Skólablaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 22
110 -
RITDÓMUR, frh. af bls. 108.
verGur vart sagt um "Hjarastriplsþátt".
Þar er rækilega skotið yfir markið, jafn-
vel formið er upptugga. Hið eina, sem
sagt veröur þætti þessum til hróss, er
orðkynngi höfundar, sem er geysimikil.
Þá er sagan "Ég sjálfur, komplexinn og
séníið". Þetta er ágætis saga. Fyrirtak
um form og stíl, að vísu dálítið ódýr undir
lokin, en sem sagt, eitt það bezta í vetur.
"Karlinn í tunglinu" er varla umtalsverð-
ur.en í síðustu greininni í tbl. "Intelligens -
inn", er gerð tilraun með nýtt form. Hafi
höf. ætlað að skapa alvarlegt skáldverk í
stíl við Beckett eöa Ionesco, er greininmis-
heppnuð. Það er ekki að sjá, að neinn boð-
skapur leynist á bak við mælgina, því síður
súrrealistísk analýsa. Hins vegar úir og
grúir af smá skemmtilegheitum í leikritinu,
stolnum og óstolnum, og frá því sjónarmiði
er verkið vel læsilegt. Aðalerfiðleikarnir
við samningu verks sem þessa er skortur á
tradition. íslenzkar eru snauðar af slíkum
hýpermódernisma og því nauðsynlegt að
kynna sér erlend verk í svipuðum stíl.
Sumir hafa látið í Ijós þá skoðun, að
"Intelligensinn" sé stæling á "Endaleysu"
jóta kappa, sem birtist í blaðinu í fyrra.
Ekki þótti mér það áberandi.
3. tbl. - Málefnalega er grein Þorsteins
Gylfasonar "Villiöndin og heimsstríðið"
ekki sérlega frumleg. Hins vegar er Þor-
steinn mjög þroskaður stílisti og skemmti-
legur aflestrar. - Atómljóðið "Metafysik"
(tæpast réttnefni) er áreiðanlega með því
betra, sem sést hefur af því tagi í blaðinu.
Svo er það sagan "Hann stangaði mig".
Þetta er mjög skemmtileg paródía. Ef ég
hef skilið höf. rétt, þá er hér um að ræða
skopstælingu á lífsreynslusögum þeim, sem
svo mjög vaða uppi. Margir hafa misskiliö
söguna í fljótfærni, en í rauninni ætti ekki
að vera mikil hætta á því. - Menningar-
frömuður skólans, Ólafur Grímsson, ritar
langt mál í þetta tölublað. Þó að varla séí
mínum verkahring að ræða greinina mál-
efnalega, held ég, að Ólafur sé fullstórhuga
í tillögum sínum. Þær eru þó vel umtals-
verðar, og Ólafur sýnir lofsverðan áhuga á
vandamálum félagslífsins. - Sagan "Mann-
anna börn" er mér tjáð, að sé stolin úr
blaði Kennaraskólans, og er afar illt, ef
rétt reynist. - Loks er grein Hannesar Há-
varðarsonar um Franz Kafka. Hannes er
einn af fáum sönnum listunnendum skólans
og hefur unnið ágætt starf við kynningu
hinna ýmsu listgreina. Grein hans um
Kafka er enda hin fróðlegasta og ágæt-
lega skrifuð. _ ...
6 Critieus
BLEKSLETTUR, frh. af bls. 103.
lítilræði, t. d.hjarta og hönd Jóhannesar
Áskelssonar. Málalok eru enn ókunn.
Sú stefna virðist nú í hávegum höfð með-
al kennara, að frí í tSma sé nokkuð, sem
eigi ekki að þekkjast í skólan-
Kennarar um nema af afspurn. Slík er
öfgastefnan, að vart er gerlegt
að fá að skreppa úr tíma. Þetta er nokkuð,
sem ber vafasaman hagnað. Tímafrí ööru
hverju lífga nemendur og glæða áhuga á
námi, en auka jafnframt vinsældir kennara.
Hér er ekki verið að fara fram á stöðug frí,
því að það er sízt betra. En væri úr vegi
að sýna örlítið meiri lipurð öðru hverju?
Framan af í vetur hefur starfað í skólan-
um nefnd manna að breytingum á lögum
skólafélagsins. f byrjun febrúar
Laga- skilaði hun áliti. Var haldinn
breytingar skólafundur um breytingartil-
lögurnar. Þar fór málið þannig,
að allar tillögurnar voru felldar, en sett á
laggirnar nefnd, er ynni markvisst að hag-
kvæmari breytingum. Flestir vita, að lög
skólafél. eru mjög úrelt. Undanfarin ár
hafa nefndir starfað að breytingum þeirra
og enn virðist ærið starf fyrir hendi.
Væri ekki réttast að fara í lögfræðinga
með draslið og láta þá breyta þeim eins og
þörf krefur. pár.
SKÓLAB LAÐIÐ
Gefið út í Menntaskólanum í Reykjavík
Ritstjóri:
Þráinn Eggertsson 5. -B
Ritnefnd:
Gunnlaugur Geirsson 6.-B
Guðjón Albertsson 5.-B
Árni Bergur Sigurbjörnss. 4.-B
Einar Mar jónsson 4.-B
Sverrir Holmarsson 4.-B
Markús Ö. Antonsson 3.-D
Auglýsingastjórar:
Garöar Gíslason 4.-B
Gunnar Gunnarsson 4.-B
Áby r gð armaöur:
Guðni Guðmundsson, kennari
Myndir dró Gunnar Eyþórsson, en
Garðar Gíslason sá um skreytingar.