Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 2
FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is MÖGULEIKI er á að samsköttun hjóna í hærri skattþrepum verði meðal breytinga á skattkerfinu. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra staðfesti í samtali við Morgunblaðið að slíkt hefði komið til umræðu innan fjármálaráðu- neytisins. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í gær um fyrirhugaðar skattahækkanir. Fram kom á fund- inum að samhugur ríkti í ríkis- stjórnarflokkunum um að þrepa- skattkerfi skyldi fest í sessi, og nú væri fyrst og fremst rætt um pró- sentur og viðmiðunarmörk í þeim efnum. „Upp á síðkastið höfum við verið að skoða jaðaráhrif og hvern- ig þau eru fyrir einstaka tekjuhópa, og gagnvart vaxtabótum og barna- bótum,“ segir Steingrímur. Fram hefur komið að 0,8% ís- lenskra fjölskyldna eigi 12% fram- talinna eigna. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins telur ríkisstjórnin þennan hóp meðal þeirra sem geti staðið undir mun hærri skattgreiðslum. „Við höfum séð upplýsingar frá ríkisskattstjóra sem staðfesta auðvitað undan- gengna eignatilfærslu og misskipt- ingu eigna í samfélaginu. Sú mis- skipting hefur aukist gríðarlega, og því er eðlilegt að þessir hlutir séu skoðaðir. Við höfum litið til stig- hækkandi fjármagnstekjuskatts í þessu samhengi,“ segir Stein- grímur. Nýir skattar inni í myndinni  Misskipting kallar á endurskoðun skatta  Samsköttun hjóna sögð möguleiki Morgunblaðið/Kristinn Fundað Þuríður Bachman, Ólafur Þór Gunnarsson og Steingrímur J. Sig- fússon bera saman bækur sínar á þingflokksfundi Vinstri grænna í gær. Fjármálaráðherra segir nýjar upplýsingar frá ríkisskattstjóra kalla á aukna skattlagningu á stóreignafólk. Ríkisstjórnin vill festa þrepaskattkerfi í sessi og hækka fjármagnstekjuskatt. 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Ólafur Þór Gunnarsson, varaþingmaður vinstri grænna, telur að reikna megi með að sami meirihluti verði fyrir Ice- save-frumvarp- inu á Alþingi og var við síðustu afgreiðslu þess. Ólafur Þór tók nýverið sæti á þingi í kjölfar þess að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fór í barneignarleyfi. Ólafur segist gera ráð fyrir því að taka endanlega afstöðu til málsins þegar það kemur til afgreiðslu þingsins: „Ég held þó að þegar upp verði staðið verði sami meirihluti fyrir málinu áfram. Ég yrði þá væntanlega í hópi þeirra sem greiða atkvæði með málinu.“ „Ég er hins vegar mjög sammála Guðfríði Lilju þegar hún segir að varla verði komist lengra með þetta mál og rétt sé að afgreiða það. Við verðum að leysa þetta mál.“ thg@mbl.is Kýs lík- lega með Icesave Tekur sæti Guð- fríðar Lilju á þingi Ólafur Þór Gunnarsson Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is NEGLD hjóladekk renna nú út eins og heitar lummur og mikið er keypt af ljósum og endur- skinsvestum, af frásögnum verslunarmanna í hjólabúðum á höfuðborgarsvæðinu að dæma. Svo virðist því sem fleiri ætli að nota reiðhjól til að komast ferða sinna í vetur en áður. Sjálfsagt eykst áhuginn enn frekar við aukna skattheimtu af eldsneyti. Þá má búast við sölukipp síðar í vik- unni því spáð er kólnandi veðri. Mörgum hrýs hugur við að hjóla að vetrarlagi, ekki bara vegna kuldans, heldur einnig vegna þess að þeir eru hræddir um að detta beint á hausinn í hálkunni. Til er einfalt ráð við því: að setja nagladekk undir hjólin. Í haust voru negld hjóladekk ófáanleg í stærstu hjólreiðabúðum Reykjavíkur en nú hefur ræst úr skortinum. Ein þeirra, Markið, fékk sendingu á þriðjudag og gengur hratt á