Organistablaðið - 01.08.1992, Síða 23

Organistablaðið - 01.08.1992, Síða 23
Frá ritnefnd í síðasta blaði var sagt frá því að í þessu blaði liæfist þáttur sern fjallar um þau pípuorgel sem eru í kirkjum hérlendis. Til þess að það mat sem þar á að fara fram verði algerlega lilutlaust og um leið eins faglegt og mögulegt er þarf að leggja mciri vinnu í undirbúning þessa verks og frcstast hann því þar til síðar á árinu. Mikil gróska hcfur vcrið í kirkjutónlistarlífinu við kirkjur landsins og bíða þær fréttir þar til í næsta blaði. IJá vill ritnefnd ítreka þá beiðni sína að félagsmenn sendi okkur efni til birtingar svo og ábendingar um afmæli organista (einnig starfsafmæli) svo og andlát. Mikil hreyfing hefur verið á orgelmálum við kirkjurnar og margar kirkjur hafa keypt ný pípuorgel. Ritnefnd reynir að fylgjast ntcð en þiggur þó ábendingar um org- el sem ekki hefur verið getið um. Þeir sem búa yfir slíkum upplýsingunt eru beðnir að senda okkur upplýsingar um þau orgel svo og myndir af þeim ef mögulegt er eða að lu ingja í okkur ella og munum við þá ganga í málið. Við áætlum að birta aðeins eitt nýtt orgel í hverju blaði svo einhver orgel verða að bíða þar til röðin keniur að þcim. í þessu blaði var ætlunin að kynna nýja orgelið í Hóladómkirkju. cn þar sem okkur hefur ekki enn borist mynd af því býður það til næsta blaðs. Með þessu tölublaði fylgir upplýsingabæklingur frá Bruno Christenscn & Sönner Orgelbyggeri ApS í Danmörku. Bæklingur þessi var gerður í tilefni af 25 ára afmæli orgelsmiðjunnar og er dreift á kostnað þeirra samkv. samkomulagi. Slík dreifing hefur áður átt sér stað fyrir aðra orgelsmiðju og er gaman að erlendar orgelsmiðjur skuli hafa áhuga á að kynna okkur starfscmi sína og mættu fleiri gjarnan fylgja í kjöl- farið. Með þessu tölublaði er einnig dreift síðbúnu efnisyfirliti yfir 16.-20. árg. Búið er að endurprenta þau tölublöð Organistablaðsins sem voru uppseld, þannig að nú eru öll tölublöð til á lager hjá afgreiðslumanni og eru þeir sem hafa áhuga á að fá þau beðnir að hafa samband við Gróu eða Orthulf. Organistar eru heðnir uiti að senda ritncfnd cfnisskrá að öllum tónleikuni sínuin bæði orgel- og kirkjiitónleikiim svo og öðruin þeim tónlistarviðburðnin sein kirkjnr þeirra standa fyrir. Þannig tryggjum við best að fréttir berist og séu til fyrir seinni tíma um það kirkjutónlistarstarf scm fram fer hér á landi og leggjum til cl'ni í okkar eigin tónlistarsögu. Gróa, Jón Ólafur og Orthulf. Orgelleikari óskast til starfa við Seltjarnarneskirkju Leitað er eftir vel menntuðum og hæfileikaríkum organista sem hefur áhuga á fjölbreyttu og vönduðu kirkjutónlistarlífi og er fús til að leggja sig allan fram um að byggja upp slíka starfsemi. Skriflegar umsóknir er greini frá menntun og fyrri störf ásamt meðmælendum sendist Hauki Björnssyni, formanni sóknarnefndar, Kirkjubraut 2, 170 Seltjarnarnesi, fyrir 15. september n.k. og vcitir hann ennfremur nánari upplýsingar um starfið í heimasíma 91-623434 og vinnusíma 91-688777. ORGANISTABLAÐIÐ 23

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.