Morgunblaðið - 16.11.2009, Síða 17
Minningar 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009
✝ Guðmundur JónBenediktsson
fæddist á Ísafirði 15.
október 1926. Hann
lést sunnudaginn 8.
nóvember 2009. For-
eldrar hans voru Bene-
dikt Gabríel Bene-
diktsson verkamaður,
f. 10.12. 1893, d. 4.1.
1954 og Sesselja Þor-
grímsdóttir húsmóðir,
f. 9,5. 1889, d. 11.9.
1971. Bræður Guð-
mundar voru Ásgrím-
ur verkamaður, f. 27.8.
1920, d. 23.6. 1994 og Haukur fram-
kvæmdastjóri, f. 29.2. 1924, d. 30.8.
2008.
Guðmundur kvæntist 3.7. 1948 Sig-
urlaugu Jónu Jónsdóttur, f. á Siglu-
firði 19.8. 1927 . Foreldrar hennar
voru Jón Kristjánsson verkamaður, f.
29.1. 1902, d. 3.1. 1973 og Sigríður
Jónsdóttir húsmóðir f. 12.10. 1896, d.
25.8. 1969.
Börn Guðmundar og Jónu eru: 1)
Birna, f. 25.2. 1955, maki Sverrir
Davíð Hauksson, f. 1955. Synir þeirra
eru: a. Hákon, f. 1973, maki Sigurrós
Óskarsdóttir, f. 1974, börn þeirra
gerð á Ísafirði 1942-1946. Lauk námi
í Samvinnuskólanum 1947. Prentnám
í Prentsmiðjunni Ísrúnu á Ísafirði
1947-1951 og starfaði þar til 1954.
Vann í prentsmiðjunni Eddu 1954-
1956, prentsmiðju Morgunblaðsins
1956-1961 og varð síðan prentsmiðju-
stjóri hjá dagblaðinu Vísi 1961-1967.
Frá 1967-1992 rak hann prentsmiðju
undir eigin nafni.
Guðmundur og Jóna stofnuðu sitt
fyrsta heimili á Ísafirði, en árið 1954
fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu
þar í eitt ár. Árið 1956 fluttu þau í
Víðihvamm 19 í Kópavogi sem varð
þeirra heimili til ársins 1997 er þau
fluttu í Gullsmára 7 í Kópavogi.
Guðmundur hafði alla tíð mikinn
áhuga á íþróttum og stundaði á sín-
um yngri árum knattspyrnu, skíði og
frjálsar íþróttir. Hann var formaður
og í stjórn Knattspyrnufélagsins
Harðar á Ísafirði 1945-1954. Hann
var einn af stofnendum og í fyrstu
stjórnum Styrktarfélags knatt-
spyrnudeildar Breiðabliks. Guð-
mundur var Breiðabliksmaður af lífi
og sál og varla leið sá dagur að hann
færi ekki í Smárann að athuga hvort
ekki væri allt eins og það ætti að
vera. Hann og fleiri komu á fót leik-
fimihóp eldri Blika sem hittist reglu-
lega enn þann dag í dag og fer í
göngu í Fífunni og tekur þátt í get-
raunum alla laugardaga í Smáranum.
Útför Guðmundar verður gerð frá
Digraneskirkju í dag, 16. nóvember,
og hefst athöfnin kl. 13.
Steinar, f. 2001, Óskar,
f. 2003, Sverrir, f. 2003
og Hekla, f. 2009. b.
Eyþór, f. 1977, sam-
býliskona Anna Guðný
Ólafsdóttir, f. 1980,
sonur þeirra er Elfar
Freyr, f. 2007. c. Guð-
mundur, f. 1979, d.
Kristinn, f. 1979. 2)
Sigríður, f. 29. 8. 1957,
maki Heimir Þór
Sverrisson, f. 1957,
börn þeirra eru a.
Anna Jóna, f. 1981,
börn hennar og Harð-
ar Sveinssonar eru Högni Alvar, f.
2004 og Vigdís Elfur, f. 2006. b. Lára,
f. 1988, unnusti Ari Gunnar Þor-
steinsson, f. 1988. c. Guðmundur, f.
1991. 3) Jón Orri, f. 23.1. 1959, maki
Júlía Ágústsdóttir, f. 1965, börn
þeirra eru Alexandra, f. 1989 og
Ágúst, f. 1993. 4) Benedikt Þór, f. 24.
