Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1933, Side 13

Skólablaðið - 01.12.1933, Side 13
-13- hættuna í Þessum leik, og hefir Þeim helzt sýnst Það ráðlegt að setja Þau lög, að ann- að árasarliðið sé ætíð skipað stúlkum.. Fjölnisballið var haldiö að Oddf'ellow-höllinni 50. nóv. síðastl. Fór Það siðsamlega fram, og eftir öllum kúnstsrinnar reglum - nema hvað al- gjörlega vantaði hina venjulegu ræðu fyr- ir minni kvenna. Humorið var 37° á Celsíus, Jón Öfeigsson y.firk.c;uV.ri. er fluttur á Baldursgötu. Hér eftir hljóta Því allar kviksögur um "Jón a Klapp- arstígnum" niður að falla. Skólafundur var haldinn Þ. 12. Þessa mán. , eftir rúm- lega 2ja mánaða hvíld. Verður ekki annað sagt en Það beri vott um einstæða hugulsemi insp. scolae. í garð nemenda, að gera skóla- fundi aö sjaldgæfum merkisviðburðum í til- breytingarleysi skólalífsins. Bldlegur visindaáhugi greip um daginn tvo af kennurum Þessa skóla. Lögðu Þeir upp í stórhættulega og ákaflega erfiða ferð til Þess að ganga úr skugga um og kryfja til mergjar brennandi spursmál dagsins: Er nokkur staður að gjósa - eða ekki? Förin var hin frækilegasta og mé skólinn vera hreykinn af. Einn af yngri kennurum skólans ku Þjást all mikið af sinni líkamlegu Þyngiog vera farin að eiga erfitt \im andar- drátt og gang. Það hefir líka flogið fyrir að sama kenn- ara hafi verið boðið offjár af ítölskum listamanni, ef hann vildi vera fyrirsáta (Model) að geysihaglegu Nero-líkneski, sem í ráði ér að reisa Þarna suður frá,- En Það getur svo- sem alveg eins verið eintóm lýgi, eins og svo margt annað. Jólagleðin verður jsennii. haldin 29. des. í skolanum. Skemmtunin verður annars nánar auglýst á töflinni hjá skólaklukkunni - sem vel é minnst - ku vera farin að hraða sér ískyggilega á seinni tíð og verða Því vald- andi, að blásaklausir menn fá snuprur, og súpur. Skólafundir og Þýðing Þeirra. Akvörðunin um Þaö hvar halda skuli jóla- gleðina í ár, hefir valdið miklu umróti í hugum skólanemenda, Þeir hafa ekki haft við að samÞykkja og fella tillögur, og ekki er annað hægt en dást að hinni miklu ákveðni og skarpskyggni, sem hefir lýst sér í fram- komu meiri hluta skólafundarog fulltrúa hans, inspectorsins. Hefir inspectorinn sýnt Það í Þessum skiftum að honum er Það kappsmll að nem- endur Þroski raddfæri sín og fai að hlýða kjörorðinu: æpum, jafnframt Þ\ó. sem honum hefir fullkomlega skilist Þýðing Þeirra orða gamals meistara, að með Því að taka nógu oft gjörólíkar afstöður, komist menn að lokum aö sannleikanum. Menn bíða með óÞreyju næsta skólafundar, (Frá fréttaritara Skólablaðsins). i\ÍUNIÐ EFTIR að skila bókunum til ÍÞöku strax að loknum lestri.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.