Morgunblaðið - 27.10.2009, Síða 23
slappað af, engar áhyggjur, hlegið og
brosað yfir poppi og djús. Sprungum
alltaf jafn mikið úr hlátri þegar gisk-
að var á rétt lag og Hemmi kom með
bombuna: „Það var lagið!“
Bíltúrarnir voru líka frábærir.
Rúntuðum um Grafarvoginn og prís-
uðum okkur sæla með karamellu og
jarðarberjasvala. Allir morgnarnir,
við alveg jafn morgunfúlir. Sturta-
borða-bursta-rúta-skóli. Að leggja
þetta á okkur! Við snerum þessu
bara upp í glens og alltaf var jafn
gaman þegar Diddi kom heim seinna
um daginn.
Blessuð jólin. Sama hvaða tími árs
það var áttum við það til að syngja
eitt og eitt jólalag. Ég get ekki
ímyndað mér hversu margir jóla-
sveinar voru teiknaðir, þó að þeir
væru nú misvel teiknaðir var hann
samt alltaf kampakátur með þá hjá
mér. Svo má ekki gleyma hrúgunum
af útklipptum jólasveinum úr blöðun-
um. Jólaprinsinn.
Allir sem Didda þekktu vita
hversu mikil forréttindi það eru að
hafa kynnst honum. Hann kenndi
mér svo margt og gerði mig að betri
manni. Föffi þakkar kærlega fyrir
sig.
Guðbjörg, Friðgeir og fjölskylda.
Ég samhryggist ykkur innilega.
Hugur minn er hjá ykkur.
Hafsteinn Helgi.
Okkur langar að skrifa nokkur orð
til að minnast Didda vinar okkar og
bróður góðrar vinkonu. Það er erfitt
að hugsa til þess að ungur drengur
hafi þurft að kveðja svo fljótt eins og í
tilfelli Didda. Margar minningar
koma upp í hugann þegar við hugsum
til baka og ber þá helst að nefna
minningu um brosmildan, kátan og
yndislegan dreng. Það var allt eitt-
hvað svo hreint og tært sem Diddi
kom nálægt. Við minnumst þess
hversu gaman okkur þótti að heim-
sækja Möggu í Hlyngerðið þegar
Diddi var heima. Diddi var hrókur
alls fagnaðar þegar við stelpurnar
komum saman. Oft var hlustað á
Björgvin Halldórsson, sem var í ein-
stöku uppáhaldi hjá Didda. Í vor átt-
um við yndislega stund með Didda í
faðmi fjölskyldunnar hans þegar
Magga útskrifaðist. Við þökkum fyr-
ir þann tíma og allar yndislegu
stundirnar sem við áttum saman.
Elsku Friðgeir, Guðbjörg,
Mummi, Hildur og Magga, megi guð
vera með ykkur á þessum erfiðu tím-
um. Hvíldu í friði elsku Diddi okkar.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Fyrir hönd vinkvenna Möggu,
Anna Lára
og Anný Rut.
Elsku Diddi okkar, hann var erf-
iður morgunninn þegar við fengum
fréttirnar af andláti þínu. Það er svo
óraunverulegt að hugsa til þess að
við hittum þig ekki aftur.
Að ekki sé hægt að koma að heim-
sækja þig á Barðastaði né hitta þig í
foreldrahúsum, þar sem þér leið svo
vel með foreldrum þínum og systk-
inum, eða eins og þú orðaðir það
„heim til mömmu“.
Þegar við hugsum um þig kemur
margt upp í hugann. Þú hefur verið
einstaklega mikill gleðigjafi í okkar
lífi. Við höfum lært svo mikið af því að
þekkja þig og lært að það er oft hægt
að sjá léttu hliðarnar á lífinu og til-
verunni þótt ekki sé allt eins og við
kjósum.
Diddi, þú munt alltaf lifa í hjörtum
okkar. Við munum minnast þess að
þú varst svo ótrúlega orðheppinn,
hamingjusamur, söngelskur og ynd-
islegur drengur.
