Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1933, Page 4

Skólablaðið - 01.12.1933, Page 4
-4- blindar hsnn svo, að hsnn lítur með ellt öðr-- um augum en venjulega á honuna, sem hann elskar. (,ÞÚ er ljót", segir hann. Svo fer hann að búa sig út til að fara út í hríðina og niður í byggð til Þess að stela. En Halla sér að Þetta er óðs manns æði, og letur hann arangurslaust fararinnar. "Dreptu mig, áður en'Þú ferð.— VesæLa grútartýru myndir Þú slökkva aður en Þu færir - Þú hefðir ekki geö til að lata hana loga yfir engu1,1 segir Halla. Eyvindur hættir við að fara og nú bíða bæði dauöans, dauðans, sem kemur til allra og breiöir yfir allt,- Halla fer út í hríöina og Eyvindur Þýtur á eftir henni. Hann finnur hana ekki og hrópar: "Halla.1 Halla.'"- Þarna ríkir veturinn, hríðin, hungr-- iö - og dauðinn. "Þaö fennir inn í tóman kofann". Þannig er x stuttu máli sorgarleikurinn un Eyvind og Höllu, sorgarleikurinn um manninn, sem ekki var nógu ráðvandur til Þess aö drep-- ast úr hungri, Þegar hann átti að gera Það, sorgarleikurinn ram Þjóðfélagið heimska og óréttláta, sem elur suma Þegna sína upp við skilyrði, sem beinlínis skipar Þeim að brjóta lög og rétt, Þjóðfélagið heimska ó ósvífna, sem dirfist að varpa mönnum í fangelsi fyrir að gera Það, sem Þeir eru nauðbeygðir til að gera, Þjóðfélagið heimska og óhagsýna, sem ekki sér, að með Þessu athæfi sínu er Það einungis að vinna sér tjón og safna glóð-- um óslökkvandi elds að höfði sér. Þetta er sorgarleikurinn um skort og gnapgð, ást og hatur, von og örvæntingu, baráttu og ósigur, líf og dauða. Þetta er sorgarleikurinn, sem alltaf er að gerast, alstaðar Þar, sem menn- irnir eru svo skammt á veg komnir, áð efst I blaði Þeirra stendur: Eins líf er annars dauði. Álltaf eru Þjóðfélögin að ala sér upp nýja Pjalla-Eyvinda, byggja ný fangelsi fyrir Fjalla-Eyvindana sín«, sem allt hefðu getað orðið heiðarlegir menn, ef farið hefði verið með Þá eins og menn. Alltaf geymir réttvísin í svartholum símmi menn, sem engin skynsam- leg ástæða var fyrir að yrðu glæpamenn, önn- ur en sú, að aðbúðin, sem Þjóðfélagið veitti Þeim, var óréttlát og ófullnægjandi, menn, sem Þráðu að njóta lífsins og ljóssins í svipuðum mæli og meðbræöur Þeirra, sem léku Þa svo grátt. Og Þó má segja, aö Þar sem fangelsunum hefir verið breytt frá Því, sem tíðkaðist á miðöldxmi, lifi menn "kónga"-lífi í samanburði við ýmsa Þá, sem ennÞá nj óta "frelsisins" marglofaða. 1 dýflissunni situr fanginn og hefir saanilegt fyrir munn og maga. Hærri kröfur skyldi hann ekki lata sér detta í hug aö gera. En hreysi verkamannanna læöist hungurvofan og Þrýstir ísköldu inn- sigli sínu á allt, sem lífsanda dregur. Faðirinn er atvinnulaus. Móðirinn verður að hlusta á hungursvæl barnanna án Þess að geta bætt úr. Svo kemur veturinn og hríöin. í steinhúsinu við Kirkjustræti sitja full- trúar Þjóðarinnar í mjúkum stólum og semja og samÞykkja frumvörp til laga um ríkislög- reglu, sem á að verja líf og eignir borgar- anna fyrir ofbeldisseggjunum, Þ. e. minnstu bræórunum, sem ekki eru nógu ráðvandir til Þess að drepast úr hungri, Þegar Þeir eiga að gera Það, en ekki nógu óráðvandir til Þess að geta haft til hnífs og skeiðar. 1 skítugúm bælunum veltast horaðir og loppnir mannahvolpar, sem áttu minna en ekkert er- indi inn í Þessa veröld. Það eru Fjalla- Eyvindar, sem íslenzka ríkið er að ala upp handa sér, svo að réttvísin Þurfi ekki að vera alveg aðgerðalaus hér eftir frekar en hingað til. Það er svo sem áskipaðj tvö og Þrjú í hverju rúmi. Þarna ríkir veturinn, hríðin, hungrið og dauðinn - eða Það, sem verra er en dauðinn. Það fennir inn í fullan kofann. Þórarinn Guðnason. EÆKURN'ÁR_OG_VIÐ. Óprúttnir stjórnmalaspekúlantar og menn- ingarsnobbar hafa um mörg ár logið Því að íslenzku Þjóðinni, að hún væri einhver ógn- ar menningarÞjóð. 1 fjálgleik og trúarlegri hrifningu hafa Þeir lýst mikilleik forn- bókmenntanna og Þýðingu Þeirra fyrir allar aldir, og ekki hefir hrifningin verið íninni, Þegar minnst er á hina miklu bóka- og blsða- útgáfu nútímans, sem Þeir segja vera einstaka í sinni röð. í Þjóðernisbaráttu íslendinga var Þetta að vísu afsakanlegt vopn, til Þess að rétta við sjálfsvitund Þjóðarinnar, sem algerlega hafði týnst á Þrengingartímanum. En nú Þegar Þessari tylliástæðu er ekki lengur til að dreifa, Þá er ekki annað sýnna en að unnið sé að Því að ala hér upp Þjóðernisleg- an gorgeir, sem býður allri skynsamlegri hugsun býrginn og skapar á hinn bóginn grundvöll fyrir fasisma og ómenningarfylgj-

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.