Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 13
|)að í íör með sér að 'háskóli var reistur í Lundi 20 árum síðar til að vinna að því að landið yrði sæns'kt á ný, en við það ífékk borgin nýja •lykilstöðu. Stuttu síðar byrjuðu stúdentamótmælin: móti borgurum Lundar, sem virtust standa gegn Iþeim og síðar móti Karli XIL, sem stúdentar á'litu að beitti þá óréttvísi við herþjónustu. Á 18. öld var gerður skrúðgarður „Lundgárd“ milli dómkirkjunn- ar og háskólans. Þessi garður, sem var teiknaður aí Hárleman varð ómissandi hæði fyrir borgara og stúdenta og lofsunginn af norræn- um skáldum meðal annars Topelius. í lok 19. aldarinnar var útlínum (siluett) borgarinnar breytt veru- 'Iega. Það var dómkirkjuarkitektinn Hélgo Zettervall, sem stóð að fþví verki, en það var fó'lgið í tvennu, annars vegar róttækri breyt- ingu og endurbyggingu dómkirkjuturnanna og hins vegar með bygg- inu Allraheilagrakirkjunnar í nýgotneskum stíl. Nú er það 'hins veg- ar sjúkrahúsasamstæðan, sem gnæfir ytfir Lund, en það er stærsta bygging Skánar til þessa. í útjöðrum borgarinnar hafa myndast nýir kjarnar, með tækniháskóla, stúdentagörðum, sem eru á stærð við heila borgarliluta, iðnaði, nýtískulegum kirkjum og listaverkum. í 'hinum gamla hluta borgarinnar er Kulturen en það er stytting, sein alltaf er notuð um Kulturbistoriska safnið (menningarsögulegt minjasafn) stofnað um sama leiti og Skansinn í Stokkhólmi og gegnir svipuðu h'lutverki, þótt dýrategundirnar hér séu takmarkaðar við fé og geitur. Kulturen er eitt af því sem hefur mest aðdráttarafl í Lundi. Skammt ‘þaðan er Arkivsafnið, sem Hagnar Josephson gerði og er einstætt ií sinni röð. Þar níá fylgjast ineð því, hvernig mörg listaverk liafa orðið til. Við hlið þess er háskólabókasafnið umlukið garði sínum og laðar að sér gesti. Þar má meðal annars finna Buxte- hude-safn og nýfundið liandrit eftir Sdhúbert. En dómkirkjan kallar. Það innra útlit, sem hún nú hefur, er það útlit, sem hún fékk eftir viðgerð, sein Eiler Gradbe stóð fyrir og lauk 1963: hreinir sandsteinsfletir, leikfletir ljóss og skugga. í þess- ari kirkju hafa margar stórar hátíðir farið fram, seinast fyrir ári síðan þegar minnst var 850 ára vígsiuafmælis háaltarisins. Af því tilefni var 'ha'ldin stór tónlistarhátíð undir forystu dómorganistans Folke Alm. Jafnhliða tónlistalflutningi, sem náði hámarki með því verki, sem Sten Broman samdi af iþessu ti'lofni, Musica cathedralis, fyrir alla hugsanlega flytjendur, 'hélt Folke Bolin dósent röð fyrir- lestra um tón'list 'þessara 850 ára. Ef nofna ætti einhver nöfn úr ORGAN'ISTAIU.AÐIn 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.