Organistablaðið - 01.08.1992, Síða 8

Organistablaðið - 01.08.1992, Síða 8
Hluli hópsins í móltöku hjá páfunwn 19. júní 1991. 21. júní Fenguni góðan kvöldverð í gömlu veitingahúsi í miðbænum. bar var lit- skrúðugur salur og framreiðslustúlkur í stíl. Þær sungu fyrir okkur eins og englar. Á heimleið var komið við á Gallipoli hæð þar sem Garibaldi situr á hesti sínum og sameinar Ítalíu. Þaðan sá yfir borgina í ljósum en ástin - sem er að sögn helsta tómstundagaman landsmanna - blómstraði allt um kring enda heitir borgin Roma (lesið aftur á bakl). 22. júní. Fórum í Vatikansafnið sem engan á sinn líka og hér verður ekki lýst. Síðan fóru margir upp á hvolfþak Péturskikrjunnar en þaðan er útsýni frábært yfir Vatikanið og borgina alla. Og loks var enn farið í kirkjuna og hún kvödd. 23. júní. Heimferð. Niðurlag. Ferð þessi var einstök um flest og vcrður okkur þátttakendum ógleymanleg og óþrjótandi uppspretta góðra og skemmtilegra minninga. Við fcröuðumst um heim lista, menningar, sögu og trúar í ntun ríkara mæli en algengast er. Ferðin var skrásett á myndbönd og mun okkur innan skamms gcfast kostur á að eignast ferðasöguna í því íormi. Ég vil að lokum þakka Hauki og Grímhildi sérstaklega fyrir frábært framlag þeirra og ferðafélögum öllum ánægjulega samfylgd. 8 ORGANISTABLAÐIÐ Jón l’. Björnsson Borgarnesi.

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.