Við áttum með þér persónulega
brandara, skondnar setningar og lög
og vorum við svo montin að eiga
þessar stundir með þér.
Þú varst nú ekki orðinn gamall
þegar þú lærðir ljóðið sem þú áttir
með mér (Bettu). Það sýnir að þú átt-
ir alltaf auðvelt með að læra texta og
kunnir ógrynnin öll af textum og lög-
um. Ljóðið sem við sungum saman
var:
Diddi minn er blíða blóm,
að honum þarf að gæta.
Ég skal láta hörpuhljóm,
harma drengsins bæta.
Það var oftast eins þegar þú, Óli og
Ágústa hittust. Þú söngst um Óla,
„Óli Bettu Óli Bettu“ og líka „Óli Óli
Óli Hans“. Þú þurftir líka alltaf smá-
tíma nálægt Ágústu, gjóaðir augun-
um fram og til baka á hana áður en
þú kallaðir „Ágúússta“ og þá byrjaði
leikurinn, þú bentir á Ágústu og svo á
þig og svo fram og aftur og þetta gat
gengið svona nokkuð lengi fyrir sig.
Yndislegar minningar.
Við minnumst heimsóknanna í
sumarbústaðinn þar sem þú lékst á
als oddi, þar undirðu þér svo vel,
hvort sem var í söng eða úti að grilla
með pabba þínum. Þú naust þín vel
innan um margmenni og áttir auðvelt
með að smita út frá þér gleðinni.
Við hugsum til þín syngja Hubba
Hulle, Ást ást ást, Sipp og hoj og
Sveitaball, skála við okkur (í þykjust-
unni) og telja upp hverjir ætluðu svo
að koma næst í sumarbústaðinn.
Eitt af því sem við hlæjum að í
hjartanu við að skrifa um þig er að ef
þú skynjaðir í kringum þig að ekki
væru allir nógu fjörugir hallaðir þú
undir flatt, horfðir með einlægum
augum á viðkomandi og spurðir:
„Ertu laaasinn?“ Þetta lýsir þér svo
vel og eigum við svo margar slíkar
minningar um þig að þær gætu fyllt
heila bók.
Diddi á einstaka foreldra, systkini
og góða fjölskyldu. Þau hafa alltaf
hlúð vel að drengnum sínum og það
var einstakt að fylgjast með hversu
vel var hugsað um hann og að hann
fékk tækifæri til að taka þátt í svo
miklu í lífinu.
Elsku Guðbjörg, Friðgeir, Magga,
Mummi, Hildur og litlu strákarnir,
við biðjum góðan Guð að styrkja ykk-
ur í sorginni og á þeim erfiðu tímum
sem framundan eru, en minningar
um ljúfan dreng lifa.
Við hugsum til ykkar og geymum
Didda í hjörtum okkar.
Guð geymi þig elsku besti Diddi
okkar og eins og þú sagðir svo oft
þegar við kvöddumst „I lúúuv you og
góða nótt“.
Elísabet (Betta), Ágústa
Hrund og Ólafur Kristinn.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
söng Vilhjálmur heitinn Vilhjálms-
son og ef ég vissi ekki betur hefði ég
haldið að hann hefði samið þetta fyrir
mig á þessari stundu.
Ég er svo ótrúlega glaður að hafa
fengið að kynnast honum Didda mín-
um og hans yndislegu fjölskyldu.
Þakklæti, lífsgleði, ást og ham-
ingja er mér efst í huga er ég horfi í
baksýnisspegilinn á þær dýrmætu
stundir sem við áttum saman vinirn-
ir.
Diddi litli hefur alltaf verið mér
eins og lítill bróðir.
Við áttum það sameiginlegt að
vera miklir tónlistarunnendur, Diddi
var rosalega tónviss og ég get alveg
fullyrt það að hann kunni líklega
fleiri texta utan að en ég.
