Organistablaðið - 01.07.1977, Page 22

Organistablaðið - 01.07.1977, Page 22
KIRKJUTÓNLISTARMENNTUN Nám í kirkjutónlist og orgelleik við þýzka tónlistarháskóla. í þýskum tónlistarháskólum er mögulegt að læra á orgel eða taka próf úr svokallaðri kirkjutónlistardeild. Nám í kirkjutónlist er al- gengara, enda fjölþættara og veitir meiri réttindi. Mest áhersla er lögð á orgelnámið, en auk þess eru háar kröfur gerðar í píanóleik, kór- og hljómsveitarstjórn, messugjörð, sálmasöng o. fl. Við tón- listarháskólann í Leipzig, þar sem ég stundaði nám, var eingöngu kennd kirkjutónlist. I flestum aukagreinum voru sömu kröfur gerð- ar til okkar og nemenda er lögðu stund á tónsmíðar og hljómsveitar- stjórn. Lokaprófið veitti okkur réttindi sem organleikari, píanó- kennari, kórstjórnandi o. fl. Áðurnefnd skipting í kirkjutónlistar- menn og organleikara tíðkast í sumum þýskum tónlistarháskólum, en þeir eru fáir sem geta einbeitt sér að orgelnáminu eingöngu. Slíkt nám veitir þeim engin frekari réttindi sem organleikari, og þar sem starf organista er í tengslum við kirkjuna, er ekki síður mikilvægt að hafa lagt stund á flestar aukagreinar (t. d. kórstjórn). Námstími í tónlistarskólunum er oftast fimm ár. Og áður en inn- ganga er veitt í skólana þarf töluverða leikni á orgel og píanó, til að standast þær háu kröfur sem gerðar eru við lokapróf. Nú er einnig mögulegt að stunda nám í kirkjumúsíkskólum, sem hafa hingað til verið reknir af kirkjunni, en tónlistarháskólar af ríkinu. í kirkjumúsíkskólum er hægt að taka próf sem gerir minni kröfur í hljóðfæraleik en í háskólunum, en oft er mögulegt að undir- búa sig þar fyrir ýmis aukastörf, eins og kristnifræðikennslu, með- hjálparastörf o. fl. Prenns konar próf eru til í kirkjutónlist: A-próf, sem er hæst, en minni kröfur í B- og C-prófum, og breytist námstíminn eftir því. í kirkjumúsíkskólanum í Dresden tók ég fyrst B-próf, en hélt þá til frekara náms við tónlistarháskólann í Leipzig. Til að gera grein fyrir inntökuskilyrðum sem ríkja við þessa skóla, nefni ég verkin sem ég lék í inntökuprófum. 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.