hana, að sögn Árna Traustasonar, aðstoðarversl- unarstjóra í Markinu. Hann mælir með að fólk noti dekk með 240 nöglum, sem kosta 11.500 krónur, ætli það að hjóla á göngustígum en kaupi sér dekk með enn fleiri nöglum ætli það sér að hjóla utan þeirra. Sumir noti þó dekk með 240 nöglum að framan en láti 160 nagla nægja að aft- an. Mikilvægt sé að hafa framdekkin vel negld til að gripið haldist í beygjunum. Dýrasta og besta nagladekkið, með um 300 nöglum, kostar 19.900 krónur og er þar með dýrara en algeng nagladekk undir fólksbíla. Við þann samanburð verður auð- vitað að hafa í huga að naglarnir í hjóladekkjunum eru þrisvar sinnum fleiri, dekkin bara tvö en ekki fjögur og ekkert kostar að umfelga. Framdekkið skrikar ekki En er hægt að treysta gripinu í nagladekkj- unum? Fjölnir Björgvinsson, formaður Fjalla- hjólaklúbbsins, er handviss um það, þótt hann taki fram að vissulega geti menn dottið ef þeir leggi sig fram við það! „Maður getur treyst þeim algjör- lega. Það er miklu meiri munur að vera á nagla- dekkjum á reiðhjóli heldur en að setja negld dekk undir bíl. Þetta breytir öllu fyrir hjólið.“ Undir hjólfák Fjölnis eru dekk með 294 nöglum og Fjöln- ir fullyrðir að ef hann klossbremsar að framan geti hann látið afturdekkið lyftast upp en framdekkið skriki ekki. Fjölnir segir að þeim hafi fjölgað mjög sem hjóli í vinnuna að vetrarlagi. Það sjáist bæði á hjólastíg- um og fjölda félagsmanna í Fjallahjólaklúbbnum. Sex hundruð naglar undir fáknum Morgunblaðið/RAX Naglar Árni Traustason með nokkrar gerðir af misvel negldum dekkjum undir reiðhjól. Vilji vinstri grænna stend- ur til þess að skattlagning launatekna, fjármagns- tekna og eignatekna verði að end- ingu sam- ræmd. Það er að segja, sama skattprósenta gildi fyrir ofan- greinda skattstofna. Telja vinstri grænir þetta ákjósanlegasta fyr- irkomulagið, þó ólíklegt sé að breytingar í þessa veru nái fram að ganga með skattahækkunum nú. thg@mbl.is Samræmd skatt- lagning loka- takmark VG BARNASÁTTMÁLI Sameinuðu þjóðanna verður 20 ára á föstudaginn kemur og í tilefni af afmæl- inu hafa ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og Barnahjálpar SÞ sameinað krafta sína til að halda mikilvægi sáttmálans á lofti. Meðlimir í ungmennaráðunum hófu afmæl- isvikuna með því að dreifa upplýsingabækling- um um barnasáttmálann í Kringlunni í gær. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, fyrir utan tvö, hafa fullgilt barnasáttmálann. Enginn annar mannréttindasamningur hefur verið fullgiltur í jafnmörgum ríkjum. Hér á landi hefur barna- sáttmálinn stuðlað að ýmsum mikilvægum rétt- indabótum fyrir börn frá því að Ísland fullgilti hann árið 1992. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 20 ára Morgunblaðið/Kristinn Mikilvægi mannréttindasáttmálans haldið á lofti REIKNAÐ er með að framleiðsla í fiskeldi tvöfaldist hér á landi á næstu sex árum og að eldið skili þá um 10 þúsund tonnum af fiski. Áfram er reiknað með að bleikjan verði mikilvægasti eldisfiskurinn. Landssamband fiskeldisstöðva hefur gefið út skýrslu þar sem gerð er grein fyrir stöðu fiskeldis á Íslandi. Skýrsluhöfundar segja að aukning sé í kortunum og spá því að framleiðsla í fiskeldi verði tvö- falt meiri eftir sex ár. Miða þeir við áform þeirra fyrirtækja sem nú eru í rekstri. Taka þeir þó fram að mikil óvissa ríki um þessa spá þar sem ákvörðun um að koma á fót einni eða fleiri stórum fiskeldisstöðvum til við- bótar geti aukið framleiðslu- áformin umtalsvert. Búast við að fiskeldi muni tvöfaldast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.