Það er ekki langt síðan ég heim-
sótti Jónu, Kristin og fjölskyldu upp í
sumarbústað og átti yndislega stund
með Didda. Þegar fór að líða að
háttatíma tók ég upp gítarinn og
söng nokkur lög með honum og við
skemmtum okkur konunglega enda
Diddi alltaf hrókur alls fagnaðar.
Það er stund sem ég mun varð-
veita í hjarta mínu svo lengi sem ég
lifi.
Við eigum margar bíóferðirnar og
ísbíltúrana að baki en efst í huga eru
þeir ófáu Simpsonsþættir sem við
horfðum á saman.
Ég man alltaf að Diddi hló oftast
mest að bröndurunum sem fæstir
hefðu skilið enda átti hann ekki langt
að sækja húmorinn.
Þegar mamma sagði mér fréttirn-
ar á laugardagsmorguninn varð ég
algerlega dofinn, sem og ég er enn.
Fyrsta sem ég gerði var að setjast
niður og vinna úr tilfinningunum, og
mín leið er að búa til tónlist. Ég
samdi lítið lag um hann Didda minn
og meðfylgjandi er textinn sem er
mín kveðja til míns ástkæra vinar.
Mér bárust tíðindin snemma dags
Sorgin beit mig, hjarta mitt brast
Guð geymi þig litli prins
Þú skilur eftir minningar hjá mér
Og marga gleðistund geymi ég
Guð geymi þig litli prins
Þú sýndir mér hve bjart lífið er
Í myrkrinu ljósglætu ég ber
Guð geymi þig litli prins
Þá er komið að kveðjustund
Þú heldur á örlaganna fund
Guð geymi þig litli prins
Mig óraði aldrei að ég lifði þann dag
Að fá aldrei aftur að syngja þér lag
Ég veit þú ert kominn á bjartari stað
Englarnir passa þig
Þú stalst hjartanu mínu frá því ég fyrst
augum þig leit
Er ég lygni aftur augunum birtist mér
brosið þitt breitt
(Trausti Laufdal Aðalsteinsson)
Elsku Friðgeir, Guðbjörg, Mummi
og Magga mín, ég vil votta ykkur
samúð mína, þið eigið hug minn allan
á þessum erfiðu tímum.
Elsku hjartans engillinn minn, nú
ertu kominn heim til hinna englanna.
Ég veit það í hjarta mínu að leiðir
okkar munu liggja saman á ný.
Trausti Laufdal Aðalsteinsson.
Það var í maí árið 2006 að við feðg-
ar kynntumst Didda fyrst. Sonur
minn, Óskar, var að flytjast á sam-
býlið á Barðastöðum 35 í Grafarvogi.
Fyrstu kynni okkar af heimilinu gáfu
fyrirheit um góða sambúð en alls eru
þar sex íbúar. Séstök vinátta mynd-
aðist á milli Óskars og Didda. Hvor-
ugur notaði talað mál til að tjá sig svo
nokkru næmi, því rétti Diddi út
faðminn til að taka utan um Óskar og
tjá vináttu sína og Óskar beygði sig
niður að honum stutta stund til að
endurgjalda vinskapinn. Diddi var
lánsamur í sínu lífi að mörgu leyti,
þau Guðbjörg og Friðgeir foreldrar
hans drógu vagninn í þeirri baráttu
að sambýlið yrði að veruleika. Oft í
viku komu þau að heimsækja Didda
og gjarnan elduðu þau fyrir hann í
íbúð hans. Þau fóru oft með hann í
sumarbústað og tóku hann heim til
sín. Diddi átti líka bíl og fór því marg-
ar bílferðir með starfsfólki. Það er nú
einu sinni þannig að okkur er ekki
gefið allt og það átti líka við um
Didda, hann var bundinn við hjóla-
stól og hafði takmarkaða möguleika
til að hreyfa sig, tjáning var meiri
með handarhreyfingum og hljóðum
en töluðu máli. Didda var þó gefið eitt
sem ekki allir hafa, hann átti bestu
foreldra og fjölskyldu í heimi sem
unnu honum og studdu hann á allan
hátt. Baklandið var sterkt og brást
ekki. Vinátta þeirra Óskars og Didda
var rík af virðingu og gagnkvæmu
trausti sem ekki bar skugga á.
