Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 4
Opnun Jón Gerald ræðir við gesti. MATVÖRUVERSLUNIN Kostur í Kópavogi var opnuð á laugardag og er áætlað að um 5.000 manns hafi lagt leið sína í verslunina fyrstu helgina, að sögn Jóns Ger- alds Sullenbergers, framkvæmda- stjóra hennar. Löng röð myndaðist við versl- unina rétt fyrir opnun í gær og ör- tröð varð um tíma við bílastæði í grennd við hana, að sögn Jóns Ger- alds. Opnun verslunarinnar tafðist á laugardag vegna tölvuvandamála en þau hafa verið leyst að mestu. Um 5.000 manns lögðu leið sína í Kost fyrstu helgina 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 24. nóvember í 25 nætur á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært stökktu tilboð þar sem þú bókar fllugsæti og gistingu og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir (stökktu tilboð með hálfu fæði eða með "öllu inniföldu" jafnframt í boði). Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Síðustu sætin! Kanarí 24. nóvember - frá kr. 49.900 Verð frá kr. 49.900 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð 24. nóv. Verð frá kr. 99.900 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 25 nætur. Stökktu tilboð 24. nóvember. Aukalega m.v. stökktu tilboð með hálfu fæði kr. 30.000 og með "öllu inniföldu" kr. 50.000. Aukalega m.v. 2 í íbúð á Club Green Oasis *** með "öllu inniföldu" kr. 60.000. FRÉTTASKÝRING Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is UNDANFARIN ár hefur verið dregið úr starfsemi á spítölum í kringum jólin, og jafnvel reynt að framkvæma ekki það sem kallað er valaðgerðir, þ.e. aðgerðir sem geta beðið betri tíma, enda vilja margir sjúklingar gjarnan fresta aðgerðum fram yfir hátíðarnar. Þó stefnir í að dregið verði meira úr þjónustu um þessi jól en und- anfarin ár. „Okkar plön gera ráð fyrir því að við drögum heldur meira saman um þessi jól en áður hefur verið gert,“ segir Halldór Jónsson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Jólalokanir í nóvember Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er gert ráð fyrir að jólasamdráttur hefjist í lok nóvember eða byrjun desember, og standi fram yfir ára- mót. Undanfarin ár hefur ekki verið hægt á starfseminni nema rétt yfir jól og áramót. Halldór segir tvær ástæður vera fyrir því að jólatímabilið sé lengt í ár. Annars vegar sé það gert til að draga úr kostnaði, og hins vegar til að saxa á uppsafnað frí starfsmanna, en þeir sem eiga uppsafnað frí verða eindregið hvattir til að taka það út í desember. Samdrátturinn mun fyrst og fremst verða inni á skurðdeildum og legudeildum þeim tengdum, segir Halldór. „Auðvitað hefur það alltaf einhver áhrif á þjónustu þegar verið er að draga saman. En það er mat okkar að það muni ekkert skaðlegt af þessu hljótast fyrir sjúklinga okk- ar, enda mun spítalinn sinna því sem bráðnauðsynlegt er,“ segir Halldór. Samdráttur á flestum deildum Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans, segir að þar á bæ megi einnig gera ráð fyrir samdrætti í þjónustu um þessi jól. „Við drögum enn meira úr starfseminni núna um jólin en áð- ur hefur verið gert.“ Ekki liggur fyrir um hversu mik- inn samdrátt er að ræða, en það mun væntanlega skýrast í næstu viku. Aðspurður segir Björn að síðustu ár hafi biðlistar ekki lengst vegna minni þjónustu yfir jólin, enda vilji þeir sjúklingar sem það geta gjarn- an fresta aðgerðum fram yfir hátíð- irnar. Hann segir að dregið verði úr þjónustu á langflestum deildum, en þó ekki á svokölluðum bráðadeild- um. Jólafrí byrjar snemma  Samdráttartímabil á Akureyri verður tvöfalt lengra en um síðustu jól  Minni þjónusta á flestum deildum Landspítala „Staðan á rekstri spítalans er tiltölulega góð,“ segir Halldór Jónsson, for- stjóri spítalans á Akureyri. „Við erum eitt prósent í mínus miðað við síð- ustu fjárlög, sem er ekki mjög mikið þegar haft er í huga hversu miklar gengisbreytingar hafa orðið. Bara sá þáttur er stærri en sem nemur þess- um mínus.“ Halldór segir að spítalinn væri tugum milljóna fyrir innan fjár- hagsáætlun ef gengið hefði ekki lækkað, en lækkandi gengi hækkar marga kostnaðarliði, svo sem vegna innfluttra lyfja og rekstrarvara. Því sé ljóst að mikil hagræðing hafi náðst fram í rekstri spítalans. Þá segir Halldór að af einhverjum ástæðum hafi verið minni eftirspurn eftir þjónustu spítalans nú en áður, sem einnig hafi átt sinn þátt í að lækka kostnað. Gengisfall eykur kostnað spítalans Morgunblaðið/Eggert Samdráttur Reynt er að framkvæma ekki valaðgerðir um jól. Samdráttur í þjónustu verður meiri þessi jól en und- anfarin ár á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Forstjórar vonast til að það hafi ekki slæm áhrif á sjúklinga. Morgunblaðið/Júlíus LSH Lækningforstjóri segir að sam- dráttur verði á flestum deildum. Þjónusta á spítölum landsins mun líklega dragast meira saman um þessi jól en verið hefur síð- ustu ár. Jólasamdrátturinn nær yfir fimm vikna tímabil í stað tveggja vikna á Akureyri. