Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 20
DR. RÓBERT ABRAHAM OTTÓSSON söngmálastjóri Dr. Róbert A. Ottósson var fæddur í Berlín 17. maí árið 1912. Foreldrar bans voru Otto Abralham læknir og tónfræðingur þar og kona hans Lise A'braliam, fædd Golm. Hann lauk stúdentsprófi frá Fa-lck-Realgymnasium í Berlin 1931, stundaði nám við Friedrich Wilhelm-Universitat í Berlin 1931 —1932 og nam tónlistarsögu, tónfræði og hljómsveitarstjórn við Staatl. Akadem. Hocbschule fiir Musik, i Berlín 1932—1934. Árið 1934 var hann við fram- haldsnám i París. Haustið 1935 fluttist hann til íslands, 'bjó fyrst á Akureyri, en fluttist síðan til Reykjavíkur. Kennslu stundaði hanna alla tíð, m. a. við Tónlistarskólann, Barna- músikskólann, þar sem hann var skólastjóri á árunum 1957—1961, og við guðfræðideild Háskóla Islands. Hann var skipaður dósent árið 1966. Hann varði doktorsritgerð um Þorlákstiðir við Háskóla íslands 1959. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar varð dr. Ró’bert árið 1961 og vann mi'kið starf til eflingar kirkjutónlistar í landinu. Skömmu síðar stofnaði hann Tónskóla iþjóðkirkjunnar, sem brautskráir kantora og menntar kirkjuorganista. Tónlistarstöhf dr. Róberts A. Ottóssonar á Islandi voru fjölbreytt og umfangsmikil aillt 'frá því að hann fluttist til landsins 23ja ára að aldri. Hann stundaði jöfnum höndum píanóleik, kennslu í ýms- 20 ORGANISTABI.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.