Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 9
- 97 - ánægjuleg samskipti við gestgjafa, og gerðu menn svo til að styggja ekki veit- ingamanninn. Þetta var fornfáleg pípa og su stærsta, sem eg hef séð, en tóbakið var afar rammt, og súrnaði mér í augum. Hljómsveitin hóf brátt leik á ný oj* hafði með sér söngvara sinn. Fékk eg mikinn óþokk á honum. í þann mund, er tónaregnið var að drekkja mér, kom hinn ágæti vert aftur og hafði meðferðis glas, sem hann setti á borðkríli við fætur mér. Velti ég mikið vöngum yfir því, til hvers drykkjarílát þetta væri ætlað. Fékk ég lausn þeirrar ráðgátu, þegar Arabinn kom aftur og hafði þá meðferðis tvær könnur rjúkandi veiga, og úr þeim dembdi hann í glasið mitt. Við þetta varð ég ákaflega skelkaður, enda minntist ég þess, að kennarar og aðrir leiðtogar æskunnar höfðu þráfald- lega varað mig við bölvandinum Bakkusi. Var mér það fullkunnugt, að ég gæti orð- ið óður, jafnvel dáið, ef ég sypi á skrambans víninu, en engu að síður þorði ég ekki annað en að dreipa á því, og vont var það, Drottinn minn! Þannig leiðiöt æskan út í óregluna. Mitt í þessum huglejiðingum mínum um ofneyzlu áfengra drykkja, kom hálfnakinn piltur æðandi inn á gólfið. Hann var klæddur geysilega efnismiklum pokabuxum úr silki, berfættur og ber að ofan. Vöxtur unglingsins ( hann var einhvers staðar á menntaskólaaldrinum, hefði þó tæplega getað verið í þriðjabekk ) var afar sterklegur og um leið liðmjúkur. Hann hóf að stíga seyðmagnaðan aust- urlenzkan dans eftir hljómfallinu af mik- illi innlifun holdsins. Fannst mér furðulegt að sjá, hve mikið vald ungi maðurinn hafði yfir ýmsum líkamshlutum, sem ég hef enga stjórn á. Slettist pilturinn fram og aftur um herbergið, og þótti sumum kvennanna hann ve:ra hinn lostalegasti, en eftir þessu tók dansarinn og hoppaði langmest frammi fyrir viðkomandi, og þoldu fáar að horfa í brún hundsaugun. Varð ég þeirri stund fegnastur, þegar pilturinn hafði lokið dansinum, því að mér fannst hann óskemmtilegur. Næst gerðist það á gólfinu, að ung stúlka kom hlaupandi inn, léttfætt eins og hind og þokkafull í hreyfingum. Blessuð stúlkan, sem var arabísk, lík- lega systir piltsins, sem að framan grein- ir, var sómasamlega klædd í silkislæður, en ekki hafði hún blæju fyrir andlitinu. Mærin sté dans fyrir okkur með mikl- um yndisþokka, sveigðist og teygðist í dansinum, skalf og titraði eftir hljómfall- inu. Færði þetta mér mikla gleði. Hún tók bakka, sem á voru vínflöskur, glös full víns, logandi kerti og ýmsir smámunir og setti á höfuð sér. Með þetta dansaði hún um gólfið, og gekk ekk- ert úr skorðum hvernig sem meyjan lét. Að lokum lagðist ungfrúin endilöng á gólfið með bakkann á höfðinu, og þótti mér það vel af sér vikið, enda hrópaði ég hástöfum hvatningar og aðdáunarorð. Fannst mér sem þar væri afsönnuð hin fræga kjaftasaga, að arabískar stúlk- ur mættu ekki koma fram á skemmti- stöðum í Tanger, eða annars staðar í N-Afríku, heldur tækju geldingar í kven- fötum af þeim ómakið. - Þetta er aðeins ein margra trölla- sagna um borgina, en þær hafa. þvælzt nokkuð fyrir mér við samningu þessarar greinar. Er oft erfitt að greina í millum heila- spuna og staðreynda og tel ég víst, að talsvert af hinu fyrrnefnda haíi flotið hér með. - Við sátum þarna lengi kvölds við margvíslegt gaman og virtust menn skemmta sér hið bezta. En að þvi kom, að ókyrrð kom á okkur, og við héldum til skemmtistaðar í borgar- hluta Evrópumanna, og var uppbyggilegt að koma þangað í tja-tja-tja-hljómlistina úr helvítis gaulinu í Serkjunum. Reyndar var þessi næturklúbbur frem- ur sérstæður, því að ekkert var á hon- um þakið og sá upp í stjörnubjartan him- ininn. Gestir sátu í hálfhring umhveríis dans- gólfið, en þar fóru einnig fram skemmti- atriði. Eftir skemmtiatriðunum man ég lítið, einkum vegna þess, að mig syfjaði mik- ið, og féll ég að lokum í djúpan, draum- lausan svefn í sæti mínu. Lýkur hér að segja frá tálborginni Tanger. þrái ég.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.