Organistablaðið - 01.07.1977, Side 11

Organistablaðið - 01.07.1977, Side 11
alvarleg tónlist gat þróast, var sjaldan tækifæri til að rækta og styðja hæfileikana hjá hinum einstöku hæfileikamönnum. Til að byrja með voru ungir og upprennandi hæfileikamenn sendir til Evrópu til að læra að semja tónlist og spila á siðmenningar- vísu. Efnaðir listfrömuðir álitu evrópustimpil einu trygginguna fyrir menningarlegum gæðum~). Nýlærðir ungir menn, sem komu frá enskum, þýskum eða frönskum skólum lögðu sig fram við að semja góða enska, þýska og franska tónlist. Þetta kemur greinilega fram í verkum fyrstu tónskáldanna sem fædd eru í Ameríku: Francis Hopkinson (1737—1791), William Billings (1746—1800) og Lo- tvell Mason (1792—1872. Mason er höfundur laganna „Starfa því nóttin nálgast“ (S. E. og P. I. 178) og „Hærra minn Guð til þín“ (S. E. og P. í. 84). í raun og veru var það evróputónlistarmenn- ing, hljóðfæri og viðfangsefni, sem voru aðlöguð amerískri þjóð- félagsgerð. Þetta var auðvitað ekki fullnægjandi, því að samhengið vantaði milli evrópumenningar og amerískrar þjóðfélagsgerðar. — Ameríka var nýtt land, þjóðin atorkusöm, elskaði föðurland sitt og var stolt af frelsi sínu og stjórnmálalegum, hernaðarlegum og efna- hagslegum árangri landsins. Um miðja 19. öld fóru nokkur tónskáld að krefjast lausnar undan þessum áhrifum frá Evrópu, þeir hvöttu til að „strike out into untrodden realms, guided only by nature and their own in- spirations“:i) (að finna sinn eigin stíl og semja skv. amerískum hugsanagangi og eigin innblæstri), en það virtist engin breyting verða þar á fyrr en í lok 19. aldar. Um það levti var Antonín Ðvorák í heimsókn í Ameríku, ákafur áhugamaður á Negro Spiri- tuals og söngvum Stephens Fosters, og hann eggjaði til að taka „þjóðlega" stefnu í tónlistinni, byggða á því að nota sönglög Negr- anna og Indíánanna. En þá vantaði tónskáldin bæði hæfileika og jrjóðfélagslegan stuðning til þessa. Þau fáu tónskáld, sem á þeim tíma gátu sarnið ^stór tónverk, höfðu lært í Evrópu og áhugi þeirra var einskorðaður við að semja meira af tónlist sem líktist evrópu- tónlistinni4). Fyrsta ameríska tónskáldið, sem verulega hvað að og setti þjóðlegan svip á ameríska tónlist var frá Nýja-Englandi. Það var Charles Ives (1874—1954). En af því að hann notaði tóna- litet, hljómfræðileg og rytmisk sambönd sem urðu ekki algeng fyrr en löngu seinna, gefur hans tónlist ekki rétta mynd af því ORGA NISTAB LAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.