Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 5
aðri söngskrá. Voru iþ. á m. 2 lög eftir ísl. thöfunda, þ. e. Jón Lax- dal: Nýárskvœð’i 1890 (Islands lýður) og Sigfús Einarsson: Lofsöng- ur. — Voru 5 laganna með harmoníum-undirleik (ungfrú Anna Ing- varsdóttir). Söngmenn voru 20 og stjórnandi Jónas Tómasson. Tónlistarskóli í saf jar'ðar. Næsta skrefið var það, að Jónas stofnaði tónlistarskóla, sem lík- lega er sá 'fyrsti á íslandi með iþví sniði. Var hann staífræktur fyrsta árið frá 10/11 til 23/4 1912 og svo áfram tiil ársins 1918, en þá var hafin söng- og söngfræðikennsla í tbarna- og unglingaskólanum og tók Jónas að sér kennslu. Síðasti vetur „Tón'listarSkólaus41 reyndist erfiður sökum húsnæðis- og eldiviðarskortis, enda hafði þá heims- styrjöldin staðið í 3 ár og ekki reynst mögulegt að startfrækja barna- skólann allan veturinn vegna eldiviðarskorls. Kennslugreinar Tónlistarskólans voru: Söngur, söngfræði, harmon- íum-leikur og kynning tónskálda. Prófdómarar voru Árni Sveinsson kaupm. og Sigurður Sigurðsson kennari. Nemendur greiddu yfir vet- urinn 25 aura hver í „Söngbókasjóð“. í lok skólaárs var jafnan haldinn samsöngur með 8—10 lögum. Sungið var einraddað og 3—4 raddað. Síðari árin léku nemendur undir sum laganna. Ncmendur voru frá 21—36 eða að meðaltali 29 fyrstu fjóra veturna, en síðasía veturinn aðeins 4, enda steðjuðu þá ýmsir erfiðleikar að, sem fyrr segir. Með þessu skóla'haldi mun Jónas hafa tryggt sér prýðilegt söng- fólk til starfa bæði i kirkjunni og í söngflokkum og félögum. Hefur á þessu tímabili verið starfandi 'kirkju'kór. Um það ber vott bókun í fundargerð sóknarnefndar 24/5 1 920 svóhljóðandi: „Eftir messu söng kirkjukórinn fyrir Sigvalda Kaldalóns lögin hans „Kirkjan ómar öilT‘ og „I Betléhem". Hann hefur aldrei Iheyrt þau í kór, en langaði mjög til að licyra þau.“ En lög þessi hafði Jónas útsett fyrir samkór. Víst er að mikið orð fór af 'kitkjusöngnum á ísafirði á þessum og næslu árum. Tekjur organistans. Þa;r voru mjög rýrar allt fram á síðustu ár. Sóknarnefnd hefur þó wtrax verið ánægð með störf Jónasar, því að 9. ágúst 1911 „sam- þyk'kir sóknarnefnd fyrir sitt leyti að hækka laun organleikarans í kr. 300 á ári“. 26/8 1913: „Samþykkir sóknarnefnd að hækka laun organista í kr. 400 á ári með því skilyrði að hann annist söng við væntanlegar guðsþjónustur i Hmfsdal“. 17. júlí 1920 var samþykkt •>I«;ANISTAni.AÐlP 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.