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is TÆPLEGA 2100 heimili fengu fjár- hagsaðstoð til framfærslu frá Reykja- víkurborg á tímabilinu janúar til októ- ber og hefur þeim fjölgað um 45% frá því á sama tíma í fyrra. Reykjavík- urborg hefur greitt ríflega milljarð vegna fjárhagsaðstoðar til fram- færslu fyrstu 10 mánuði ársins og má reikna með að alls renni um 1,3 millj- arðar til málaflokksins í ár. Ellý Alda Þorsteinsdóttir, skrif- stofustjóri á velferðarsviði Reykjavík- urborgar, segir að borgin fylgist vel með þeim sem fái fjárhagsaðstoð til framfærslu og reyni að styðja þá eftir mætti. „Það eru meiri líkur á að áhrif- in verði alvarlegri, ef hægt er að kom- ast þannig orði, eftir því sem fjárhags- aðstoðin varir lengur. Hið sama á við um langtímaatvinnuleysi,“ segir Ellý. Fjárhagsaðstoð til einstaklings, 18 ára og eldri, getur numið allt að 116.000 krónum á mánuði og hjón eða sambýlingar geta fengið allt að 185.000 krónur. Í reglum um fjár- hagsaðstoð eru einnig ýmis heimild- arákvæði, s.s. vegna framfærslu barna og menntunar. Nýlega voru reglur um fjárhagsaðstoð vegna sér- stakrar aðstoðar við börn, m.a. vegna tómstunda, rýmkaðar. Áður þurftu foreldrar að hafa fengið fjárhagsað- stoð í fjóra mánuði til að geta fengið slíkan styrk en nú hefur biðtíminn verið afnuminn. Þetta er gert til að hagir barna breytist sem minnst vegna fjárhagsstöðu foreldranna. Aðeins þeir sem fá litlar eða engar tekjur geta fengið fjárhagsaðstoð til framfærslu og allar tekjur koma til frádráttar frá hámarksupphæð, skv. reglum borgarinnar. Ellý segir að heldur hafi dregið úr fjölgun þeirra sem þurfa þessa aðstoð. Þörfin jókst mjög í byrjun árs en hægt hefur á aukningu. Frá janúar til ágúst fjölg- aði um 52%, miðað við sama tíma 2008, og útgjöld borgarinnar í þann málaflokk jukust um 82%. Sé miðað við janúar til október nemur fjölgunin 45%, eins og fyrr segir. Milljarður í fjár- hagsaðstoð við Reykvíkinga Fjölskyldum sem fá framfærslustyrk hefur fjölgað um 45% frá í fyrra Morgunblaðið/Golli BENEDIKT Dav- íðsson, fyrrverandi for- seti Alþýðusambands Íslands, lést að morgni föstudagsins var, 82 ára að aldri. Benedikt fæddist á Patreksfirði 3. maí 1927. Foreldrar hans voru Sigurlína Bene- diktsdóttir verkakona og Davíð Davíðsson, sjómaður og bóndi. Benedikt starfaði við sjómennsku og fisk- vinnslu á Patreksfirði á árunum 1942-45. Hann nam síðan trésmíði í Reykjavík og lauk námi í húsasmíði frá Iðnskól- anum 1949. Benedikt lét mikið að sér kveða í starfi Trésmiðafélags Reykjavíkur í áratugi, var meðal annars formaður félagsins um þriggja ára skeið, frá 1954 til 1957. Hann starfaði fyrir Alþýðu- samband Íslands á ár- unum 1960-1965 og var í miðstjórn þess frá 1958 til 1988. Hann var forseti ASÍ frá 1992 til 1996. Benedikt var einnig formaður Sambands byggingamanna frá 1966 til 1990. Hann var meðal annars í miðstjórn Sósíalistaflokksins frá 1956 og lengst af í mið- stjórn og fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalagsins frá stofnun þess 1968. Hann var einnig formaður og starfsmaður Landssambands eldri borgara frá 1997. Benedikt var tvíkvæntur og eign- aðist sex börn og einn stjúpson. Andlát Benedikt Davíðsson, fyrrverandi forseti ASÍ TALSVERT hefur borið á því að fé hafi verið svikið út af íslenskum kreditkortum í Bandaríkjunum síð- ustu daga. Starfsfólk Borgunar hefur hringt í fjölda fólks sem er með Mastercard til að lækka erlenda heimild á kortunum eða útbúa ný kort. Korthafi sem rætt var við fékk hringingu frá Borgun á fimmtudag. Var honum sagt að keyptar hefðu verið vörur út á kortið hans í Bandaríkjunum þá um nóttina fyrir sem samsvarar 200.000 krónum, og var spurt hvort hann kannaðist við það. Korthafinn var í fastasvefni heima á Íslandi og hefur ekki notað kortið sitt í Bandaríkjunum í rúmt ár. Kortinu var lokað strax, úttektin bakfærð og viðkomandi fékk nýtt kort. Mikið borið á svindli með íslensk kort Borginni er heimilt að veita sér- staka fjárhagsaðstoð til for- eldra sem hafa tekjur sem eru við eða lægri en grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til að greiða fyrir þátttöku barna í félags- og tómstundastarfi, sumardvöl, frístundaheimili, skólamáltíðir og leikskóla. Viðmiðunar- upphæð er 11.635 kr. á mánuði fyrir hvert barn. Aðstoð vegna barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.