Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 9
Sjötugur: Jón Gísli Þórarinsson Þann 16. ágúst 1990 varð Jón G. Þórar- insson. kennari og organleikari 70 ára. Jón er fæddur 16. ágúst 1920 í Reykja- vík. llann stundaði tónlistarnám hjá Ró- bcrt Abraham Ottóssyni 1945-1947 (píanóleik og tónfræði). Við Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1952-1954, Tónlistarskól- ann í Reykjavík 1954-1957 (aðalgrein orgelleikur). Jón stundaði einnig tónlistar- nám við Háskólann í Toróntó í Kanada 1959 til 1960. Sumarið 1965 og svo aftur í 6 mánuði 1967 við orgelnám við Staatliche Hochschule fiir Musik í Hamborg. Jón lauk kennaraprófi 1953 mcð tónlist sem sérgrein. Jón hefur verið kennari við ýmsa skóla í Reykjavík frá 1953. Einnig við Barna- músikskólann í Reykjavík frá 1958-1962. Jón var organisti Bústaðasóknar í Reykjavík frá stofnun árið 1953 og gengdi því til ársins 1973. Kór Bústaðasóknar stóð fyrir öflugu tónlistarlífi undir stjórn Jóns. Má þar m.a. nefna flutning á tveim kantötum: „In dulci jubilo" eftir Buxtehude og „Sjá morgunstjarnan blikar blíð'' eftir Bach. á tónleikum á aðventu 1967, á þeint tónleikum lék Jón einnig einlcik á orgel m.a. „Prelúdíu og fúgu í d moll" eftir Buxtehude og „Introdukdon og Passacagliu“ í d moll eftir Max Reger. Árið 1970 fluttu Jón og Bústaðakórinn „Sjö orð Krists á krossinum" eftir H. Schútz, „Missa brevis í B dúr KV275“ eftir Mozart og frumfluttu „Epithapium“ eftir Jón S. Jónsson, sem samið var í minningu tengdaföður hans Einars Dyrset. Tónleikarnir voru í Há- teigskirkju. Fjölda annarra verka flutti Jón með kórnum á þessum tíma og einnig hélt Jón sjálfstæða orgeltónleika á þessum árum. Jón var síðan organisti við Grensáskirkju frá 1973 til 1982. Nú er Jón organisti við Borgarspítalann í Reykjavík. Jón var söngstjóri Samkórs Revkjavíkur 1956-1957. Jón var kosinn ritari í stjórn FIO frá 1966-1969, Gjaldkeri frá 1971-1976. Jón hefur samið nokkur lög scm eru til í handriti, auk þess hefur Jón gert fjölda útsetninga á lögum fyrir kór og litlar hljómsveitir. Eiginkona Jóns er Helga Jónsdóttir, húsmóðir. Ritnefnd óskar Jóni til hamingju mcð afmælið og óskar honum alls hins besta í framtíðinni. ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.