Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 1
þeim túlkar Seðlabankinn flutning króna á af- landsmarkaði til innlendra bankastofnana sem fjármagnsflutning. Flutningur fjármagns til lands- ins er háður ströngum skilyrðum. Tilmælin þýða í raun að krónur á aflandsmarkaði eru aðeins not- hæfar til að kaupa fjármálagerninga, íslensk rík- isskuldabréf, þó aðeins séu þau í vörslu erlendra aðila. Verðmæti innistæðna og skammtímabréfa í íslenskum krónum á aflandsmarkaði nemur í dag 200-300 milljörðum króna. Fyrir skömmu rýmkaði Seðlabankinn fyrir nýrri erlendri fjárfestingu með breytingu á reglum um gjaldeyrishöft. Tilmælin sem gefin voru út í síðustu viku takmarka hins vegar að erlendir aðilar sem eiga krónur geti fjárfest á Íslandi með þeim. Nú verða þeir að skipta þeim í erlendan gjaldmiðil á aflandsmarkaði og flytja síðan til Íslands. Ársæli Valfells, lektor í viðskiptafræði við Há- skóla Íslands, lýst illa á þessar breytingar. Með þessu nýjasta útspili Seðlabankans sé í raun verið að gera krónuna verðminni og ónothæfa á aflands- markaði. „Með þessu erum við að bora okkur lengra ofan í haftakerfi með tilheyrandi auknum viðskiptakostnaði,“ segir hann. Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is SAMKVÆMT tilmælum Seðlabanka Íslands er nú óheimilt að flytja krónur af erlendum bankareikn- ingum á bankareikninga íslenskra bankastofnana. Tilmælin eru liður í að skera á þann hring sem hafði myndast í aflandsviðskiptum með krónuna og er talinn hafa átt þátt í veiku gengi hennar. „Þetta er gert til að stjórna krónuflæðinu betur, til að hægt sé að sjá hverjir eru að misnota gjaldeyr- ishöftin,“ segir Ingibjörg Guðbjartsdóttir, for- stöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Snarlega dró úr veltu á svokölluðum aflandsmark- aði með krónur í kjölfarið og er hinn snöggi sam- dráttur talinn til marks um umfang ólöglegra gjaldeyrisviðskipta, skv. upplýsingum blaðsins innan úr stjórnkerfinu. Tilmælin voru gefin út fyrir viku en samkvæmt Aflandskrónur ónothæfar  Millifærslur í íslenskum krónum frá útlöndum til Íslands miklum takmörkunum háðar  Velta á aflandsmarkaði afar lítil  Nú er erfitt að braska með krónuna Hvar lokar Seðlabankinn á braskið? Leiðbeinandi tilmæli frá Seðlabanka Íslands 9. nóvember gera milli- færslur á íslenskum krónum frá erlendum banka til Íslands óheimilar. Málamyndagerningi framvísað í Seðlabanka Íslands og gjaldeyrir keyptur á verði samkvæmt gengis- skráningu Seðlabankans. Gjaldeyrir fluttur til erlends banka og skipt út fyrir aflands- krónur, sem eru skráðar á lægra gengi. Erlendur banki sem skiptir gjald- eyri frá Seðlabanka millifærir krónur aftur til Íslands. 1 23 M Á N U D A G U R 1 6. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 308. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er mbl.is «ÍSLENSKIBÆRINN VILL BLÁSA NÝJU LÍFI Í TORFBÆINN «NÝJARBARNABÆKUR Skrímsli í heimsókn fær fimm stjörnur 96 ára  Frönsku ríkisborgararnir tveir sem var vísað úr landi fyrir helgi voru með búnað sem þeir eru taldir hafa ætlað að nota til að stunda þekkt svikabragð sem felst m.a. í því að peningar koma í ljós á hvít- um pappír eftir að hann er settur í frysti. Svipað vélabragð sem bygg- ist á svörtum pappír komst upp hér á landi fyrir nokkru. Þá náðust hrapparnir á hlaupum. »6 Reyna að blekkja með því að þvo eða frysta peninga  Lögreglubílum er ekið 20% minna en árið 2007, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglu- stjóra. Á sama tímabili fækkaði skráðum umferðarlagabrotum um 10%. Lögregluembætti víða um land neyðast nú til að hagræða með því að draga úr akstri, meðal ann- ars með minni viðveru á vegum og notkun aksturskvóta. »8 Lögreglubílum er ekið 20% minna en árið 2007 Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is MAÐUR með lambhúshettu, vopnaður haglabyssu, bankaði upp á í húsi í Seljahverfi í Breiðholti á fjórða tímanum aðfaranótt sunnu- dags og hóf skothríð þegar íbúi kom til dyra. Eftir því sem lögreglan kemst næst lokaði húsráðandi dyrunum um leið og hann sá byssumanninn en sá skaut fjór- um til fimm haglaskotum í úti- hurðina og í glugga við hlið hennar. Tildrög árásarinnar á huldu Húsráðandi slapp ómeiddur og tókst að hringja strax á lög- reglu. Býr hann einn í íbúðinni en annar maður býr á neðri hæð hússins. Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu kallaði til sérsveit ríkislögreglustjóra en þegar lag- anna verðir komu á vettvang var árásarmaðurinn á bak og burt. Ekki er vitað hver byssumað- urinn er eða hvað honum gekk til en maðurinn sem atlögunni var beint að mun ekki vita hver til- drög árásarinnar voru. Byssumaðurinn gengur laus Íbúar í nágrenninu munu hafa rumskað við skothvellina en að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns rannsókn- ardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hafa engin vitni enn gefið sig fram. Mannsins er leitað og segir Friðrik rannsókn málsins í fullum gangi. Hann segir þó á litlu að byggja að svo stöddu þar sem tilefni atlögunnar liggur ekki fyrir og ekki er vitað hver byssu- maðurinn er eða hvernig hann lítur út. „Þetta virðist vera einangrað tilvik og beinist ekki gegn almenn- ingi,“ segir Friðrik og kveðst ekki telja að fólki stafi mikil hætta af manninum. Þegar Morgunblaðið hafði samband við manninn sem fyrir atlög- unni varð kaus hann að tjá sig ekki um málið. Barði að dyrum og hóf skothríð að húsráðanda  Byssumaðurinn hleypti af 4-5 skotum  Var með haglabyssu og lambhúshettu  Húsráðandi slapp ómeiddur Morgunblaðið/Júlíus BYSSUMAÐURINN gerði ekki tilraun til að komast inn í húsið þegar húsráðandi hafði lokað á hann dyrunum. Höglin sprengdu rúðu við hliðina á dyrunum þannig að byrgja þurfti gluggann. Rúðan sprakk í atlögunni Í HNOTSKURN » Lögregla telur að al-menningi stafi ekki mikil hætta af byssu- manninum. » Hann er ófundinn oger eftir litlu að fara við leitina að honum og rannsókn málsins. » Hafi einhver upplýs-ingar um málið er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögreglu. Valsmenn eru komnir á toppinn í úrvalsdeild karla í handbolta. Þeir skildu Framara eftir í botnsætinu með frekar auðveldum sigri á Hlíð- arenda í gær. ÍÞRÓTTIR Valur á toppi en Fram á botni Íslandsmótið í skylmingum með höggsverði fór fram um helgina. Ragnar Axelsson mætti með myndavélina að vopni og fangaði stemninguna í Baldurshaga. Fín tilþrif hjá skylmingafólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.