8. 1961, maki Guðrún Pétursdóttir, f.
1962. Börn þeirra eru Pétur, f. 1984,
d. 2006, Vignir, f. 1987, Sindri, f. 1993
og Sigríður Birta, f. 1999.
Guðmundur ólst upp á Ísafirði.
Hann stundaði nám við Gagnfræða-
skóla Ísafjarðar. Starfaði við neta-
Það að eiga góða fjölskyldu og vini
gefur lífinu gildi, þetta voru ein-
kunnarorð sem Guðmundur, tengda-
faðir minn, hafði í hávegum.
Ég kynnist þessum góða manni
þegar við Birna dóttir hans byrjuð-
um að draga okkur saman fyrir tæp-
um fjörutíu árum. Þá gerði ég mér
fljótt grein fyrir að þarna var maður
sem hafði mjög ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum. Guðmundur
og Jóna voru alltaf með opið hús fyr-
ir vini barna sinna og má með sanni
segja að þarna hafi verið starfrækt
nokkurs konar félagsheimili í mörg
ár.
Guðmundur stofnsetti Prentstofu
G. Benediktssonar árið 1967 ásamt
eiginkonu sinni, fyrstu árin starf-
rækti hann eingöngu setningu og
umbrot. Árið 1978 keypti hann svo
sína fyrstu prentvél og hóf ég störf
hjá honum í byrjun þess árs. Við
störfuðum saman í fyrirtækinu í
mörg ár og aldrei bar skugga á vin-
áttu okkar þótt við værum ekki alltaf
sammála um leiðir að settu marki.
Það er eitt sem allir upplifðu er
þekktu Guðmund vel, hvað hann
hafði skýra framtíðarsýn, hann var
aldrei að velta því mikið fyrir sér
hvað fór miður heldur horfði hann
fram á veginn. Þessi eiginleiki nýtt-
ist honum vel þegar hann starfrækti
prentsmiðjuna. Hann var brautryðj-
andi hér á landi í sínu fagi, var ávallt
með nýjustu vélar í setningu og um-
broti og lagði mikla áherslu á að fólk
aflaði sér menntunar á þær vélar og
þau verkfæri sem keypt voru. Hann
lagði alltaf áherslu á að góður vél-
búnaður þarfnast vel menntaðs
starfsfólks.
Þegar Guðmundur fór að draga úr
vinnu sinni í prentsmiðjunni vaknaði
hjá honum áhugi á að koma sér upp
sumarhúsi fyrir þau hjón, börn og
barnabörn. Hjónin fundu sér stað í
Svínadal í Hvalfjarðarstrandar-
hreppi og byggðu þar fallegan bú-
stað. Þar átti hann góðar stundir
með Jónu sinni, fjölskyldu og vinum.
Íþróttaáhugi Guðmundar var mik-
ill, hann var harður stuðningsmaður
Blikanna. Hann kynnist fyrst félag-
inu þegar synir hans Orri og Benni
stunduðu knattspyrnu á sínum yngri
árum, þá fylgdist hann einnig með
barnabörnum og barnabarnabörn-
um sínum leika knattspyrnu. Á síð-
ari árum eyddi hann kröftum sínum
með hópi eldri félaga í Breiðabliki,
sem stunduðu leikfimi ásamt því að
mæta í getraunarkaffi alla laugar-
dagsmorgna, þar naut Guðmundur
sín vel og var hann ávallt hrókur alls
fagnaðar.
Ég vil þakka tengdaföður mínum
fyrir þann tíma sem ég átti með hon-
um í leik og starfi, einnig vil ég
þakka þér fyrir hvað þú hefur verið
góður afi drengjanna minna, alltaf
tilbúinn að leiðbeina og hvetja þá
áfram. Þessi þörf hans að hvetja
aðra til dáða var aðdáunarverð. Jóna
mín og fjölskyldur, megi minning
um þennan góða mann lifa í hjörtum
okkar. Nú kveð ég mætan tengda-
föður sem ég hef verið samferða
bæði í leik og starfi, þessi maður
kenndi mér mikið um lífið sem ég
geymi í hjarta mínu.
Sverrir Davíð Hauksson.
Elskulegur tengdafaðir minn,
Guðmundur Benediktsson, varð
bráðkvaddur síðastliðinn sunnudag.
