Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 14
þeim væri það lielst Prepen Nodermann og Joseif Hedar. Rannsóknir á sálmaliigum og Buxtdhude-rannsóknir voru aðalgreinar þeirra auk Jiinna venju'bundnu dómorganistastarfa. Nú verður dómkirkjan í Lundi einn af binum föstu samkomu- stöðum fyrir XI. norræna kirkjutónlistarmótið. Þar verða stóru guðs- þjónusturnar: Sunnudagsguðsþjónustan (sem að þessu sinni verður á mánudegi) samkvæmt tillögum sænsku handbókarnefndarinnar, norsk „endurreisnar“-hámessa með þeim helgisiðum, sem eru til reynslu þar í landi, róttæk messa eftir ihollenskan prest Berard Huijber og að lokum samnorræn bámessa, sem hlýtur sitt endan- lega form á mótinu. Tónlistarflutningur í dómkirkjunni verður fjölskrúðugur en þar verður auk margs annars eftirtaldir liðir á dagskrá: Liturgiskt ora- torium, Draumkvedet, eftir Ludvig Nielsen, flutt af kór frá Þránd- beimi undir stjórn ihöfundar, finnsk kirkjutónlist flutt af Esbo kórn- um undir stjórn Tauno Satomaa, íslensk kórverk, væntanlega flutt af kór Langhoiltskirkj'U undir stjórn Jóns Stefánssonar. Mótettukór dómkirkjunnar i Lundi undir stjórn Folke Alm flytur meðal annars Davíðssálm nr. 98 eftir Kjell Mörk Karlsen og Saul eftir Hovland. Frumflutt verður verkið Hymnus vexilla regis fyrir alt, flautu, óbó og violu eftir Conrad Baden og verðlaunaverk ef-tir Werner Wolf Glaser, kvöldkantata fyrir kór og hljóðfæri. Þar að auki verður frumf'lutt verk eftir ungan Svía Lars Erik Rosell fyrir blásara. Til- brigði um sálrnalagið Lover Gud eftir Hilding Rosenberg og elek- troniskt verk eftir Sven Erik Beck verða einnig á efnisskrá. Meðai þess sem 'flutt verður í Allraiheilagrakirkjunni er dönsk kór- og orgeltónlist. Þar leika Grethe Krogh og Niels Henrik Nielsen á hið nýja orgel kirkjunnar. Miðvikudaginn 26. júní verður farið tii Malmö. Ameriski organ- leikarinn Philip Gehring leikur orgelverk í kirkju heilags Péturs en hann er fulltrúi hins alþjóðlega félagsskapar Eccelesia Cantans. Sá félagsskapur heldur stjórnarfund sinn í sambandi við mótið. í Malmö fáum við einnig tækifæri til að hlusta á hið fræga miðaldaorgel, sem eitt sinn var í kirkju heilags Péturs og síðar í Genarp en er nú varð- veitt í safninu í Malmö. Carl Bengtsson, sem áður var organisti við kirkju heilags Péturs mun sýna orgelið og leika á það. í Lundi verður hin nýja „Stadsballen" aðsetur fyrirlestra, um- ræðna og flokkavinnu. Prófessor Áke Andrén mun talá um stefnur 14 ORGANlSTAIiLAÐIB

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.