Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009
TVEIR bílar höfnuðu utan vegar
í Fagradal, á milli Egilsstaða og
Reyðarfjarðar, í gær að sögn
lögreglunnar á Egilsstöðum.
Mjög hvasst var á svæðinu og
hált.
Víðar hvessti, meðal annars á
suðausturhorni landsins en þar
voru hvassir vindstrengir við
fjöll fram eftir kvöldi, að því er
Veðurstofa Íslands greindi frá.
Tveir bílar
fóru út af í
Fagradal
„MARKMIÐIÐ er að koma á opnara
og virkara lýðræði í sveitarstjórn-
um,“ segir Margrét Tryggvadóttir,
þingkona Hreyfingarinnar um frum-
varp um fjölgun fulltrúa í sveitar-
stjórnum landsins. Samkvæmt því
yrðu bæjarfulltrúar í Reykjavík t.d.
61. Hreyfingin lagði frumvarpið fyrir
Alþingi með fulltingi Sigurðar Inga
Jónssonar, þingmanns Framsóknar.
Margrét bendir á að borgar-
fulltrúar í Reykjavík séu jafnmargir
í dag og árið 1908 en síðan þá hefur
íbúafjöldi fimmtánfaldast. Með
breytingunum verði fleira fólki veitt
rödd. Í greinargerð frumvarpsins
kemur fram að hér séu að meðaltali
6,6 fulltrúar í sveitarstjórnum en á
hinum Norðurlöndunum séu þeir á
bilinu 25 til 44. skulias@mbl.is
61 borgarfulltrúa til
að tryggja lýðræði
Hreyfingin vill fjölga í sveitarstjórnum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Í stjórn Í borgarstjórn eru 15 borgarfulltrúar. Sumum finnst það alveg nóg.
EINAR Skúlason varaþingmaður
tilkynnti um helgina að hann
sæktist eftir 1. sæti á framboðs-
lista Framsóknarflokksins vegna
borgarstjórnarkosninganna 2010.
Hann hefur af því tilefni sagt
lausri stöðu sinni sem skrif-
stofustjóri þingflokks framsókn-
armanna. Óskar Bergsson er
oddviti flokksins í borginni.
Einar hefur gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir Framsókn-
arflokkinn, sat m.a. í fram-
kvæmdastjórn Sambands ungra
framsóknarmanna árin 1996-2002,
þar af síðustu þrjú árin sem for-
maður. Þá hefur hann átt sæti í
landsstjórn flokksins og situr nú
í miðstjórn.
Óskar Bergsson, oddviti Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík,
sagði í samtali við Fréttavef
Morgunblaðsins í gær að fram-
boðstilkynning Einars Skúlason-
ar, fyrrverandi skrifstofustjóra
þingflokks framsóknarmanna,
hefði komið sér á óvart.
„Ég verð nú bara að við-
urkenna það að þetta framboð
kom mér á óvart. Það hefur
gengið vel hjá okkur eftir að ég
tók við sem borgarfulltrúi við
mjög erfiðar aðstæður,“ sagði
Óskar. Hann benti á að flokks-
starfið í Reykjavík væri mun öfl-
ugra nú en verið hefði um langt
skeið. Þá gengi meirihluta-
samtarf Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins í Reykjavík
mjög vel. jonpetur@mbl.is
Einar og
Óskar bítast
um 1. sætið
Einar SkúlasonÓskar Bergsson
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík-
ur hefur dæmt karlmann á
þrítugsaldri í sex mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir sér-
lega hættulega líkamsárás en
hann sló annan mann í höfuðið
með glerflösku. Hann var
einnig dæmdur til að greiða
þeim sem hann réðst á 358
þúsund krónur í bætur og um
240 þúsund í sakarkostnað.
Þetta gerðist á skemmti-
staðinn Nasa við Austurvöll í
september á síðasta ári. Sá
sem varð fyrir árásinni fékk
skurð á höfuðið og þurfti að
sauma skurðinn með sex spor-
um.
600 þús-
und vegna
árásar