Mig langar að minnast hans með
nokkrum orðum.
Mín fyrstu kynni af Guðmundi
voru þau að eitt sinn þegar útvarps-
tækið í Skodanum hans var bilað
hafði Sigga dóttir hans, sem þá var
16 ára, orð á því að hún þekkti strák
sem kannski gæti gert við það. „Og
hvaða auli er það?“ svaraði Guð-
mundur.
Þetta var á upphafsárum Prent-
stofu G. Ben. og á þessum tíma var
mikið umbrotaskeið í prentiðnaðin-
um alls staðar í heiminum vegna til-
komu nýrrar tækni. Guðmundur var
einn af brautryðjendum og frum-
kvöðlum þessarar tækni sem á þeim
tíma var flókin og erfið í rekstri.
Þar sem engin þekking var á
tækninni hér innan lands þurfti að
sækja hana til útlanda, oftast á
prentsýningar eða fyrirtækjaheim-
sóknir. Þó að Guðmundur hefði ekki
sterka tungumálakunnáttu lét hann
það aldrei stöðva sig. Ég man eftir
því að hafa þýtt og túlkað texta og
myndir sem hann hafði fengið út-
lendingana til að skrifa á servíettur
undir borðum. Seinna þegar ég fór
að sækja þessar sýningar með Guð-
mundi sá ég hve mikillar virðingar
þessi Íslendingur naut meðal er-
lendra kollega sinna. Það var ekki
síst vegna þess að Guðmundur sá
þessa nýju tækni sem tæki til að
auka gæði prentgripa og leit ekki við
hlutum sem ekki uppfylltu ströng-
ustu kröfur á því sviði.
Það var því engin tilviljun að
Stofnun Árna Magnússonar fékk
Guðmund til að tölvusetja stafréttar
útgáfur af íslenskum fornritum, því
enginn annar gat skilað því verki
með sambærilegum gæðum. Sama
má segja um nýja útgáfu Biblíunnar
og eitt flóknasta prentverk Íslands-
sögunnar fram að þeim tíma, Ensk-
íslenska orðabók Arnar og Örlygs.
Guðmundur innleiddi fjöldamörg
nýmæli í prentiðnaði á Íslandi. Þeg-
ar innskriftartölvur leystu blýsetn-
ingarvélarnar af hólmi opnaði það
möguleika á fjarvinnslu, ekki ósvip-
aðri þeirri sem nú tíðkast, nema
keyrt var með handrit heim til setj-
aranna og til baka með gatastrimil.
Eins var hann einna fyrstur til þess
að bjóða viðskiptamönnum að taka
texta beint úr ritvinnslukerfum inn í
prentsmiðju, án þess að setja hann
upp á nýtt, eins og þá var lenska.
Þó að Guðmundur hafi verið
merkilegur frumkvöðull í íslenskum
prentiðnaði var enginn vafi á því að
það sem honum var alltaf efst í huga
var fjölskyldan. Nú þegar ég hef
sjálfur eignast fjölskyldu skil ég
loksins að þegar hann spurði um aul-
ann, var það einfaldlega vegna þess
að ekkert var of gott fyrir börnin
hans.
Heimir Þór Sverrisson.
Kynni okkar Guðmundar hófust
fyrir rúmlega tuttugu árum er ég fór
sem lærlingur í starfsnám í Prent-
stofu G. Benediktssonar. Stuttu eftir
að ég byrjaði í prentsmiðjunni kom
hann til mín þar sem ég var að vinna,
stóð nokkra stund fyrir aftan mig og
spurði svo frekar þungur á brún
hvort ég væri örvhent? Ég játti því
og þá fussaði í honum um leið og
hann sagði að þá hefði hann aldrei
ráðið mig í vinnu. Svona gat hann
látið, sagði alltaf það sem hann var
að hugsa í það og það skiptið en það
risti aldrei djúpt.
Seinna meir eftir að ég tengdist
inn í fjölskyldu hans varð hann stór
hluti af mínu lífi og barnanna okkar
Orra.
Það er ekki sjálfgefið að eignast
góða tengdaforeldra en Guðmundur
og Jóna tóku mér opnum örmum frá
fyrsta degi.
