur hækkað stöðugt undanfarna daga. Þannig hækkaði Olís í gær verðið á bensínlítranum um þrjár krónur eða í 191,80 krón- ur og á dísilolíu- lítra í 188,60 krónur. Er þá miðað við sjálfsafgreiðslu. N1 hækkaði verðið í kjölfarið en önnur olíufélög höfðu ekki hækkað verðið í gærkvöldi. Verð á bensíni hefur nú hækkað um 10 krónur lítrinn hjá Olís frá 19. október en þá fór heimsmarkaðs- verð á olíu að hækka fyrir alvöru. Verð á dísilolíu hefur hækkað minna eða um átta krónur lítrinn. Bensínlítrinn er kominn í 192 krónur Eftir Andra Karl andri@mbl.is „HÆGT er að segja, að þeir fjárfestar sem huga að fjár- festingu hér á landi séu aldrei viðkvæmari en einmitt nú fyrir breytingum á rekstrarumhverfinu, þ.e. akkúrat þegar þeir eru að skoða. Þannig að breytingar á mikil- vægum þáttum í viðskiptaumhverfinu einar og sér geta fælt fjárfesta frá.“ Þetta segir Þórður Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands. Hann segir þó ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hver áhrif af orkuskött- um verði á fjárfestingar hér á landi vegna þess að ekki er vitað hvort þeir verða lagðir á eða hversu háir þeir verða. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að erlend fyr- irtæki hefðu sett áform sín um starfsemi og fjárfestingar í biðstöðu þegar þau fréttu að í fjárlögum væri gert ráð fyrir því að taka hér upp nýjan orkuskatt. Þórður segir um að ræða verkefni sem komin voru fremur langt á leið, s.s. í hönnunarferli. Fjárfestingastofan komi mun fyrr að verkefnum, og sjái um að kynna landið og samkeppnis- hæfni þess. Hann segir mikinn áhuga á Íslandi enda sé landið mjög samkeppnishæft kostnaðarlega í augnablik- inu og mörg verkefni í pípunum til lengri tíma litið. Breytingar á viðskipta- umhverfinu geta fælt frá Fjárfestar sýna landinu áhuga og mörg verkefni í pípunum Gagnaver Verkefnum sem frestað var byggðust á orku- nýtingu, m.a. vegna gagnavera og í tengslum við áliðju. Gerð er krafa um að eftirfarandi ummæli bæjarfulltrúanna Guðríðar Arnardóttur, Ólafs Þórs Gunnarssonar og Hafsteins Karlssonar í grein sinni Hvar á að draga mörkin?, sem birtist í Morgunblaðinu 12. júní sl., verði dæmd dauð og ómerk: „Fyrirtækið Frjáls miðlun hefur fengið greitt fyrir óunnin og/eða hálfkláruð verk og skýrar vísbendingar um að fyrirtækið hafi fengið greitt oftar en einu sinni fyrir sama verk.“ „Hvort sem hér er um að ræða lögbrot eða ekki er þetta klárlega spilling í opinberri stjórnsýslu. Slíkt á ekki að umbera og gildir þá einu hvort lög eru brotin eða ekki.“ „Skýrsla Deloitte og umfjöllun fjölmiðla um málið undanfarnar vik- ur hefur sýnt svo enginn vafi leikur á að fyrirtækið Frjáls miðlun hefur notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu hjá Kópavogsbæ og notið þannig tengsla sinna við bæjarstjóra Kópavogs.“ Ennfremur er gerð sambærileg krafa vegna eftirfarandi ummæla Guðríðar: „Fyrir ýmis verk sem ekki virðast mjög veigamikil.“ (Frétt í DV 15. maí sl.) „Þetta eru háar upphæðir fyrir verk sem í fljótu bragði virðast frekar lítil og einföld.“ (Kvöldfréttir Sjónvarps 14. maí sl.) „Það sem við getum gert í Samfylkingunni er að við getum vísað málinu í opinbera rannsókn og við getum vísað ákveðnum þáttum til ríkis- saksóknara og óskað eftir því að hann gefi út ákæru í málinu.“ (Frétt í Fréttablaðinu 17. júní sl.) Ummæli verði dæmd dauð og ómerk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.