Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 6
að greiða organista dýrtíðaruppbót eins og opin'berum starfsmönn- um og launauppbót fyrir árin 1918 og 1919 kr. 200 fyrir hvort ár.“ 21. janúar 1921 er bókað hjá sóknarnefnd: „1 a. Jónas Tómasson afhendir sóknarnefndinni kr. 500 sem gjöf frá söngsveit kir'kjunnar og er þetta fé ágóði af samsöngvum þeim, sem haldnir voru í kirkjunni síðast liðið ár. Gjöf þessi var gefin til orgelkaupa fyrir kirkijuna. b. Samþykkt var að leggja þessar kr. 500 í sérstaka sparisjóðsbók í Lb., er heiti „Orgelsjóður Isafjarðarkirkju“. — Þremur árum síðar, 18/6 1924 — þá hafði Jónas verið í hjóna- bandi í 2y2 ár og fyrsta barnið var fætt. Framfærslukostnaður hafði vaxið og au'k þess þurfti að greiða sikuldir vegna fyrirtækisins, —- en þá er bókað hjá sóknarnefnd: „3. 1 fundarlok kom fram erindi frá söngstjóra Jónasi Tómassyni á hækkun á sönglaunum hans upp í 1000 kr. M'álaleitun þessari sá nefndin sér ekki fært að sinna að svo stöddu“. Og við þetta sat í allmörg ár, en 10 árum síðar: „Jónas Tómasson bauðst til að gcgna starifi organleikara áfram með 500 króna árs- launum frá 1. júlí s.l. að telja". í janúar 1956 er upplýst að organisti ísafjarðarkirkju hafi í árs- laun kr. 9010,00 að meðt. visilölu. Einnig að árslaun organleikara í Reykjavík væru nú kr. 18000,00. Jónas Tómasson „talldi að á það bæri að líta að fólksfjöldi sókn- anna í Reykjavík væri langtum meiri og gjáldþol sókrianna því meira.“ „Var þá samþ. að greiða launauppbót kr. 1800 þannig að árslaun urðu þá samt. kr. 10.810,00“. 23/5 1961: „Segir Jónas Tómasson upp starfi organleikara frá 1/10 1961 að telja“. Hafði hann þá gegnt starfinu í 51 ár. — „. .. .en J. T. hefur gengist inn 'á að annast organleik við jarðarfarir fyrst um sinn“. 20/10 1964.; „Var samþykkt að leggja til að greiða Jónasi Tómas- syni kr. 1000 á mánuði frá 1. janúar 1964, heiðurslaun fyrir störf fyrr og síðar“. Önnur sönglœgS. Skömmu eftir 1930 líður vofa yfir löndin — heimskreppan. Verð- fall afurða, atvinnuleysi, suiltarkjör til sjávar og sveita. Hugurinn snérist um fæði og klæði. Fólk hætti að sækja fundi og messur. Jafnvel söngfólkið á Isafirði gaf sér ekki tíma til að koma í kirkju. Ekkert á því að græða. Jónas hefur þá eflaust átt andvökunætur og 6 organistablaðið

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.