Guðmundur kenndi mér ótal
margt á okkar samleið; hvað skiptir
máli í þessu lífi og það að forgangs-
raða rétt. Fjölskyldan skipti hann
öllu máli, samskiptin við börn,
tengdabörn og barnabörn. Guð-
mundur var sérlega ósérhlífinn og
var alltaf tilbúinn að gera allt sem
hann gat fyrir okkur. Gott dæmi
þess er þegar Ágúst sonur okkar fór
til Svíþjóðar í vor að keppa og þurfti
hann að sjá sjálfur um að vakna og
gera sig kláran fyrir ferðina þar sem
við foreldrarnir vorum þegar farin
utan. Góð ráð voru dýr þegar hann
uppgötvaði úti á Leifsstöð að hann
hafði gleymt vegabréfinu heima. Í
hvern átti hann að hringja kl. 5 að
morgni og biðja að sækja vegabréfið
í Víðihvamminn og koma með það til
Keflavíkur? Jú, hann hringdi í afa
Guðmund sem dreif sig af stað
ásamt Jónu og þau keyrðu með
vegabréfið til Keflavíkur, hann 82
ára að aldri. Eftir á þökkuðu þau
Ágústi fyrir að hafa valdið því að þau
fóru í morgunbíltúr á fallegum vor-
degi! Þessi frásögn lýsir tengda-
pabba vel, þegar kom að því hjálpa
börnum eða barnabörnum – þá
gerðu þau alltaf það sem þau mögu-
lega gátu.
Íþróttir og Breiðablik skipuðu
stóran sess í lífi tengdapabba, hann
var óþreytandi að fylgja börnum sín-
um og síðar barnabörnum eftir í
íþróttunum og hvetja þau áfram.
Guðmundur naut þess að vera í
Víðihvamminum, sífellt að dytta að
húsinu, að utan sem innan. Þær voru
ófáar kennslustundirnar sem fóru í
að kenna mér ýmislegt sem tilheyrði
viðhaldi hússins, s.s. viðhald á glugg-
um. Fyrst átti að pússa, síðan
sparsla, pússa aftur, grunna og loks
að mála.
Ég á eftir að sakna þess að
tengdapabbi komi og skipti sér góð-
látlega en ákveðið af því hvernig ég
set niður sumarblómin og hvaða teg-
undir. Hádegisblómin voru okkar
uppáhaldsblóm og munu áfram
verða sett niður á besta stað í Víði-
hvamminum.
Elsku tengdapabbi, það er komið
að leiðarlokum.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Júlía.
Guðmundur Jón
Benediktsson
var að ræða við hann um hin ýmsu
málefni hvort sem það var um þjóð-
málin eða annað sem bar á góma
hverju sinni enda ekki alltaf öllum
sammála og gerði það oft samræðurn-
ar skemmtilegar.
Við komum til með að minnast inni-
legrar barngæsku hans og þeirrar
ánægju sem hann hafði af börnum
enda ekki svo sjaldan sem börnin okk-
ar fengu að dvelja á heimili þeirra. Þá
var oft spilað, föndrað og lesið úr
barnabókum þeim sem Stefán hefur
skrifað og börnin þá leidd inn í töfra-
heim sveitamenningar fyrri tíma.
Börnin minnast einnig fræðandi
gönguferða um miðborgina og yndis-
legra stunda í fallega garðinum við
Suðurgötuna. Svo var komið inn og
borðaðar lummur með sultu sem Stef-
án bjó til úr nýtíndum rifsberjunum úr
garðinum.
Við þökkum Stefáni samfylgdina og
þá ánægju að hafa fengið að kynnast
honum.
Bjarni Guðmundsson, Hallur
Guðmundsson, Snorri Guð-
mundsson og fjölskyldur.
Eftir langvarandi veikindi er vinur
minn og samherji, Stefán Aðalsteins-
son frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, fall-
inn. Hann dvaldi síðast á Dvalarheim-
ilinu Eir í Reykjavík og átti þar
þægilega vist. Hafi starfsfólkið þökk
fyrir góða umönnun hans síðasta hluta
ævinnar. Við kynntumst fljótlega eftir
að ég kom frá dýralæknisnámi í Nor-
egi um 1970. Við sátum þá saman í Til-
raunaráði landbúnaðarins um skeið og
áttum samstarf á ýmsum sviðum upp
frá því. Stefán var þjóðkunnur vegna
starfa sinna að búfjárrækt, m.a. við
verndun gömlu íslensku búfjárstofn-
anna og fyrir vakningu almennings
gagnvart gildi þeirra. Stefán hafði
skoðanir, sem féllu ekki alltaf að
stefnu ráðamanna í búfjárræktinni og
varð þess vegna fyrir mótbyr á stund-
um. Hann var stefnufastur og hafði
oftar en ekki margt til síns máls.
