Organistablaðið - 01.08.1992, Síða 16

Organistablaðið - 01.08.1992, Síða 16
Dom Bedos lýsir aðferðinni hvernig má byggja inn í venjulegt stórt orgel tækni- búnað til þess að láta orgelið liljóma með því að nota rúllu cða valta. Þar af leiðandi getum við ályktað að orgclverk Mozarts megi vel túlka með voldugri raddskipan, svo sem 16-fótaröddum, tunguröddum eða mixtúrum en ekki eins og oft hefur verið haldiö fram, cingöngu mcð 8-fótaröddum. Endar kalla stóru fantasíurnar hans á slíkt. Þær gætu alveg eins verið samdar fyrir hljómsveit. Um orgelverk W.A. Mozarts Orgelverk Mozarts eru þrjú: Fantasía í f-moll KV 594 (byrjað í oktober 1790 í Frankfurt, lokið í desember 1790 í Vínarborg) Fantasía í f-moll KV 608 (Vínarborg, 3.mars 1791) Andante í f-dúr KV 616 (Vínarborg, 4.maí 1791); eða eins og Mozart kallar þau sjálfur: „Ein Stúck fúr ein Orgelwerk in einer Uhr" „Ein Orgel Stúck fúr eine Uhr" „Ein Andante fúr eine Walze in eine klcine Orgel“ í þessari upptalningu er ekki gerð grein fyrir kirkjusónötum hans, sem hann samdi á árunum í Salzburg og eru ætlaðar tveim fiðlum, sellói, kontrabassa og orgelpositivi; né heldur fyrir fúgu í g-moll KV 401 (Fragmcnt) og tveimum versettum KV 154a, enda litilvægar tónsmíðar. Kirkjusónöturnar eru mjög ljúfar og aðgengilegar tónsmiðar. Orgelinu er ekki ætl- að ncitt stórt hlutverk í þeim, nema í sónötunni KV 336 í C-dúr sem er öruglega sú glæsilegasta og bíður upp á kadensu fyrir organistann. 16 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.