Nú er Diddi farinn frá okkur um
ókomna tíð og munum við sakna hans
mikið, en við eigum góðar minningar
sem við getum yljað okkur við. Diddi
okkar, hafðu þökk fyrir allt. Foreldr-
um og fjölskyldu sendum við innileg-
ar samúðarkveðjur.
Eftirfarandi ljóð er kveðja frá Ósk-
ari.
Líf okkar sumra er lokuð bók,
svo lítið sem mennirnir skilja.
Hvort varð það sem Guð okkur gaf eða
tók
til gagns fyrir föðurins vilja.
En allt mun það lýsast við skaparans skör
þar skilst okkar tilverumáttur,
því kannski vorum við fremstir í för,
farðu því glaður og sáttur.
Nú kveðjumst við Diddi minn dálitla
stund
og dveljumst í fjarlægð að sinni,
en aftur við hittumst svo léttir í lund
þú lifir í vinar þíns minni.
(Baldur Jónasson)
Hörður Jónasson,
Óskar Harðarson.
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009
Fleiri minningargreinar um Krist-
inn Örn Friðgeirsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar
frænku okkar og mágkonu,
GUÐNÝJAR KRISTINSDÓTTUR,
Sléttuvegi 23,
Reykjavík.
Rakel Viggósdóttir,
Kristín Viggósdóttir,
Ágústa Þórey Haraldsdóttir,
Áslaug Jensdóttir.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GÍSLA M. GÍSLASONAR
skipstjóra og netagerðarmeistara
frá Ólafsfirði.
Sigurveig Anna Stefánsdóttir,
Aðalsteinn Gíslason, Júlía Vorontsova,
Gísli Gíslason, Anna Einarsdóttir,
Björn Valur Gíslason, Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir,
Kristín Jónína Gísladóttir, Steingrímur Bjarni Erlingsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og
samúð við andlát móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÁSTU SIGRÚNAR ODDSDÓTTUR,
Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins
Sunnuhlíðar fyrir einstaka umönnun og hlý samskipti.
Anna Lísa Blomsterberg, Hlini Pétursson,
Kristín Blomsterberg Ahl, Bengt Ahl,
Friðrik Blomsterberg, Alda G. Jóhannesdóttir,
Sigrún Blomsterberg, Friðrik Jósafatsson,
Ellen Blomsterberg, Einar Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur
samúð vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐBJARGAR K. ARNDAL,
Austurbyggð 17,
Akureyri.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Beyki-
hlíðar sem og lyflækningadeildar Sjúkrahússins á
Akureyri fyrir einstaklega góða umönnun, hlýju og vinarþel.
Kristín Jóhannesdóttir Arndal, Stígur Sæland,
Guðrún Jóhannesdóttir,
Oktavía Jóhannesdóttir, Karl Ágúst Gunnlaugsson,
Reynir Reynisson, Ásta Júlía Theodórsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Þökkum af heilum hug öllum þeim sem sýndu
okkur samúð við andlát og útför
ÆVARS HJARTARSONAR,
Furulundi 33,
Akureyri.
Þökkum sérstaklega þeim sem hafa veitt okkur
hvatningu og styrk á undanförnum árum, starfsfólki
á Kristnesi og Bjargi og ekki síst heimahlynningu
og L-deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir síðustu daga
okkar saman.
Það stendur enginn einn sem á ykkur að.
Freydís Laxdal,
Hrafnhildur L. Ævarsdóttir, Stefán S. Ólafsson,
Harpa Ævarsdóttir,
Haraldur B. Ævarsson, Elín S. Ingvarsdóttir,
Andri Fannar, Alma, Atli Snær,
Ævarr Freyr og Jóhanna Margrét.