Hugðarefni hans og starf féllu vel að
mínum áhugamálum. Við kynntumst
enn betur, þegar Stefán sneri sér að
því að bjarga fínullarfénu. Riðuveiki
herjaði á Hérað og sótti að Skriðu-
klaustri. Þar var lagðprúður hópur,
sem Gunnar skáld Gunnarsson hafði
efnt til úr þremur áttum. Fénu var
komið fyrir á Freyshólum, síðar í
Steinholti, meðan gengið var úr
skugga um að riðuveiki leyndist ekki í
stofninum. Það heppnaðist. Inn á sæð-
ingarstöð fóru 5 eða 6 hrútar. Vonandi
hefur það orðið til þess að eitthvað af
kostum fjárins varðveitist, þ.e. engil-
hvít og fíngerð ullin. Áhugi manna á
hvítu ullinni hefur a.m.k. aukist. Þegar
áhugamenn um aukna nyt mjólkurkúa
vildu flytja inn norskt kúakyn, stóðum
við Stefán saman um það ásamt fjöl-
mörgum áhugamönnum bæði í sveit
og við sjó að afstýra því að hið fjöl-
skrúðuga íslenska kúakyn yrði eyði-
lagt og sérstæðir kostir mjólkurinnar
við ostagerð og gagnvart sykursýki í
börnum. Við skrifuðum smábækling
um þetta „Rök gegn innflutningi á
norsku kúakyni“. Við töldum að ís-
lenska kúakynið myndi ekki standa að
baki öðrum kúakynjum með meiri ná-
kvæmni í meðferð og fóðrun og að
sumu leyti stæði það framar. Ég er
stoltur af þeirri samvinnu við Stefán,
sem ég tel að hafi orðið til þess að hætt
var við innflutninginn. Ég reikna með
því að í öðrum minningargreinum um
Stefán birtist gleggri mynd af fjöl-
mörgum áhugamálum hans og afrek-
um. Fram á síðustu stundu var hugur
hans vakandi og hann vildi alltaf fá
nöfn gesta sinna á Eir í gestabókina
sína, helst einnig vísu. Á áttræðisaf-
mæli hans 30. desember 2008 fór þetta
í gestabókina hans:
Stefán er stórgáfaður
strákur frá Hrafnkelsdal.
Jafnan í hugsun hraður,
hógvært er samt hans tal.
Áttræði öðlingsmaður
afrek þín muna skal.
Innilegar kveðjur frá okkur Ólöfu
Erlu til eiginkonu hans, Erlu Jóns-
dóttur, sem óþreytandi vakti yfir vel-
ferð hans og stytti honum stundir í
erfiðri baráttu við óvæginn sjúkdóm.
Hlýjar kveðjur til sona hans, afkom-
enda og tengdafólks og fjölskyldnanna
sem næst honum stóðu.
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og
stuðning við andlát móður okkar,
MARÍU GRÖNDAL,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 2B á
Landspítala Fossvogi fyir frábæra umönnun.
Útförin hefur farið fram.
Sigrún Harðardóttir, Steinþór Magnússon,
Gunnar Harðarson, Kito Gunnarsson,
Helgi Harðarson, Guðfinna Stefánsdóttir,
Eiríkur Harðarson, Rósa Harðardóttir,
Gísli Harðarson, Sigrún Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BERGÞÓR HÁVARÐSSON
vélstjóri
frá Vinaminni,
Stöðvarfirði,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í Reykjavík
þriðjudaginn 17. nóvember kl.13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim viljast minnast
hans er bent á Landsbjörg.
Rögnvaldur Bergþórsson,
Ragnheiður Bergdís Bergþórsdóttir,Þórarinn Hróar Jakobsson,
Páll Björgvin Bergþórsson, Eleanor Goulding,
Kjartan Hávarður Bergþórsson, Þorbjörg Rún Eysteinsdóttir,
Bryndís Þóra, Jakob Jóel og Þröstur Steinn